Fótaskortur á tungunni

Allir í minni fjölskyldu eru alveg ótrúlega mælskir og fljótfærir. Svo rammt kveður að þessu að við förum stundum fram úr okkur í öllum æsingnum við að komast nú örugglega að.

Amma mín fór einu sinni sem oftar í leikhús. Þegar hún kom heim sagði hún upprifin: "Mikið óskaplega er hann Lénharður leikrit gott fóget."

Pabbi minn blessaður var nú ekki sá alhandlagnasti þegar kom að því að flikka upp á eitthvað á heimilinu. Samt ákvað hann einu sinni að dúkleggja baðið. Fór í búð og keypti dúk og annað tilheyrandi og ætlaði svo að hefjast handa um kvöldið. Þá kom í ljós að honum hafði alveg láðst að kaupa dúkahníf. Hann lét það nú ekki aftra sér og ákvað að nota bara rakvélablað. Svo hófst hasarinn, pabbi kallaði á mömmu á fimm mínútna fresti til að biðja hana um að halda við þetta og aðstoða hann við hitt. Mamma varð að lokum þreytt á þessu og spurði pirruð hvort þau ættu ekki bara að fá dúkara daginn eftir. Þá móðgaðist pabbi og hreytti út úr sér: "Hvenær hefur þú séð dúkiblað með rakilagt?"

Kallý móðursystur minni þótti ákaflega góður bjór. Þetta var á þeim árum sem bara sjómenn í siglingum fengu bjór. Mágur hennar, hann Tobbi, fór í siglingu og Kallý tókst að plata út úr honum bjór. Þegar maðurinn hennar kom heim um kvöldið sagði hún hróðug: "Heldurðu að ég hafi ekki bjórað hann dobl um tobb!"

Ég og Matta systir fórum saman í sund og á eftir fórum við heim til hennar að fá okkur eitthvað að borða. Hún leitaði í ísskápnum og sagði svo: "Við getum auðvitað kjúklað í kaldan kroppling."

Þegar ég var svona 14-15 var Rán systurdóttir mín 6-7 ára. Einhvern tíma var ég að rella í pabba um eitthvað sem ég vildi fá. Þá kom Rán brunandi og sagði: "Ég líka, ég líka, afi má ég líka." Svo sneri hún sér að mér: "Helga, hvað varstu að biðja um?"

Svo einn að lokum, hann tengist ekki ættingjum mínum en er samt í miklu uppáhaldi hjá mér. Fyrir meira en 20 árum sinnaðist mér allverulega við kollega minn. Við lentum í hávaðarifrildi sem endaði með því að hann leit á mig alveg virkilega sár og sagði: "Mér sem hefur alltaf líkað svo vel við þig og svo ertu bara úlfur með lambhúshettu." Rifrildið endaði vitanlega í algjöru hláturkasti og enn man ég ekki út af hverju rifrildið var.

Þeir sem vilja fá skýringar á þessum ambögum hér að ofan geta beðið um þær í kommentakerfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ó ég sé mest eftir að hafa ekki skrifað upp slík mismæli eftir henni mömmu sálugu. Í svipin man ég bara eftir að hún kallaði mig einhverntímann : Grílsragning..!

Ég var ýmist kölluð Ragna eða gríslíngur...

Hugs..þarf að rifja meira upp.

Miklu betra að skrifa bara hérna í þínu skjóli, er eitthvað alveg lömuð og kem ekki upp orði á mínu bloggi

Ragnheiður , 27.10.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Ragnheiður

Þarna á vitanlega að standa : G R Í S L ragning

Ragnheiður , 27.10.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"úlfur með lambhúshettu...." Ég sver það ég græt af hlátri!

Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 22:45

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

 Ég lenti í því einu sinni að allt dekkið fór úr loftinu hjá mér. Það er svona þegar maður verður ólamáða...eða kannski óðamála!

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 27.10.2008 kl. 23:26

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábært. 

Sigrún Jónsdóttir, 27.10.2008 kl. 23:29

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég græt líka úr hlátri.

Skýringar óþarfar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 23:30

7 identicon

já...alltaf gott að kjúkla í kaldan kroppling

Ég man eftir fólki sem heita Rósa og Sassi ( kölluð þessum ósköpum ) það var stundum ruglast og talað um Sósu og Rassa....

alva (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 23:33

8 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Frábært, ég skellihló.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 28.10.2008 kl. 00:14

9 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

 Að hneppa hrossið - það gerist stundum hjá mér. 

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 28.10.2008 kl. 15:38

10 identicon

.Kona ein sem bjó úti á landi kom æðandi í hús þar sem konur sátu að kaffidrykkju.Hún var óðamála og var að segja fréttir af manni sem var fluttur suður með sjúkrabíl á spítala.BANK,BANK.hurð rifinn upp og hrópað stelpur ,stelpur vitiði bara hvað ?????? Hann Gulli Gull var suddaður fluður

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:56

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gaman að heyra að það er ekki bara Ferjuvogsslektið sem veður í vitleysunni.

Helga Magnúsdóttir, 28.10.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 58898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband