17.11.2008 | 18:27
Aggú
Það furða sig margir eflaust á fyrirsögn þessarar færslu en hún er vegna þess að færslan á að fjalla um hann Bolla, stóra bróður minn. Aggú þýðir nefnilega stóri bróðir á kínversku og meimei er litla systir. Þetta lærði ég þegar ég heimsótti hann til Kína.
Ég hef haft áhyggjur af honum bróður mínum undanfarið þar sem hann í síðustu viku fór í aðgerð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Læknarnir segja að aðgerðin hafi tekist mjög vel og 90% líkur á að hann muni ná sér algjörlega. Það er mikill léttir.
Bolli er 13 árum eldri en ég og var alltaf óskaplega góður við mig þegar ég var lítil. Hann bónaði alla íbúðina á laugardögum og þá fékk ég að sitja á bónkústinum. Bolli hafði Little Richard eða Elvis í botni á fóninum og svo tjúttuðum við systkinin um íbúðina í dúndrandi sveiflu.
Þegar ég var svona 6-7 ára byrjaði ógurlegt útstáelsi á honum bróður mínum. Hann var bara aldrei heima. Þetta kom sér reyndar alveg ágætlega fyrir mig því þá gat ég verið í herberginu hans, spilað plötur og lesið bækur. Bara passa sig að ganga rosalega vel um. Hann var og er þvílíkur snyrtipinni. Svo bættist það við að hann vildi alltaf vera ógurlega fínn svo ég hafði ágætis tekjur af að bursta skóna hans.
Eitt kvöldið þegar Bolli var ekki heima kom pabbi í land. Hann fór í bað og ég skrúbbaði á honum bakið eins og venjulega. Þetta var ekkert smáræðis bak svo ég var rennandi blaut að verki loknu. Mamma setti mig því í náttföt en pabbi fór í síðar hvítar nærbuxur og hvítan bol með ermum. Svo fórum við pabbi í bófahasar. Við hentumst um íbúðina æpandi og gólandi, ég á skrúbbnum og pabbi á kústinum. Við fórum hringinn á milli stofu og borðstofu og skemmtum okkur frábærlega. Þegar ég var í miðju skrensi á milli stofu og borðstofu steinþagnaði og snarstoppaði pabbi eins og hann hefði verið skotinn í alvörunni.
Ég fór að athuga hvað væri um að vera. Stóð þá ekki Bolli bróðir í forstofunni með unga dökkhærða stúlku upp á arminn. Við pabbi vorum hálfvandræðaleg. Mamma kom þá aðvífandi og reddaði málunum. Kynnti sig og okkur fyrir kærustunni og bauð henni að koma inn og fá kaffi. Svo rak hún pabba í föt en ég fékk að vera áfram á náttfötunum.
Þessi stúlka var hún Anna María Einarsdóttir sem átti eftir að vera mágkona mín í yfir 30 ár. Hún lét þessi fyrstu kynni ekkert á sig fá. Hún lést rúmlega fimmtug eftir erfiða baráttu við MND. Blessuð sé minning hennar.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 58898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veistu Helga, ég gleðst af öllum lífs og sálar kröftum þegar ég les færslurnar í æsku þinni. Snilld.....
Knús
Ragnheiður , 17.11.2008 kl. 18:46
Hæ ég set þetta bara hérna, ég er á BSR
Ragnheiður , 17.11.2008 kl. 19:10
Ég panta alltaf á BSR. Kannski hefur þú keyrt mig einhvern tíma. Vann einu sinni á Mogganum og þá alltaf BSR svo ef það er bíll núna á DV eða Nökkvavog 44 máttu telja víst að það sé ég.
Helga Magnúsdóttir, 17.11.2008 kl. 19:15
ég elska fjölskyldufærslurnar
Kallý, 17.11.2008 kl. 20:52
M, 17.11.2008 kl. 21:17
Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:31
Tek undir orð annara, ótrúlega skemmtilegar frásagnir, takk
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.11.2008 kl. 00:52
Alveg hreint frábær lesning
Jóna Á. Gísladóttir, 18.11.2008 kl. 00:59
Alltaf svoooo gaman að lesa hérna, þið hafið verið frábær í fjölskyldunni þinni :)
Ég er viss um að hann bróðir þinn á eftir að vera stálsleginn lengi lengi lengi!!
alva (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 02:28
Helga skjol, 18.11.2008 kl. 06:31
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 08:59
Altaf jafn gaman að lesa færslurnar þínar, sá pabba þinn í anda þegar að tengdadóttirin kom í heimsókn
Kristín Gunnarsdóttir, 18.11.2008 kl. 11:27
Þú segir svo fallega frá.
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 13:19
Sammála öllu hér að ofan- elska sögurnar þínar- takk fyrir að deila þessu öllu með okkur.
Góðan bata til Aggú þíns
Dísaskvísa, 23.11.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.