28.10.2008 | 22:24
Ég trúi Björgólfi
Alls staðar þar sem Davíð Oddsson kemur við sögu líður hann ekkert annað en eigið einveldi og algjöra hlýðni þeirra sem með honum starfa. Hann hefur troðið vinum og ættingjum í dómarastöður þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið metnir hæfastir. Hann rauk til og tók stóflustunguna að Ráðhúsinu án þess að spyrja kóng eða prest og hann gerði okkur meðsek í innrás Bandaríkjanna í Írak án þess að ráðfæra sig við einn eða neinn. Og svo mætti lengi telja.
Hatur Davíðs á Baugs- og Björgólfsfeðgum hefur ekki farið framhjá neinum. Ég trúi því að hægt hefði verið að komast hjá miklu af þeim hörmungum sem yfir okkur hafa dunið ef Davíð hefði ekki verið svo blindaður af hatri á þessum óvinum kolkrabbans að hann sást ekki fyrir. Eða kannski að honum hafi verið fullljósar afleiðingar gjörða sinna. Þetta snertir hann vitanlega ekki neitt. Rassgatið á honum er varið í bak og fyrir af eftirlaunalögunum alræmdu. Nú reyna hann og hans undirsátar allt sem hægt er til að fá þjóðina til að fá sömu óbeit á Björgólfs- og Baugsfeðgum og þeir hafa sjálfir. Skítt með afleiðingarnar fyrir íslenskan almenning bara svo lengi sem hægt er að koma höggi á þessa tvenna feðga.
Björgólfs- og Bónusfeðgar eru mjög færir bisnessmenn sem hefði eflaust tekist að bjarga málum ef rétt hefði verið á þeim tekið. Björgólfur Thor getur varla logið upp á bresk yfirvöld og formann efnahagseftirlitsins þar án þess að Bretar láti í sér heyra. Seðlabankinn vissi af flýtimeðferðinni sem Bretar höfðu lofað Landsbankanum til að koma honum til bjargar. Það hentaði bara ekki Davíð að koma þessum óvinum sínum til hjálpar. Skítt með afleiðingarnar og íslenskt þjóðarbú.
Í dag tilkynnti Davíð um 50% hækkun stýrivaxta. Hækkun sem á eftir að skella á fyrirtækjum og heimilum þessa lands af miklum þunga. Þegar hann tilkynnti þessi alvarlegu tíðindi var hann með aulafyndni og stæla eins og menntaskólastrákur. Vitnaði í Gleðibankann og gerði grín að mótmælendum. Aðspurður hvort þessi hækkun gæti ekki orðið til að eyðileggja orðspor Íslands enn frekar sagði hann skælbrosandi: "Það sér ekki á svörtu."
Viljum við að þessi maður haldi áfram að bera ábyrgð á fjöreggi okkar og afkomenda? Ég segi nei. Burt með mannfýluna.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 58898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veit nú ekki hverju er hægt ad trúa, en allavega er ég mjøg sammála thér í ad thessi hroki er ekki manni sæmandi. hann er algert hneyksli. Skammastu thín DAvíd Oddson.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 28.10.2008 kl. 22:37
Amen !
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:40
Ég er líka viss um að Björgúlfur sagði satt, en hinn lýgur. Stjórnin og seðlabankastjórar plús eftirlitið eru rúin trausti og eiga að fara frá, strax.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2008 kl. 23:03
Úff ég er svo þreytt á þessu. Hehe.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 23:21
Karluglan er mikið veikur, á því er ekki nokkur vafi. Hvernig væri að fá geðlækna og sálfræðinga til að meta hann útfrá því sem frá honum kemur?
Ef Björgólfur sagði satt og rétt frá (sem ég get ekki metið, en hallast að hans útskýringum), þá erum við í vondum málum, því þá er augljóst að Seðlabankastjóri hefur vísvitandi ýtt þjóðinni á vonarvöl til að ná fram persónulegum hefndum á "óvinum" sínum. Þjóðin er spilastokkur í höndum hans og fall "óvinanna" er hans Bermúdaskál
Sigrún Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 23:22
Hann á að vera löngu farinn. Útbrunninn hrokagykkur.
M, 29.10.2008 kl. 00:07
Heyr heyr.
Helga skjol, 29.10.2008 kl. 06:35
Ætli þeir séu ekki báðir eitthvað að reyna að hagræða fyrir eigin skinn blessaðir, sýnist það...en það sló mig svolítið að sjá Björgólf segja eitthvað á þessa leið í viðtalinu við hann á mánudaginn var; " ég gerði bara það sem lög og reglur leifðu mér að gera í þessu fjármálaumhverfi " þótt að hann vissi að það væri fjárhag þjóðarbúsins ekki til góðs sem hann var að gera og mikil áhætta eins og staðan var og er, gerði hann það samt af því að hann tæknilega mátti það, með því að fara svona í kring um lögin. Mér finnst þetta ábyrgðarlaust, bera vott um græðgi og sjálfhverfu. Síðan um áramótin síðustu var hann í Kastljósinu að tala um það að krónan væri dauður gjaldmiðinn, allt of lítill fyrir sig í viðskiptum og allt það en samt hélt hann áfram í græðgi sinni og í fýlu af því að hann fékk ekki að nota evruna og allt það...mér finnst hann einhvernvegin ekki traustsins verður þessi maður, veður áfram í eihverrri græðgi, þannig virkaði hann á mig á mánudagin var....
alva (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 09:10
Ég vil að seðlabankastjórar og seðlabankastjórn segi af sér! Ég vil að fjármálaeftirlitið segi af sér! Ég átta mig ekki á því hvernig hægt er að rökstyðja það að þetta fólk rannsaki eigin mistök!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 09:22
Ég hefði eiginlega þurft að hafa pistilinn þinn með myndbandinu sem ég var að setja inn hjá mér...
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.10.2008 kl. 10:27
Sannarlega flottur pistill hjá þér - og ég er algerlega sammála - ég trúi Björgúlfsmönnum mun betur en Feita Landspabbanum... punktur!
Knús á þig skottið mitt og áfram svona, fleiri pistla!
Tiger, 29.10.2008 kl. 15:49
Það vill nefnilega svo til að Björgólfs- og Baugsfeðgar voru ekki kosnir eða ráðnir til að bera ábyrgð á þjóðarhag. Það voru aðrir og það eru þeir sem bera ábyrgðina. Feðgarnir, allir saman, voru bara að reka sín fyrirtæki og reyna að græða eins og allir sem reka fyrirtæki. Þekkið þið einhvern sem hefur stofnað fyrirtæki til þess eins að fara með það á hausinn?
Helga Magnúsdóttir, 29.10.2008 kl. 19:10
Trúi honum ekki frekar en hinum.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 19:22
Þetta er rotið allt saman, með skítalykt!
Eigðu samt ljúfan dag
Hulla Dan, 30.10.2008 kl. 09:53
Góður pistill Helga mín og ekki trúi ég orði af því sem Davíð segir það er á tæru
reyndar ekki frekar en öðrum ráðamönnum.
Trúi Björgólfi Thor og Baugsmönnum.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2008 kl. 13:31
Heyr heyr.
Elísabet Sigurðardóttir, 30.10.2008 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.