Hvar er Úllinn minn?

Um helgina var vinnuhelgi hjá mér. Nú er ég á kvöldvakt. Ég hef varla séđ Úllann minn síđan í síđustu viku. Ég er sofandi ţegar hann fer í skólann. Hann kemur heim um ţađ leyti sem ég er ađ fara í vinnuna eđa er farin. Ég sakna hans.

Hann er alveg á útopnu ţessa dagana. Á kafi í stuttmyndagerđ í skólanum og öđru félagsstarfi. Um daginn á Degi erlendra tungumála tók hann ţátt í keppni um bestu örsöguna á ensku. Hann fékk önnur verđlaun, snillingur ţessi drengur. Svo kynntist hann einhverjum krökkum í Háteigsskóla. Krökkunum fannst hann svo skemmtilegur ađ nú er búiđ ađ ráđa hann sem kynni á stuttmyndahátíđ í Háteigsskóla. Krakkarnir fóru til skólastjórans og fengu leyfi til ađ ráđa kynni utan skólans. Einn galli samt, Úlli hefur ekki hugmynd um hvar Háteigsskóli er. Viđ verđum ađ fara ađ vinna í ţví.

Svo er síminn til hans í 90% tilfella sem síminn hringir. Hann fer ţó alveg eftir ţví ađ koma ekki seinna heim en klukkan 12. Hringir alltaf og lćtur vita hvar hann er. Ennţá.

Ég sé samt svo mörg merki um ađ hreiđurböggullinn minn er ađ verđa stór. Verđ ađ nota tímann á međan hann er enn "barn". Áđur en ég veit af verđur hann orđinn fullorđinn og fluttur ađ heiman. Fć léttan sting í hjartađ ţegar ég hugsa um ţađ. Nota tímann. Nota tímann.

Í sambandi viđ ađ hann flytji ađ heiman verđ ég ađ segja einn brandara af prinsinum mínum. Hann var 4 ára ţegar Styrmir flutti ađ heiman. Úlli spurđi af hverju hann vćri fluttur. Ég sagđi honum ađ ţegar strákar vćru orđnir stórir trúlofuđu ţeir sig og flyttu i Hafnarfjörđ. Hann hugsađi sig um smástund og sagđi svo: "Heldurđu nokkuđ ađ pabbi fari ađ trúlofa sig og flytja í Hafnarfjörđ?" Leit greinilega á pabba sinn sem ţriđja strákinn á heimilinu.

Augasteinninn minn er ţvílík "gull og gersemi, gimsteinn elsku ríkur, hann er djásn og dýrmćti, Drottni sjálfum líkur" (Sölvi Helgason). Ćtla ađ kyssa hann ţegar ég kem heim hvort sem hann verđur vakandi eđa sofandi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Ţorbjörnsdóttir

Ég fékk hláturskast yfir hugsanlegri trúlofun pabbans  Ég skil vel ađ hann hafi veriđ ráđinn ef hann er svona skemmtilegur eins og mamma hans. En satt segirđu međ tímann, hann líđur hratt og börnin fljúga úr hreiđrinu áđur en mađur veit af. En ţá bara heimsćkir ţú hreiđriđ hans ţegar ţar ađ kemur. Vonandi nćrđu ađ kyssa hann og knúsa heilmikiđ í kvöld.

Sigrún Ţorbjörnsdóttir, 14.10.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Vonandi áttar hann sig á ţví líka hverlags gull og gersemi mamma hans er!

Hrönn Sigurđardóttir, 14.10.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Mér hlýnar bara um hjartarćturnar af ad lesa thessa fćrslu. Hann hefur thad gott stóri strákurinn thinn, er hann brádum á leidinni til Hafnafjardar?

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 14.10.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndisleg fćrsla og kómísk

Sigrún Jónsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Ragnheiđur

Hehehe já í Hafnarfjörđ..ţađ vill til ađ Bjössi minn fer ţá ekki langt ađ heiman..

Hann er moli hann Úlli

Ragnheiđur , 15.10.2008 kl. 00:49

6 Smámynd: Helga skjol

Yndisleg fćrsla

Helga skjol, 15.10.2008 kl. 06:12

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góđur, ţessi međ pabban. Hann er greinilega yndislegur ţessi strákur ykkar

Kristín Gunnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 07:13

8 Smámynd: Heiđur Ţórunn Sverrisdóttir

Falleg fćsla og ég gat líka eins og fleyri hlegiđ yfir trúlofun pabbans...

kveđja til ţín 

Heiđur Ţórunn Sverrisdóttir, 15.10.2008 kl. 09:18

9 Smámynd: Hulla Dan

 snillingur ađ venju.

Knús á ţig

Hulla Dan, 15.10.2008 kl. 10:23

10 Smámynd: M

M, 15.10.2008 kl. 12:18

11 Smámynd: Tiger

Já Helga mín, ljúf og falleg fćrsla - og svo ástúđleg! Fallegt hjartalag ţitt til unganna ţinna er augljóst og virđingavert! Ţađ mćttu margar konur/menn eđa foreldrar taka ţig sér til fyrirmyndar!

Knús í ţitt hreiđur skottiđ mitt ...

Tiger, 15.10.2008 kl. 20:21

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ć já elsku Helga mín, ţau vaxa manni upp fyrir höfuđ áđur en viđ vitum af ţessar elskur.  Yndisleg fćrsla knús á ţig.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 15.10.2008 kl. 20:49

13 Smámynd: Kristín Björg Ţorsteinsdóttir

Ţetta hef ég alltaf sagt - hann Úlli er yndislegur.

Ţađ er ekkert smá mikiđ fjör hjá krökkunum okkar ţessa dagana í Skrekk. Mínar báđar međ og alsćlar. Og mikill metnađur í höfundunum Úlla og Steinari!

Kristín Björg Ţorsteinsdóttir, 16.10.2008 kl. 10:45

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Já, Kristín Björg, viđ megum svo sannarlega vera stoltar, ţú af stelpunum ţínum og ég af strákunum mínum.

Helga Magnúsdóttir, 16.10.2008 kl. 11:35

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju međ ţennan klára strák.

Ég veit ekki hvar Háteigsskóli er (ćfingadeildin?).

Og ég sem er borin og barnfćddur Reykvíkingur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 12:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband