25.11.2008 | 19:58
Uppáhaldsfrændinn á afmæli
Hann Jón Valgeir Williams uppáhaldsfrændi minn á afmæli í dag hann er 35 ára.
Þegar Jón fæddist var hann óttalega horaður og ræfilslegur. Hann var þó með svo stórt typpi miðað við stærð að pabbi vildi skíra hann Jón Heljarskinn. Það var ekki látið eftir honum. En Jón óx og dafnaði og er með alglæsilegustu mönnum í dag.
Við Jón höfum alla tíð verið heimsins bestu vinir. Þegar mamma hans flutti til London skapaðist sú hefð að hann kæmi alltaf til mín í mat á sunnudögum. Smám saman fór þetta að vinda upp á sig og hann fór að koma með vini sína með sér, svo það var alltaf stuð á sunnudögum hjá okkur. Eftir að ég fór að vinna á sunnudögum eru þessi matarboð alltaf þegar tími gefst til, ekkert endilega á sunnudögum.
Mér hafði aldrei dottið í hug að Jón gæti kynnst konu sem mér þætti honum samboðin. En honum tókst það nú heldur betur. Hún Helena Nemetskova er einhver fallegasta og besta manneskja sem ég hef kynnst. Þegar pabbi hennar kom til Íslands kom hann vitanlega með í matarboð. Helena kynnti mig fyrir honum og sagði að ég væri mamma hennar á Íslandi. Það sem mér hlýnaði um hjartaræturnar. Svo eiga þau alveg guðdómlegt barn, hann Erik litla Norman sem varð tveggja ára núna 3. nóvember.
Þau koma öll í mat til okkar á laugardaginn og ég hlakka til að fá þau eins og alltaf. Þangað til sendi ég þér bara kossa og faðmlög, elsku Jón Valgeir, og ætla að hafa extra góðan mat af því að þú átt afmæli og ert bestur.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 58898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með frænda Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2008 kl. 23:44
Helga skjol, 26.11.2008 kl. 06:12
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:18
Til hamingju með frænda þinn Helga mín
Sigrún Jónsdóttir, 26.11.2008 kl. 16:50
Til hamingju með frændann þótt seint sé,
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2008 kl. 16:58
Til hamingju með frænda þinn. Vonandi njótið þið vel laugardagsins.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.11.2008 kl. 23:19
Ynnilega til hamíngju með frændann Helga mín
Kristín Gunnarsdóttir, 27.11.2008 kl. 16:44
Ha ha nú hló ég uppphátt, Jón Heljarskinn ha ha ha....þið eruð svo fyndin í þessari fjölskyldu...já og til hamingju með frænda
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.11.2008 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.