Hvern fjandann er fólkið að meina?

Starfs míns vegna neyðist ég til að lesa kreppufréttir daginn út og daginn inn. Auðvitað finnst mér þetta alveg hræðilegt og allt það en það er eitt sem ég skil ekki. Flestir tala um að nú sé kominn tími til að sinna börnunum sínum, fjölskyldu og vinum. Hvað í andskotanum heldur þetta fólk að íslenskur almenningur hafi haft fyrir stafni? Skyldi það ætla að við höfum verið viti okkar fjær og stigið trylltan dans í kringum gullkálfinn á meðan börnin okkar, vinir og ættingjar lágu óbættir hjá garði? Umkomulausir og einmana þar sem enginn hafði nokkurn tíma fyrir þá?

Ég sjálf og allir sem ég þekki hafa nú verið uppteknir af því að vinna fyrir sér, að vísu ekki að vinna fyrir bankastjóralaunum heldur bara svona til að eiga fyrir salti í grautinn. Þessi sauðsvarti almúgi sem ég þekki hefur bara hugsað vel um börnin sín, takk fyrir. Hringt í vini og ættingja og heimsótt þá jafnvel ef sérlega vel hefur legið á fólki.

Mér finnst þessi umræða gjörsamlega fáránleg. Það er verið að slá ryki í augun á okkur með því að við getum nú gert svo margt gott og nytsamlegt þótt búið sé að ræna okkur aleigunni og marga starfinu. Nú þakkar maður fyrir það helst að hafa þó vinnu. Það er verið að koma inn hjá okkur samviskubiti, að við höfum nú ekki hugsað sem best um þá sem næst okkur standa. Nú þegar við erum orðin atvinnulaus og blönk getum við allavega gefið okkur tíma að sinna börnunum í stað þess að æsa okkur yfir því að það sé búið að svipta okkur aleigunni og atvinnunni. Við eigum nefnilega ekkert að vera að velta okkur upp úr því hver sé ástæðan fyrir þessum hremmingum, við erum hvort eð er svo vitlaus að við munum aldrei geta skilið að þetta var eiginlega alveg óvart og mönnum í útlöndum að kenna. Hvað er svo sem að marka einhverja aumingja sem eiga ekki einu sinni part í þyrlu?

Ég fyrir mína parta ætla að halda áfram að sinna börnunum mínum, ættingjum og vinum. En ég ætla líka að vera reið, alveg fjúkandi vond, og ekki hætta fyrr en ég hef fengið svör við því hvernig í andskotanum allt gat farið hér til helvítis á einni nóttu.

Afsakið orðbragðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Djöfull er ég sammála þér (fyrigefið orðbragðið )

M, 16.10.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er líka algjörlega djöfuls helvíti sammála þér.  Úje.

Meira ruglið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég er þér svo hjartanlega sammála, við eigum rétt á að fá einhver svör

Kristín Gunnarsdóttir, 16.10.2008 kl. 17:52

4 Smámynd: Helga skjol

Mikið djöfulli helvíti er ég sammála þér ( afsakið orðbragðið ) mér finnst að þessi pistill þinn eigi heima sem grein í blaði og ég mæli eindregið með því að henni verði komið þangað, því þetta er svo mikið satt og rétt hjá þér.

Knús á þig

Helga skjol, 16.10.2008 kl. 18:27

5 Smámynd: Ragnheiður

ég hef verið í því að sinna ættingjum og vinum og líður, þegar ég les þetta, eins og ég hafi ekki gert nóg af því. Gullkálfshelvítið sá ég aldrei en það má ég hafa eins og hinir, borga núna útfararkostnað á kvikindinu eða förgun eða hvað þetta nú er.

ég hef vinnu og báðar, en í báðum dregst óhugnanlega mikið saman meðan allt sem tilheyrir þessu magnast upp og verður æ dýrara.

Fólk missir vinnuna og hvað á að gera? Sitja bara þá hjá ömmunni á elliheimilinu?

Ragnheiður , 16.10.2008 kl. 18:51

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....já! Og kannski líkar manni ekki einu sinni við hana.......... ömmuna sko

Hrönn Sigurðardóttir, 16.10.2008 kl. 19:34

7 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Vel skrifad hjá thér og alveg rétt.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 16.10.2008 kl. 21:11

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mikið asskoti kemur þú þessu vitrænt frá þér.  Sammála hverju orði

Sigrún Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 21:39

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég segi nú bara eins og nafna mín hér fyrir ofan, mikið afskaplega kemur þú þessu vitrænt frá þér! Hafðu góða helgina

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.10.2008 kl. 09:57

10 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 17.10.2008 kl. 12:34

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heyr, heyr! Þetta pirrar mig alveg rosalega. Ég hef sinnt syninum og köttunum óaðfinnanlega, tekið minn strætó í vinnuna og leyft góðærinu að sigla framhjá, samt hamingjusöm ... og nenni ekki að hlusta á svona kjaftæði sem dynur á manni núna. Trúarbrögðin virkuðu vel í gamla daga til að halda fólki á mottunni en nú á þetta að róa okkur!!! Æðislega djöfulli góð færsla!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.10.2008 kl. 00:21

12 identicon

Helga, af hverju kemur þú þessu pistli þínum ekki út með Alþingisfréttunum? Fjandakornið sem sem þetta fólk heldur að við séum fífl alltaf hreint. Sammála þér.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 09:22

13 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hjartanlega sammála.  Eins og sést hér að ofan talar þú fyrir munn margra -sem hafa bara verið nokkuð iðin við að knúsa sína í gegnum tíðina. 

Kannski þó síst fólkið, sem er búið að láta börnin sín ganga sjálfala í dýru merkjafötunum -án húslykils, þar sem ekki mátti óhreinka fínu mubblurnar meðan pabbi og mamma voru úti að græða aðeins meiri pening.

En nú þegar syrtir í álinn erum við allt í einu öll komin í sama bát ! 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.10.2008 kl. 15:26

14 identicon

Sammála

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:53

15 Smámynd: Hulla Dan

Ekkert að afsaka.
Eg skil þig bara svo vel.
Eg hef ekki lesið þessa grein en skil samt vel gremju ykkar.
Samt verð ég að segja þér... Og þetta er alls ekki gagnrýni eða illa meint. En ég hef aldrei haft eins góðan tíma með mínum börnum eins og eftir að ég flutti hingað út fyrir tæpum 5 árum síðan.
Gat allt í einu farið að vinna 28 tíma á viku í stað 50-70 tíma heima... Og samt náð endum saman.
Held ekki að það sé við vinnandi fólk á Íslandi að sakast. Maður einfaldlega hefur þurft að vinna og vinna til að ná endum saman. Og ég get ekki séð það sem neina lausn þó fólk missi vinnuna sína og geti verið meira heima við...
Argggg!!! Mikið rosalega get ég orðið pirruð þegar ég hugsa til þess!

Knús á ykkur

Hulla Dan, 22.10.2008 kl. 22:00

16 identicon

Varst þetta þú heillin, fékk þetta í tölvupósti í morgun og ekkert var skrifað hver samdi þessa snilld!! Auðvitað varst það þú :)

alva (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:37

17 identicon

hey þetta blogg þitt þykir svo gott... að það gengur um í e-mailum þessa dagana....
með fyrirsögninni.. þessi kona segir það sem við hin hugsum.....
mér finnst gaman af því.. og segi ég þekki þessa konu ég þekki þessa konu.....
mundu svo að hvernig sem fer þá er enn þá Þróttur í okkur íslendingum (hahahaheheheh)

en  lille hilsen fra alle Nielsen...

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 13:46

18 identicon

Ég er mjög stolt að segja "ég þekki hana alveg rosalega vel, hún er svo gasalega mikil frænka min"

fékk þessa frétt í e-maili

Linda frænka (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 22:38

19 identicon

Mikið djöfulli helvíti andskoti fjandi er þetta rétt hjá þér (þurfti að toppa alla aðra).
Þetta er frábærlega skrifuð grein sem ætti að birta í öllum fjölmiðlum landsins, ágætt wake-up call fyrir þessa vitleysinga.

Holti (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 01:56

20 identicon

Sammála!

Halldóra (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 17:50

21 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Útbreitt atvinnuleysi mun veita fólkinu tíma til að skipuleggja byltinguna.

Elías Halldór Ágústsson, 25.10.2008 kl. 19:33

22 Smámynd: Silfurhöndin

Sammála þessu.

Silfurhöndin, 26.10.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 58898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband