11.11.2008 | 22:51
Kafteinn Helga
Þegar ég var svona 10 til 11 ára fórum við pabbi bara tvö á Sæborginni með frosinn fisk upp á Akranes. Boggan var hlaðin kössum með frosnum fiski og var blátt plast breitt yfir allt saman. Ég sé þetta fyrir mér enn þann dag í dag.
Þegar við vorum búin að sigla í smátíma bað pabbi mig að taka við stýrinu því hann þyrfti að bregða sér frá. Hann benti mér á tvö kennileiti sem ég skyldi taka mið af til að halda réttri stefnu. Ég var alveg óskaplega stolt yfir þessu trausti sem mér var sýnt og tók við stjórninni galvösk. Fyrst fannst mér þetta alveg rosalega gaman en svo fór mig að lengja eftir honum föður mínum.
Skortur á ímyndunarafli hefur aldrei háð mér svo eftir smástund var ég orðin sannfærð um að pabbi hefði dottið fyrir borð og drukknað. Ég fór að velta fyrir mér möguleikunum í stöðunni. Ég vissi að ef ég fylgdi leiðbeiningum pabba kæmist ég fyrr eða síðar upp á Akranes. Það var bara einn galli; ég kunni ekki að leggjast að bryggju. Eftir smástund komst ég að frábærri niðurstöðu. Þegar ég væri eiginlega alveg komin upp á Akranes myndi ég bara sigla í hringi þangað til ég yrði olíulaus. Þá myndi skipið stoppa af sjálfu sér og það kæmu örugglega einhverjir að bjarga mér og koma skipinu að bryggju. Ég var bara nokkuð sátt við þetta. Ótímabært andlát föður míns var seinni tíma vandamál.
Þegar ég var búin að reikna þetta allt saman út í huganum kom pabbi. Hann hafði farið niður í vélarrúm að sinna einhverjum erindum. Þegar ég spurði hann hvað hann hefði verið lengi í burtu sagði hann svona tíu mínútur. Ekki var nú endingin hjá kafteininum stutta lengri en þetta. En mikið ósköp varð ég glöð að sjá hann pabba þótt ég hefði nú alveg verið búin að greiða úr málunum ef allt hefði farið á versta veg.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 58898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð saga.....Pabbi fyrir borð, bara seinni tíma vandamál
Sigrún Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:59
Helga skjol, 12.11.2008 kl. 06:14
Góð saga hjá þér eins og altaf Helga mín
Kristín Gunnarsdóttir, 12.11.2008 kl. 09:05
hahahah þú ert stórkostleg!
Hrönn Sigurðardóttir, 12.11.2008 kl. 09:05
Hahaha, þetta heitir að geta bjargað sér
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.11.2008 kl. 09:44
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 13:19
frábært að pabbi þinn skyldi treysta þér svona!!
alva (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:43
Brynja skordal, 12.11.2008 kl. 16:13
Pabbi treysti okkur alltaf fullkomlega. "Þú getur þetta ekki" var ekki til í hans orðaforða. Ég held að við höfum haft gott af því.
Helga Magnúsdóttir, 12.11.2008 kl. 18:51
Eg er ánægður að hafa uppgötvað bloggið þitt. Þú ert hrikalega skemmtileg.
Rómverji (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.