6.11.2008 | 22:39
Et tu, Brute
Alltaf kemur meiri og meiri skítur upp á yfirborðið í þessum bankamálum öllum. 25. september ákvað stjórn Kaupþings að starfsmenn bankans þyrftu ekki að standa skil á skuldum sínum við hann vegna hlutabréfakaupa. Strax eftir það byrjaði gengi hlutabréfanna að lækka án þess að veðkall væri framkvæmt. Formaður VR er í stjórn Kaupþings. Þar hafði hann notað peninga Lífeyrissjóðs verslunarmanna til að kaupa hluti í bankanum. Hann er líka yfirmaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Hann segir að ekki hafi borgað sig að gera veðkall og láta starfsmenn selja bréfin sín til að hafa upp í kröfuna. Það gæti skapað ótta meðal almennings þar sem tilkynna þurfi Kauphöll ef starfsmenn banka selja bréf sín. Það varð nefnilega að passa að almenningur fengi ekkert fyrir sinn hlut ef illa færi. Eitthvað vissu þeir sem við hin vissum ekki. Þessi verkalýðsforkólfur er með yfir 1.800 þúsund á mánuði fyrir það að semja um skítleg lágmarkslaun félögum sínum til handa og sitja í stjórn Kaupþings. Er allt landið orðið ein ormagryfja hvaðan pestina leggur um allt? Ég gæti gubbað.
Ein góð frétt til að bæta upp þetta kreppumal. Úlli minn er tilnefndur til íslenskuverðlauna Menntaráðs fyrir hönd Vogaskóla. Þetta barn er vitanlega ekkert nema helber hamingjan.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 58898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að þetta sé bara rétt að byrja...því miður. Það á ýmislegt eftir að koma upp á yfirborðið. Það er fnykur af þessu öllu saman! Til hamingju með soninn, ekkert smá flott
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.11.2008 kl. 23:37
Til hamingju með Úlla.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 23:55
Úlli flottur !
ég hef verið að hugsa um að segja mig úr VR. Mér finnst þetta algerlega óásættanlegt ástand og ég vil amk formanninn burt !
Ragnheiður , 7.11.2008 kl. 00:42
Spurning að mæta niður í VR í hádeginu á morgun og mótmæla með fólki.
Sem betur fer halda krakkarnir okkur uppí á jákvæðni sinni og yndislegheitum. Til hamingju með Úlla þinn
M, 7.11.2008 kl. 00:46
Til hamingju með Ulla, Helga mín
Kristín Gunnarsdóttir, 7.11.2008 kl. 09:47
Til hamingju með Úlla þinn mín kæra
Helga skjol, 7.11.2008 kl. 20:14
Til hamingju med strákinn thinn. Flott hjá honum,
Hitt allt er fáránlegt. Alger ormagryfja. Mótmæli.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.11.2008 kl. 21:58
Það er alltaf ljós í myrkrinu Helga og það eru börnin okkar og til lukku með Úlla . En satt er það, Seðlabankaráð, Seðlabankastjórar og ríkisstjórn verða að segja af sér, það virðist algerlega vanhæft til að tækla þessa stöðu sem landið er komið í.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.