Hvar er Úllinn minn?

Um helgina var vinnuhelgi hjá mér. Nú er ég á kvöldvakt. Ég hef varla séð Úllann minn síðan í síðustu viku. Ég er sofandi þegar hann fer í skólann. Hann kemur heim um það leyti sem ég er að fara í vinnuna eða er farin. Ég sakna hans.

Hann er alveg á útopnu þessa dagana. Á kafi í stuttmyndagerð í skólanum og öðru félagsstarfi. Um daginn á Degi erlendra tungumála tók hann þátt í keppni um bestu örsöguna á ensku. Hann fékk önnur verðlaun, snillingur þessi drengur. Svo kynntist hann einhverjum krökkum í Háteigsskóla. Krökkunum fannst hann svo skemmtilegur að nú er búið að ráða hann sem kynni á stuttmyndahátíð í Háteigsskóla. Krakkarnir fóru til skólastjórans og fengu leyfi til að ráða kynni utan skólans. Einn galli samt, Úlli hefur ekki hugmynd um hvar Háteigsskóli er. Við verðum að fara að vinna í því.

Svo er síminn til hans í 90% tilfella sem síminn hringir. Hann fer þó alveg eftir því að koma ekki seinna heim en klukkan 12. Hringir alltaf og lætur vita hvar hann er. Ennþá.

Ég sé samt svo mörg merki um að hreiðurböggullinn minn er að verða stór. Verð að nota tímann á meðan hann er enn "barn". Áður en ég veit af verður hann orðinn fullorðinn og fluttur að heiman. Fæ léttan sting í hjartað þegar ég hugsa um það. Nota tímann. Nota tímann.

Í sambandi við að hann flytji að heiman verð ég að segja einn brandara af prinsinum mínum. Hann var 4 ára þegar Styrmir flutti að heiman. Úlli spurði af hverju hann væri fluttur. Ég sagði honum að þegar strákar væru orðnir stórir trúlofuðu þeir sig og flyttu i Hafnarfjörð. Hann hugsaði sig um smástund og sagði svo: "Heldurðu nokkuð að pabbi fari að trúlofa sig og flytja í Hafnarfjörð?" Leit greinilega á pabba sinn sem þriðja strákinn á heimilinu.

Augasteinninn minn er þvílík "gull og gersemi, gimsteinn elsku ríkur, hann er djásn og dýrmæti, Drottni sjálfum líkur" (Sölvi Helgason). Ætla að kyssa hann þegar ég kem heim hvort sem hann verður vakandi eða sofandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég fékk hláturskast yfir hugsanlegri trúlofun pabbans  Ég skil vel að hann hafi verið ráðinn ef hann er svona skemmtilegur eins og mamma hans. En satt segirðu með tímann, hann líður hratt og börnin fljúga úr hreiðrinu áður en maður veit af. En þá bara heimsækir þú hreiðrið hans þegar þar að kemur. Vonandi nærðu að kyssa hann og knúsa heilmikið í kvöld.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.10.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vonandi áttar hann sig á því líka hverlags gull og gersemi mamma hans er!

Hrönn Sigurðardóttir, 14.10.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Mér hlýnar bara um hjartaræturnar af ad lesa thessa færslu. Hann hefur thad gott stóri strákurinn thinn, er hann brádum á leidinni til Hafnafjardar?

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 14.10.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndisleg færsla og kómísk

Sigrún Jónsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe já í Hafnarfjörð..það vill til að Bjössi minn fer þá ekki langt að heiman..

Hann er moli hann Úlli

Ragnheiður , 15.10.2008 kl. 00:49

6 Smámynd: Helga skjol

Yndisleg færsla

Helga skjol, 15.10.2008 kl. 06:12

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góður, þessi með pabban. Hann er greinilega yndislegur þessi strákur ykkar

Kristín Gunnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 07:13

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Falleg fæsla og ég gat líka eins og fleyri hlegið yfir trúlofun pabbans...

kveðja til þín 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.10.2008 kl. 09:18

9 Smámynd: Hulla Dan

 snillingur að venju.

Knús á þig

Hulla Dan, 15.10.2008 kl. 10:23

10 Smámynd: M

M, 15.10.2008 kl. 12:18

11 Smámynd: Tiger

Já Helga mín, ljúf og falleg færsla - og svo ástúðleg! Fallegt hjartalag þitt til unganna þinna er augljóst og virðingavert! Það mættu margar konur/menn eða foreldrar taka þig sér til fyrirmyndar!

Knús í þitt hreiður skottið mitt ...

Tiger, 15.10.2008 kl. 20:21

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ já elsku Helga mín, þau vaxa manni upp fyrir höfuð áður en við vitum af þessar elskur.  Yndisleg færsla knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 20:49

13 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þetta hef ég alltaf sagt - hann Úlli er yndislegur.

Það er ekkert smá mikið fjör hjá krökkunum okkar þessa dagana í Skrekk. Mínar báðar með og alsælar. Og mikill metnaður í höfundunum Úlla og Steinari!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 16.10.2008 kl. 10:45

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Já, Kristín Björg, við megum svo sannarlega vera stoltar, þú af stelpunum þínum og ég af strákunum mínum.

Helga Magnúsdóttir, 16.10.2008 kl. 11:35

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með þennan klára strák.

Ég veit ekki hvar Háteigsskóli er (æfingadeildin?).

Og ég sem er borin og barnfæddur Reykvíkingur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 58898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband