23.9.2008 | 17:15
Ég bý með He-Man!
Við hjónin horfðum á Kompásþáttinn í gærkvöldi eins og hálf þjóðin. Þegar kom að því að handrukkarinn réðst á fórnarlambið og lét höggin og spörkin dynja á því, kveinkaði mannauminginn sér vitanlega. Þá heyrðist með megnustu fyrirlitningu frá tveggja metra togarajaxlinum fyrrverandi: "Hvað er hann að væla eins og kelling?" Mér svelgdist á kókinu mínu og hugsaði með mér að það hafi verið eins gott að hann var úti á sjó þegar Úlfar fæddist. Ég held nefnilega að við þær viðstæður hafi ég leyft mér að væla aðeins, eiginlega svona eins og kelling sko. Ekki má maður láta standa sig að slíku.
Það má þó telja honum til tekna að eftir að hafa verið viðstöðulaust kvalinn efir alvarleg slys í átta ár hefur hann ekki kvartað einu sinni. Aldrei. Svona kallar hafa kannski afsökun fyrir því að vera svolítið macho.
Svo er hann einstaklega liðtækur í því að hrósa mér og slá mér gullhamra. Þegar við kynntumst var ég með slétt hár niður á mitt bak. Þegar við vorum nýgift tók ég mig til og fékk mér permanent í þetta síða hár og fannst ég algjört æði. Þegar He-Man kom í land var það vitanlega fyrsta sem ég gerði að spyrja hann hvað honum fyndist um nýju hárgreiðsluna. Hann horfði á mig smástund og sagði: "Þú gætir fengið hlutverk í kvikmynd." Ég uppveðraðist öll vegna þessara orða sem ég taldi hrós. En þá bætti ástmögurinn við: "Þú gætir leikið tannburstann í Karíus og Baktus."
Svo mörg voru þau orð.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 58898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heheheheh! Ég þekki einn sem gæti leikið Karíus. Við ættum kannski bara að skella upp sýningu?
Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2008 kl. 17:36
Djís..þessi kall þinn er alveg met ! Andsk....nú hló ég eins og fíbbl..
Fyrirgefðu Helga mín
Ragnheiður , 23.9.2008 kl. 18:08
en mikið hlýtur hann að vera gamansamur, þú ert jú ennþá með honum.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2008 kl. 18:58
Hahaha, þið hafið greinilega húmor fyrir ykkur sjálfum og hvort öðru
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:49
Góður. Hahaha,
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 21:39
hehe, frábær!!!!!!!!!!!!!!!
alva (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 00:16
Hahahaha góður.
Helga skjol, 24.9.2008 kl. 06:53
Þið eruð örugglega góð saman
Kristín Gunnarsdóttir, 24.9.2008 kl. 10:47
Hahahahaha!
The Odd Couple!
Úlfar, sonur þinn (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 00:27
Thid erud thvílíkt fyndin bædi tvø .... takk fyrir thessa søgu.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 3.10.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.