Til hamingju tengdafeðgin

Maðurinn minn og tengdadóttir eiga afmæli í dag. Hún er 36 ára og hann er 48 ára. Þau eru bæði alveg rosalega ágæt og sýna hvað við Styrmir erum snjöll við að næla okkur í maka. Allavega svona í seinni umferð.

Undanfarin ár höfum við Stjáni alltaf boðið Styrmi og Maju út að borða í tilefni af afmælinu þeirra, flott að geta skellt því bara svona saman. Nú er svo komið að við höfum ekki efni á því. Það er barasta fáránlegt hvað allt er orðið dýrt. Í staðinn fyrir að fara út að borða á einhvern huggulegan stað get ég í besta falli splæst á þau einni bloggfærslu.

Stjáni keyrði mig í vinnuna fyrir bráðum 12 tímum. Ég fattaði ekki hvaða dagur er fyrr en ég las frétt um Yoko og John og friðarsjóðinn, John á nefnilega líka afmæli í dag. Ég ætla ekkert að hringja í Stjána til að óska honum til hamingju. Finnst hálfhallærislegt að óska manninum mínum til hamingju með daginn í gegnum síma. Hann les ekki blogg, ekki einu sinni mitt, svo að ég þarf engar áhyggjur að hafa að hann laumist hér inn og sjái ótímabærar hamingjuóskir. En ég ætla að hringja í hana Maju mína sem er yndisleg tengdadóttir og hefur gefið mér tvær frábærlega fallegar og vel gerðar sonardætur. Hún á heiður skilinn fyrir það.

Kannski að maður splæsi í að fara út að borða annað kvöld? Er maður ekki alveg jafndauður þótt maður skelli sér út að borða svona endrum og eins? Eða hvað? Vorum að fá kreditkortareikningana fyrir utanlandsferðina í ágúst. Merkilegt hvað þessi kort spænast upp í útlöndum. Æ, ég sé bara til. Mér finnst samt þau alveg eiga skilið að fá smádekur í tilefni dagsins. Þessar elskur. Ætla að sofa á því.

Allavega óska ég þeim báðum til hamingju með daginn og vonandi eiga þau eftir að eiga marga góða afmælisdaga. Heart Wizard Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Innilega til hamingju með fólkið þitt (og Lennon).

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með bóndann, tengdó og Lennon

Sigrún Jónsdóttir, 9.10.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Til hamingju með þau bæði  Það þarf ekkert endilega að kosta nein ósköp að gera sér dagamun. Það má alltaf elda fína máltíð heima og kveikja á kertum. Kossar knús og faðmlög kosta líka ekkert

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.10.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þar er satt, Sigrún. Reyndi að hringja í Maju en hún var í skólanum og Styrmir minn að vinna. Var ég búin að segja ykkur að hann fékk fína vinnu sem tæknimaður hjá Actavis? Kannski að við Stjáni gamli bjóðum þeim í mat á morgun.

Helga Magnúsdóttir, 9.10.2008 kl. 22:41

5 identicon

Til hamingju með þau bæði, já, að bjóða í mat er svo kósý :)

alva (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 22:46

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Flott að Styrmir fékk góða vinnu. Til hamingju með það.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.10.2008 kl. 01:22

7 Smámynd: Kallý

Til hamingju með Stjána og Maju!!

Þú getur bakað handa þeim köku, það er ekkert dýrt

Kallý, 10.10.2008 kl. 09:09

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Til hamíngju með þitt fólk Helga mín

Kristín Gunnarsdóttir, 10.10.2008 kl. 10:25

9 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Já Helga til hamingju með þau bæði og það er rétt..elda góðan mat heima og hafa það notarlegt saman þarf ekki að setja mann á hausinn..og er oft miklu persónulegra

Njótið dagsins 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 10.10.2008 kl. 13:12

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með þau bæði í gær! Nei þú varst ekki búin að segja frá því að hann hefði fengið vinnu. Flott hjá honum!!

Mæli með því að þið splæsið á ykkur út að borða! Mér sýnist að það skipti ekki öllu!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.10.2008 kl. 13:13

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já og síðast en ekki síst! Til hamingju með John

Hrönn Sigurðardóttir, 10.10.2008 kl. 13:14

12 Smámynd: M

Til hamingju með þau bæði.

Njótið dagsins hvernig sem er

M, 10.10.2008 kl. 13:53

13 identicon

Hæhæ. Til hamingju með big brother. Rosalega er gott að vera yngstur mér líður ennþá eins og ég hafi fermdst í gær.

Kveðja Valdi

valdi (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 17:37

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með manninn, tengdadótturina og sjálfa þig.  Já það er rétt, kreditkortinn verða rjúkandi rúst í útlöndum, þá manni finnist maður ekkert kaupa  Knús á þig Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2008 kl. 23:27

15 identicon

 Er enn að lesa bloggið þitt af og til.  held að þú kunnir að meta þennan brandara eftir allt Visa sukkið.

Gamla fólkið á elliheimili úti á landi var orðið afar þrúgað og meðtekið af efnahagsbölsýnisíbyljunni í fjölmiðlunum.

Forstöðukonan hafði sverar áhyggjur af þessu.

Í morgun var leikfimi á heimilinu. Forstöðukonan bað íþróttafræðinginn að vera nú heldur á léttu nótunum og fyrir alla muni ekki minnast á efnahagsmál eða þrengingar.

Þetta væri alveg að fara með gamla fólkið.

Íþróttafræðingurinn sagði það ekki nema sjálfsagt.

Svona hóf hann tímann:

"Kæru vinir! Í dag byrjum við á mjög léttri æfingu. Við réttum hendur út frá hliðunum, beygjum olnbogana og bönkum flötum lófum létt á bringuna, síðan réttum við úr höndunum og kreppum snöggt hnefana og endurtökum allt aftur og aftur," og svo hrópaði hann:

"Koma svo! Banka - kreppa, banka - kreppa, banka - krep

Simbi Sæfari (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 11:14

16 Smámynd: Helga skjol

Til hamingju með fólkið þitt mín kæra þó það sé 2 dögum á eftir áætlun

Helga skjol, 11.10.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 58898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband