Vinnuhelgi

Þetta var vinnuhelgi hjá mér. Aðra hverja viku á ég bara frí á laugardeginum en hina föstudag, laugardag og sunnudag. Mér finnst þetta fínt.

Á föstudaginn var haldið hér heljarmikið partí eftir vinnu. Ég fékk mér nokkur rauðvínsglös en lét svo Stjána sækja mig um áttaleytið. Aldurinn er greinilega farinn að segja til sín því rauðvínið hafði þau áhrif á mig að ég var alltaf að dotta yfir sjónvarpinu og Stjáni rak mig inn í rúm þegar ég var farin að hrjóta hástöfum. Aldrei má maður ekki neitt.

Ég var að lesa hér í vinnunni um afann sem var verið að dæma fyrir að beita barnabörn sín kynferðislegu ofbeldi. Djöfuls viðbjóður. Svo er fjölskyldan alveg tvístruð því sumir neita að trúa þessu upp á karlinn og telja stelpurnar vera að ljúga. Ég get í aðra röndina skilið þetta, ekki hefði ég trúað neinu svona upp á hann pabba minn. Það hefði allavega verið alveg ótrúlega erfitt. Það hlýtur að vera hræðilega erfitt að komast að því að einhver sem manni hefur þótt óendanlega vænt um og borið ótakmarkaða virðingu fyrir reynist vera ófreskja í mannsmynd og barnaníðingur. En vanlíðan fórnarlambanna sem ekki er trúað hlýtur að vera ennþá meiri. Þetta eru alveg ótrúlega flókin og erfið mál. Hann fékk þó fjögurra ára fangelsi sem mér finnst framför í svona dómum. Samt er verið að gera því skóna að hann sleppi við fangelsisvist sökum aldurs. Eru gamlir fantar eitthvað skárri en ungir fantar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Gamlir fantar eru greinilega ekki skárri amk miðað við þennan hroðbjóð þarna. Það skal vera erfitt hjá fórnarlömbum hans að vera ekki trúað en það er örugglega erfitt að trúa slíkum viðbjóði upp á fólk.

Ragnheiður , 14.9.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: Helga skjol

 Ég seigji eins og þú,aldrei má maður ekki neitt, en að VIÐBJÓÐNUM, Eitt orð yfir þetta og það er SKELFING BARA SKELFILEGT.

Knús inní nýja viku mín kæra

Helga skjol, 15.9.2008 kl. 05:48

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það ætti nú bara að gelda alla barnaníðínga, þetta eru óþverrar af verstu sort. Eigðu góðan dag Helga mín

Kristín Gunnarsdóttir, 15.9.2008 kl. 11:21

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Algjör viðstyggð þessi karl og hann á enga miskunn að fá þó hann sé orðinn gamall. Andskota kornið ekki er hann neinn óviti eða hvað ? Þessi viðbjóður 

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.9.2008 kl. 11:51

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ógeðiskarl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2008 kl. 23:28

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Viðbjóður

Huld S. Ringsted, 16.9.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 58898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband