1. desember

Í dag er fyrsti desember. Það minnir mig á að þegar Úlfar var þriggja fjögurra ára kom hann með það verkefni heim úr leikskólanum að við ættum að segja honum eitthvað merkilegt og hann ætti síðan að segja hinum börnunum frá því hvað hann hefði lært.

Ég lagði heilann í bleyti og datt ekkert í fyrr en það rann upp fyrir mér að 1. desember væri á næsta leiti. Ég settist því niður með drengnum og fræddi hann um 1. desember í þaula og hann var mjög eftirtektar- og áhugasamur.

Þegar ég kom svo að sækja hann eftir helgina dró ein fóstran mig til hliðar og sagði mér hvernig honum hefði tekist til. Útskýringarnar hjá honum voru svona.

Sko, áður en 1. desember kom var kóngurinn í Danmörku með fjarstýringu. Svo þegar 1. desember var búinn höfðu Íslendingar sjálfstýringu.

Segið svo að hann komist ekki til skila sá fróðleikur sem við veitum börnunjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábær túlkun.

Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 17:40

2 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

ótrúlega gott, kóngurinn af danmørku med fjarstýringu...

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 1.12.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: Tiger

 Hahaha .. ég er löngu búinn að sjá það út að kappinn þinn ungi er bara hreinasti snillingur! Saga hans er nú bara efni í góða skemmtilega gamanbók sko ..

Knús á þig skottið mitt og hafðu ljúfa vikuna framundan!

Tiger, 2.12.2008 kl. 01:59

4 identicon

ansi gott hjá stráksa

alva (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 08:42

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha góður, fjarstýring og sjálfstýring, yndislegt alveg.  Takk fyrir þessa hláturgusu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2008 kl. 09:37

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þessi var sko góður hjá honum

Kristín Gunnarsdóttir, 2.12.2008 kl. 13:22

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúllan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2008 kl. 08:07

8 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 58898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband