Til hamingju, systur

Systur mínar, Svanhildur og Matthildur eiga afmæli í dag, þær eru 63 ára. Þegar þær fæddust áttu mamma og pabbi 3 börn á aldrinum eins árs til sjö ára. Eldri systkinin og foreldrar mínir rifjuðu það oft upp með hryllingi þegar þær voru litlar. Þær voru báðar alveg súrrandi ofvirkar en alveg ótrúlega samtaka í öllum prakkarastrikum og óþekkt. Þær sögðu aldrei ég, alltaf við, hvort sem þær voru báðar viðstaddar eða ekki.

Þegar þær voru þriggja ára kom lögreglan með þær heim. Þær höfðu þá sest aftan á stuðara á strætó og voru komnar langleiðina niður í bæ þegar það uppgötvaðist að það voru laumufarþegar með strætó. Leigubílstjóri sem átti heima í næsta húsi bar kennsl á þær og þannig var hægt að koma þeim heim.

Einu sinni kom kona umrædds leigubílstjóra með þær. Hún hafði komið heim og þá sátu systur í eldhúsinu og hámuðu í sig súkkulaðiköku. Þær höfðu komið auga á kökuna í gegnum eldhúsgluggann og voru ekki lengi að snara sér inn um gluggann og næla sér í kökuna.

Amma okkar átti heima í Borgargerði sem þá var hálfgerð sveit og var með hænur. Tvíburunum fannst alveg fáránlegt að þær gætu ekki flogið, þetta voru jú fuglar. Þær drösluðu því nokkrum hænum upp á þak á hænsnahúsinu og hentu þeim fram af. Nokkrar drápust og aðrar verptu ekki í lengri tíma.

Þegar átti að sækja þær út hlupu þær alltaf hvor í sína áttina þannig að það var tveggja manna verk að koma þeim heim á kvöldin.

Þær voru orðnar 9 ára þegar ég fæddist. Það var þeirra líf og yndi að hrekkja mig og hræða úr mér líftóruna. Alveg merkilegt hvað hefur ræst úr mér eftir þessa meðferð.

Þær eru samt alveg frábærar báðar tvær. Aðalgallinn er að önnur býr Sjanghæ og hin í Kaupmannahöfn svo maður sér þær allt of sjaldan.

Til hamingju, kæru systur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

þær hafa aldeilis verið uppátækja samar systur þínar  En til hamingju með systur þínar hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 16.9.2008 kl. 22:02

2 Smámynd: Ragnheiður

hahaha þær hefðu sko verið settar á stóran ritalínskammt í dag...vesalings foreldrarnir hehe já og litla systan...obbobbobb.

Ragnheiður , 16.9.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með systur þínar, greinilega kjarnakonur

Huld S. Ringsted, 16.9.2008 kl. 22:22

4 Smámynd: M

Til hamingju með brjáluðu systurnar   Skemmtilegar sögur af þeim. Hrýs samt hugur yfir því að þær voru á flandri einar 3ja ára

M, 16.9.2008 kl. 22:50

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Við áttum heima í Vogahverfinu sem þá var mesta úthverfi Reykjavíkur og börn voru bara úti frá unga aldri og fram eftir öllum aldri.

Helga Magnúsdóttir, 16.9.2008 kl. 22:53

6 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Kæra Helga, mikid eru thetta fyndnar søgur. Thad væri alveg hægt ad skrifa barnabók um afrek theirra systra. Til hamingju med thær. kk. Sólveig

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 16.9.2008 kl. 23:13

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá dúllurnar.  Ég gæti étið þær.

Til hamingju með þær.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2008 kl. 00:52

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Til hamingju með systur þínar í gær. Það hefur verið sannkallað líf og fjör á þínu æskuheimili. Skemmtilegar sögur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.9.2008 kl. 10:23

9 identicon

Til hamingju með systurnar þínar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 10:53

10 Smámynd: Kallý

Þú gleymir uppáhaldsfrænkunni þinni

sem fæddist á 38 ára afmælisdegi þeirra

Kallý, 17.9.2008 kl. 11:14

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jesús hvað ég hló!

Til hamingju með systurnar! Þeim hefur allavega ekki tekist að hræða úr þér grínið

Og til hamingju með uppáhaldsfrænkuna líka

Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 11:17

12 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það er oft gaman að svona uppátækja systkinum, Til hamíngju með þær

Kristín Gunnarsdóttir, 17.9.2008 kl. 14:50

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Fyrirgefðu, elsku Kallý mín. Hjartanlega til hamingju með afmælið. Ég var bara svo upptekin af óknyttum þeirra systra að ég hreinlega gleymdi þér.

Helga Magnúsdóttir, 17.9.2008 kl. 18:01

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Var Svanhildur systir þín að vinna hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í den (´75 - ´80+)?  Ef þetta er hún mátt þú knúsa hana og kyssa frá mér.  Ef ekki þá þakka ég bara fyrir skemmtilega frásögn og óska þér til hamingju með afmæli þeirra systra.

Sigrún Jónsdóttir, 17.9.2008 kl. 22:19

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Já, Sigrún, Svanhildur vann á RR í mörg ár. Ég á dálítið erfitt með að knúsa hana og kyssa frá þér þar sem hún býr í Sjanghæ en ég skal skila kveðju.

Helga Magnúsdóttir, 17.9.2008 kl. 22:50

16 Smámynd: Hulla Dan

Ohhh mig langadi alltaf svo ad vera tvíburi.
Seinna tegar ég gerdi mér grein fyrir ad ég hefdi ekki verid adskilin vid fædingu fór mig ad langa til ad eignast tvíbura.
Núna langar mig svo til tess ad verda amma tvíbura, en børnin mín eru ekki á sama máli.
Tú ert heppin kona

Hulla Dan, 17.9.2008 kl. 23:34

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk.  Mér þykir vænt um Svanhildi.

Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 00:03

18 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Til hamingju með þessa fjörkálfa, systur þínar. Þær eru kannski farnar að róast núna? Góða helgi.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.9.2008 kl. 17:45

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með systur þínar Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 15:35

20 identicon

hahahahaha, til lukku með systur þínar!!

alva (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 58898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband