30.11.2008 | 19:35
Eyjólfur Jónsson f. 18. maí 1925 d. 29. nóvember 2007
Nú er rétt ár frá því hann Eyjólfur Jónsson, sundkappi og lögregluvarðstjóri, féll frá og það er mikill missir að honum.
Frændgarður okkar systkina var ekki stór. Pabbi var einbirni og mamma átti eina hálfsystur. En svo gerði Kallý móðursystir okkar okkur þann stóra greiða að giftast honum Eyjólfi. Eyjólfur var með eindæmum barngóður og við elskuðum hann og hann elskaði okkur og sama má segja um börnin okkar. Til dæmis elskaði yngri sonur minn engan meira en Eyjólf og á öllum myndum úr fjölskylduboðum situr hann alsæll í fanginu á Eyjólfi og oft var erfitt að koma honum heim þegar við höfðum verið í heimsókn hjá þeim, því hann vildi vera hjá "afa". Enda var Eyjólfur eini afinn sem hann átti.
Þau hjónin misstu dreng í fæðingu nokkrum mánuðum áður en ég fæddist. Ég var því ágætis uppbót og "ættleiddu" þau mig frá fyrstu tíð. Ég var mikið hjá þeim og fór með þeim allt sem þau fóru. Megnið af myndum sem til eru af mér sem barni er með þeim. Mér þótti heldur ekki amalegt að fá þarna aukaforeldra sem létu allt eftir mér og voru svo undurgóð við mig.
Svo gerðist það þegar ég var þriggja ára að Berglind dóttir þeirra fæddist. Mér hefur verið sagt að ég hafi ekki tekið því með miklum fögnuði, var hreinlega veik af afbrýðisemi. Hef eflaust óttast að missa prinsessusessinn hjá Kallý og Eyjólfi. En það voru óþarfa áhyggjur, ég hélt áfram að vera sama dekurrófan hjá þeim og Berglind var fín viðbót. Hún varð eiginlega meira systir min en systur mínar enda aldursmunurinn miklu minni. Við Berglind höfum alltaf verið miklar vinkonur og erum enn þann dag í dag, ef við heyrum ekki hvor frá annarri í nokkra daga förum við hvor að hafa áhyggjur af hinni.
Þegar við vorum litlar saumaði Kallý frænka alltaf á okkur eins kjóla og 17. júní fór Eyjólfur með okkur niður í bæ þar sem við sátum hvor á sinni öxlinni á honum og höfðum besta útsýnið af öllum. Eins bakaði Kallý frænka alltaf spesköku fyrir mig á afmælinu mínu sem var alveg ofboðslega góð en vitanlega láðist mér að biðja um uppskriftina.
Þegar Eyjólfur var rétt orðinn sjötugur og sestur í helgan stein, tími sem þau ætluðu að njóta saman fékk Kallý lifrarkrabba sem dró hana til dauða á mjög skömmum tíma. Eyjólfur tók andlát hennar afskaplega nærri sér, svo nærri sér að við sem stóðum honum næst óttuðumst um heilsu hans. En þá gripu örlögin inn í. Á stríðsárunum hafði Eyjólfur kynnst áströlskum manni að nafni Joe. Sá bauð honum að koma og heimsækja sig og varð það úr. Í Ástralíu kynntist Eyjólfur dásamlegri konu, Mary Pilgrim að nafni. Þau fóru að búa saman og áttu saman mörg frábær ár, ferðuðust víða og nutu lífsins.
Til marks um það hvað hann Eyjólfur var stórbrotinn persónuleiki var hvernig útförin hans fór fram. Hann lést í Ástralíu og var brenndur þar. Helmingurinn af öskunni var sendur til Íslands þar sem hann var grafinn hjá Kallý sinni og hinn helmingurinn er í Ástralíu þar sem hann bíður þess að vera grafinn hjá Mary sinni.
Eyjólfur var svo stór í sniðum að það dugðu ekki undir hann minna en tvær heimsálfur.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 58898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Huld S. Ringsted, 30.11.2008 kl. 20:32
Helga skjol, 30.11.2008 kl. 21:34
Stórbrotinn náungi þarna á ferð
Hrönn Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 21:35
Falleg eftirmæli sem Eyjólfur fær. Það lýsir innræti mannsins helling.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2008 kl. 21:38
Já, ég hef heyrt af þessum manni, Eyjólfi sundkappa, að hann hafi verið stórbrotinn persónuleiki og gæddur mikilli manngæsku. Ég var að vinna á sama vinnustað og Berglind dóttir hans sem þú talar um hér og hún er örugglega ekki síðri manneskja. Ég þekki hana ekki en leit alltaf upp til hennar Þegar ég var að vinna í löggunni, töff kona og klár.´
Aðventukveðjur!!
alva (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 22:41
Falleg minning um góðan mann Hef lesið eitthvað um hann og fannst hann flottur karl.
Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 01:17
falleg skrif..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.12.2008 kl. 07:55
Flottur karl !
Hann hefur verið alveg merkileg persóna
Ragnheiður , 1.12.2008 kl. 08:51
sæt færsla
Afi var bestur... amma var samt betri
Kallý, 1.12.2008 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.