Ég er alveg öskureið

Eins og fram hefur komið slasaðist maðurinn minn mjög illa til sjós fyrir 8 árum og hefur verið öryrki síðan. Við það skertust tekjur okkar fjölskyldunnar um 75% einn, tveir og þrír. Hann fékk síðan skaðabætur eftir dúk og disk. Við ákváðum að nota peningana til að gera það við gamla húsið okkar sem þurfti að gera og ferðast svo og njóta lífsins.

Margir í kringum okkur voru hneykslaðir á að við skyldum ekki kaupa okkur stærra og flottara húsnæði en okkur líður bara vel þar sem við erum, þó gamalt sé. Sem betur fer eyddum við ekki í meira og stærra húsnæði því við hefðum þá líklega orðið að taka lán. Við fjárfestum peningana eftir ráðleggingum bankans okkar og hefur það til þessa bara verið allt í lagi. Þangað til núna. Núna er allt horfið sem við áttum eftir. Hlutabréfin bara fuðruðu upp og það sem við áttum á reikningi hefur vitanlega gufað upp með gengisfallinu. Ég er í rauninni alveg rosalega fegin hvað við höfum eytt miklu í "vitleysu" eins og sumir vildu meina, það er ferðast víða og skemmt okkur vel fjölskyldan. Ef við hefðum verið "hagsýn" og lúrt á peningunum hefðum við bara tapað ennþá meiru. Við búum sem sagt ekki flott, erum ekki á flottum eða rándýrum bíl, eigum bara einn bíl, tókum ekki þátt í neyslubrjálæðinu nema að endurnýja það sem þurft hefur og ferðast, samt er allt horfið.

Það er samt einn ljós blettur í þessu öllu saman. Fyrir tíu árum keypti frænka mín sér íbúð í London. Ég tók fyrir hana lífeyrissjóðslán sem við höfum borgað af hérna heima en hún borgað inn á sparnaðarreikning fyrir okkur í Englandi á móti. Nú er þetta svo til það eina sem við eigum eftir, fyrir utan íbúðina og bílinn. Ef þetta verður ekki fryst eins og eigur Íslendinga á Bretlandi.

Lífeyrissjóðirnir tóku á sig þungt högg í þessum hremmingum öllum, þannig að líklega munu bæturnar sem maðurinn minn fær minnka fljótlega. Á meðan eru allir pótintátarnir á margföldum eftirlaunum sem skerðast ekki um krónu. Ætlaði Samfylkingin ekki að ganga í að fá þeim lögum breytt ef hún kæmist til valda? Ég kaus Samfylkinguna en ætla að kjósa vinstri græna næst. Það kemur ekkert annað til greina.

Nú skiljið þið væntanlega vælutóninn í afmælisblogginu. Ég er ekki alveg búin að jafna mig á þessu öllu saman. En ég er reið, alveg öskureið, og finnst ég hafa fulla ástæðu til að vera það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ömurlegt að heyra þetta, elsku Helga mín. Ég er brjáluð fyrir þína hönd og Stjána. Ef ég hefði átt pening þá hefði ég lagt hann inn á svona sjóð/hlutabréf til að sýna ábyrgð í fjármálum mínum en þannig hefur áróðurinn verið undanfarin ár. Gott að heyra að þið hafið þó náð að eyða einhverju í "vitleysu". Þú hefur fulla ástæðu til að vera reið, bálreið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.10.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vitaskuld hefur þú fulla ástæðu til að vera öskureið! Óska ykkur til hamingju með að hafa eytt í vitleysuna

Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ljótt að heyra og ég samhryggist þér og öllu því venjulega fólki sem sárasaklaust situr nú uppi með sárt ennið vegna síns sparnaðs.

Vonandi fæst eitthvað til baka af þessu.

Og gott hjá þér að eyða í lífið en ekki steinsteypu.  Þú ert kona að mínu skapi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 12.10.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: Ragnheiður

Knús á þig, ég seldi bréfin mín (sem betur fer) þegar maðurinn minn vildi fá sér nýjan bíl. Bílinn seldum við í hittifyrra, hann var með erlendu láni. Nú átti ég bara pínulítinn pening í sjóði 9- mannstu þessum aaaaalveg örugga !!!

Rats...

Knús Helga mín...þetta er djöfullegt.

(var í samveru með þínum fyrrum vinnufélögum, lögreglukórinn söng í kvöld fyrir mig og aðra í Laugarneskirkju)

Ragnheiður , 12.10.2008 kl. 22:27

6 Smámynd: M

Skil vel reiði þína Helga

Er sjálf með kröfulán og veit ekkert hvað verður.

M, 12.10.2008 kl. 23:12

7 Smámynd: M

körfulán átti þetta að vera hjá mér.

M, 13.10.2008 kl. 09:31

8 identicon

já, hrikalegt, ég skil þig vel, það eru margir í þessum sporum núna

alva (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 09:43

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Mikið skil ég vel þína reiði, ég yrði sko örugglega mikið meira en brjáluð. Hvernig er hægt að fara svona með fólk, þið eigið sko alla mína samúð Helga mím

Kristín Gunnarsdóttir, 13.10.2008 kl. 09:43

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þetta er bara ömurlegt. Ég þekki fleiri sem lentu í þessu. Gott að þið voruð búin að eyða einhverju af þessu, það situr eitthvað eftir þar. Við verðum að nýta þessa reynslu til að læra af, þó dýrkeypt sé.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.10.2008 kl. 12:22

11 Smámynd: Hulla Dan

Ég knúsa þig bara í örvæntingu minni

Hulla Dan, 13.10.2008 kl. 18:58

12 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:19

13 identicon

Mæl þú manna heilust. Láttum samt ekki blekkjast af því sem Valgerður Bjarnadóttir kallaði "hina miklu smjörklípu":

 "Hneykslið er að eftirlaun ráðamanna, ráðherra og þingmanna (og hæstaréttardómara sem bætt var í hópinn - líklega sem smáskammtasmjörklíputrikki) eru í öðru sólkerfi en við hin. Það er þessu sem þarf að breyta en ekki hvenær hinir útvöldu byrja að notfæra sér þessi réttindi sem þeir hafa skammtað sér með ólögum."

Steingrímur J. Sigfússon er því miður heillaður af þessari smjörklípu einnig. En Ögmundur stendur að vísu í lappirnar.

Kjarni málsins er sá að þingmenn og ráðherrar eiga búa við sömu réttindi og aðrir opinberir starfsmenn. Þess vegna dugir ekki að færa lífeyrisforréttindi þeirra aftur í fyrra horf. Forréttindin á að afnema, enda engin rök fyrir þeim. Þau vitna bara um aðstöðu fólks til að hlaða undir sig. Og siðleysi.

Hér er grein Valgerðar:  http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1112177

Rómverji (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 58898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband