23.10.2008 | 12:30
Ég elska leikhús
Það er sagt að fólk fari sjaldan eins mikið í leikhús og í kreppu. Ég held að þetta hljóti að vera alveg satt því ég var að panta leikhúsmiða fyrir fjölskylduna og við fáum ekki miða fyrr en eftir sex vikur. Við ætlum að fara að sjá Fólkið í blokkinni og Hart í bak.
Mikið óskaplega hlakka ég til að sjá Hart í bak. Frá því ég var krakki hef ég verið sannfærð um að það hljóti að vera merkilegasta leikrit í heimi. Mamma og pabbi voru mikið leikhúsfólk og fóru oft þegar pabbi var í landi. En þegar ég var svona 6-7 ára var verið að sýna Hart í bak í Iðnó með Brynjólf Jóhannesson í aðalhlutverki. Það var mikið rætt um þetta leikrit og ágæti þess heima hjá mér. En það gekk ekkert að fá miða með skömmum fyrirvara þegar pabbi var heima. Svo mamma pantaði bara miða og svo kom pabbi heim morguninn fyrir sýningu þótt túrinn væri ekki búinn og þau fóru í leikhúsið um kvöldið og pabbi aftur út á sjó um nóttina. Að pabbi skyldi koma heim til að sjá tiltekið leikrit var þvílík tíðindi að mig hefur dreymt um þetta leikrit í bráðum 50 ár. Og loksins er komið að því. Svo fannst mér alltaf svo hátíðlegt þegar þau fóru í leikhús. Þá fór mamma í sparikjól og pels og pabbi í jakkaföt sem hann fór annars ekki í nema á jólunum. Alvöru viðburður á heimilinu og svo var farið að taka mann með og það var ennþá skemmtilegra að fá að sjá alvöru sýningar ekki bara barnaleikritin.
Ég ræð mér varla fyrir tilhlökkun að sjá Hart í bak. Loksins, loksins.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 58898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að fara í leikhús er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Sá Fló á skinni um daginn og það er bara snilldar skemmtun. Ég fer ca 4 sinnum á ári og væri alveg til í að fara oftar. Á núna gjafabrér í Borgarleikhúsið og á eftir að finna mér sýningu til að sjá. Góða skemmtun
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.10.2008 kl. 15:28
Ég sá það, hafði ekki vit til en skemmti mér samt konunglega. Elskaði Brynjólf.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 16:08
Það er örugglega gaman að sjá þetta verk, Helga mín,góða skemtun.
Kristín Gunnarsdóttir, 23.10.2008 kl. 17:46
Sá Hart í bak hér heima hjá LL. ansi skemmtilegt en það er frábært að fara í leikhús, lyftir andanum hátt. Knús á þig Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2008 kl. 20:55
Góða skemmtun, leikhús er mjög skemmtilegt.
Hafðu það sem best Kv Gleymmerei og Emma
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 23.10.2008 kl. 21:09
Oooo mig langar að sjá Hart í bak !
Ég set þetta á vetraráætlunina mína.
Ragnheiður , 23.10.2008 kl. 21:33
hahaha, ég man eftir þessu leikriti, Hart í bak þegar ég var lítil, mamma mín lék hlutverk í því í áhugamannaleikhúsi úti á landi...mér fannst glatað að hún væri að leika - átti bara að vera heima hjá okkur en ekki í þessu leikarastandi:)...en ég hef ekki séð stykkið, ætti kannski að fara að láta verða af því:)
alva (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 17:27
Mér var að berast fjöldatölvupóstur rétt í þessu en það er afrit af færslu þinni "hvern fjandann er fólkið að meina" Enda er þessi færslan þín frábær
M, 27.10.2008 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.