22.9.2008 | 13:33
Fatlaða stúlkan í siglingunni
Þegar við fjölskyldan vorum í siglingunni var alltaf borðað á sama tíma, maður sat alltaf við sama borðið með sama fólkinu og hafði sömu þjónana. Þetta var æðislegt. Maturinn um borð var sá besti sem við höfðum nokkru sinni bragðað og brá aldrei út af því. Alltaf öðru hverju voru svokallaðir formlegir skipstjórakvöldverðir. Þá mættu konurnar í síðkjólum og karlarnir í jakkafötum eða smóking. Úlfar passar vitanlega engin veginn í fermingarfötin sín lengur svo við leigðum á hann smóking og lakkskó og hann var eins og greifi þessi elska, svo flottur. Þetta er bara svona til að útskýra það sem færslan á raunverulega að fjalla um.
Á næsta borði við okkur voru hjón um fimmtugt með mjög fatlaða dóttur sína. Hún var algjörlega lömuð, hélt ekki höfði og þau mötuðu hana á mauki þannig að greinilegt var að hún gat ekki tuggið eða kyngt venjulegum mat. Hún hefur verið svona á milli tvítugs og þrítugs. Það var engan veginn hægt að sjá hvort hún skynjaði það sem í kringum hana var eða ekki. En það var svo ótrúlega fallegt að sjá hvað foreldrar hennar hugsuðu vel um hana. Þegar formlegu kvöldverðirnir voru var hún alltaf fínust af öllum, í ótrúlega flottum kjólum, með blóm í hárinu og vel máluð. Þau töluðu líka viðstöðulaust við hana og komu fram við hana eins og væri alheilbrigð, það er að segja fyrir utan það að mata hana.
Í skoðunarferðum voru þau iðin við að benda henni á það sem fyrir augu bar þó svo að þau þyrftu að snúa á henni höfðinu til að hún kæmi auga á það. Þau gengu með okkur hinum á söfnum og alls staðar þar sem fært var fyrir hjólastól og voru ákveðin í því að hún missti ekki af neinu sem við vorum að skoða. Þau voru með hana á tónleikum og sýningum á kvöldin. Ég hugsa að fáir ef nokkrir af farþegunum hafi tekið jafnríkulegan þátt í öllu sem var að gerast og þau.
Ég gat ekki annað en hugsað um hvað þessi stúlka væri ótrúlega heppin að hafa eignast þessi hjón fyrir foreldra. Ég held að ég hafi aldrei áður orðið vitni að þvílíkri ást og umhyggju. Þau kenndu manni svo sannarlega að meta það að eiga heilbrigð börn.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff þessi frásögn bjargar deginum.
Skelfilega er til mikið af góðu fólki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 14:30
Flott fjölskylda
Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2008 kl. 16:31
Já maður má sannarlega þakka fyrir að eiga heilbrigð börn. Falleg saga sem flestir ættu að heyra.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.9.2008 kl. 16:58
falleg frásögn af góðu fólki
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 17:08
M, 22.9.2008 kl. 17:38
Ó mæ, yndisleg frásögn . Mikið er hún heppin með foreldra þessi stúlka
Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 18:16
En falleg frásøgn. Mikid er hún heppin ad eiga svona foreldra.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 22.9.2008 kl. 21:03
já, sem betur fer er til nóg af góðu fólki líka í veröldinni!
alva (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 23:35
Já munum bara eftir því hvað við höfum það gott sem erum "nokkurn veiginn heilbrigð", var einmitt að horfa á þátt í sjónvarpinu í gærkveldi um börn sem eldast hratt, það var bara sorglegt, en falleg eru þau
Kristín Gunnarsdóttir, 23.9.2008 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.