16.11.2008 | 16:00
Blokkin og aulaskapur
Við, það er að segja við hjónin, Úlli og Birgitta barnabarn, fórum í leikhúsið í gærkvöldi að sjá Fólkið í blokkinni. Það var alveg rosalega gaman. Við skemmtum okkur öll frábærlega, meira að segja Úlli sem er með afbrigðum gagnrýninn og lætur sko ekki bjóða sér hvað sem er. Það er bara langt síðan ég hef skemmt sér svona vel í leikhúsi þótt mér finnist nú oftast nær gaman. Það var ungur leikari í þessu verki sem ég man ekki hvað heitir. Hann lék þroskaheftan ungling af þvílíkri snilld að maður bara gapti. Hann gerði unglingnum svo góð skil að maður skammaðist sín ekkert fyrir að hlæja að eða með honum. Hjartagæskan og einfeldnin komu svo vel í ljós að manni þótti bara virkilega vænt um hann. Aðrir leikarar stóðu sig líka mjög vel og lögin og textarnir voru meiri háttar eins og við var að búast hjá Ólafi Hauki. Ef þið eruð á leiðinni í leikhús mæli ég hiklaust með þessari sýningu.
Svo er það aulaskapurinn. Þegar ég var á leið heim úr vinnunni síðastliðið fimmtudagskvöld kom ég við í Nesti til að kaupa sígarettur, nammi og kók með sjónvarpinu. Það kemur strax afgreiðslumaður í lúguna og ég fer að telja upp fyrir honum hvað ég ætli að fá. Maðurinn stóð bara og starði á mig og brosti alltaf breiðar og breiðar en sagði ekki neitt. Ég skildi ekkert í þessari hegðun mannsins og byrjaði að ítreka það sem ég hafði sagt. Þá fattaði ég skyndilega að það var ekkert athugavert við manninn heldur mig. Mér hafði nefnilega alveg láðst að skrúfa niður rúðuna og það kjaftaði á mér hver tuska bak við lokaðan glugga. Ekta ég, fljótfærnin ríður ekki við einteyming.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 58898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er í kasti yfir rúðunni. Ég dey. Brilljant. Svona gæti nefnilega hent mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 16:15
Ég dey
Ég pissa á mig af hlátri
Dísaskvísa, 16.11.2008 kl. 16:46
Hehehehee Þetta getur hent alla, en fyndið samt.
Kv Gleymmerei og Emma.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 16.11.2008 kl. 16:53
æiii
Sigrún Jónsdóttir, 16.11.2008 kl. 19:54
Þú ert alveg ótrúleg kona, ég er í kasti hahaha.
Ég hef einmitt verið að spá í þessa sýningu, gaman að heyra að hún sé góð.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.11.2008 kl. 22:06
Hahahahaha, þért snilld kona.
Helga skjol, 17.11.2008 kl. 06:22
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 12:57
Ég held að þú sért algerlega ein stök kona.
Elísabet Sigurðardóttir, 17.11.2008 kl. 13:27
Gott að fá eitthvað til að hlægja að. Sé þetta alveg fyrir mér í huganum. Nú svo kannski segir þessi afgreiðslumaður frá rugluðu konunni sem gleymdi að skrúfa rúðuna niður. Ha ha ha ha gott að þú kitlar hláturtaugarnar hjá fólki.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 17.11.2008 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.