Þegar kristna átti Styrmi

Þegar Styrmir minn var sjö ára heyrði ég það eitt kvöldið að barnið er að tauta eitthvað fyrir munni sér. Ég spurði hann hvað hann væri að tauta og fékk þá að vita að þetta væru bænirnar sem hann ætti að fara með á kvöldin. Og hver sagði þér að fara með þessar bænir, spurði ég. Kennarinn sagði blessaður unginn. Segðu þetta upphátt og lofaðu mér að heyra. Styrmir byrjaði að þylja og það var greinilegt að þetta hafði bara verið tuggið ofan í hann því hann fór ekki rétt með né heldur hafði hann hugmynd um hvað það var sem hann væri að tauta.

Ég hringdi í skólastjórann og sagði að mér vitanlega væri engin trúarbragðafræðsla í sjö ára bekk. Skólastjórinn varð hálfvandræðalegur og sagði að þessi tiltekni kennari væri bara svo trúaður og að engir foreldrar aðrir en ég hefðu kvartað. Ég bað hann þá bara vel að lifa, sagðist ætla að kynna trúarbrögð fyrir mínu barni þegar það hefði aldur og vit til að skilja hvað væri í gangi og frábæði mér svona lagað fyrir hönd sonar míns.

Annaðhvort talaði skólastjórinn ekki við kennarinn eða kennarinn lét það sem vind um eyru þjóta. Nokkrum dögum efti bænamuldrið kom Styrmir heim skíthræddur og skjálfandi á beinunum. Mamma, veist þú til hvers spámennirnir og prestarnir eru? Ég varð að játa að ég vissi það ekki. Jú, þeir eru sko spegill guðs þar sem þú getur séð hann. Guð er nefnilega svo bjartur að ef maður horfir beint á hann verður maður blindur og brennur til ösku! Það var vitanlega sami kennarinn sem hafði boðið upp á þessa visku.

Ég hringdi aftur í skólastjórann alveg bálill og spurði hvað honum fyndist um að verið væri að bera svona bábiljur í ung og áhrifagjörn börn. Annaðhvort yrði þessum kennara stranglega bannað að ræða um trúmál í tímum eða Styrmir færður um bekk. Styrmir var færður um bekk en allir hinir litlu krakkarni máttu áfram sitja undir eldi og eimyrju og dómsdagsspám. Svo hneykslast fólk á að foreldar vilji ekki kristinfræði í skólum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og blessað barnið endar sem sökudólgur - þótt það liggi fyrir að kennarinn er óhæfur með öllu.

Svona má ekki viðgangast.

Guðmundur Rúnar Árnason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Og auðvitað var drengurinn færður um bekk???...hvað var í gangi

Sigrún Jónsdóttir, 27.11.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: Jens Guð

  Hvaða fag átti kennarinn að kenna þegar hann stundaði trúboð?

Jens Guð, 27.11.2008 kl. 20:39

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta var bara svona venjulegur sjö ára bekkur þar sem sami kennarinn kenndi allt. Svona umsjónarkennari eins og tíðkast í neðstu bekkjum grunnskólans.

Helga Magnúsdóttir, 27.11.2008 kl. 21:25

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

...blindur og brennur til ösku.. datt manninum í hug að segja þetta við sjö ára barn  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.11.2008 kl. 00:55

6 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 28.11.2008 kl. 06:30

7 identicon

vóóóó, þetta kallar maður öfgatrú...haaa færður um bekk?? Ég á ekki orð.

alva (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 08:33

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Auðvitað átti að vara manninn við og reka hann síðan.  Meira ruglið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.11.2008 kl. 09:29

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta kalla ég nu bara yfirgang og frekju í kennaranum og ekkert annað

Kristín Gunnarsdóttir, 28.11.2008 kl. 11:20

10 Smámynd: Kallý

ji hvað ég er eitthvað treg, ég var lengi að spá hver þessi Kristna væri sem átti Styrmi og hvað hún kæmi sögunni við

Kallý, 28.11.2008 kl. 20:36

11 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Tónmenntakennslan í Vogskóla gengur voða mikið út á að syngja Jesús er besti vinur barnanna. Ég held að annar tónmenntakennarana sé KFUK kona og mér var snar brugðið þegar ég sá hvað verið var að syngja.

Já mér var brugðið - og eru þó dætur mínar skírðar og fermdar og farið með bænir fyrir þær á kvöldin. En svona innræting á ekki að vera í skólum

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 29.11.2008 kl. 14:45

12 identicon

enda er ég hundheidinn í dag!

Styrmir (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 58898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband