3.12.2008 | 18:28
Tímaskekkja
Í desember lendi ég alltaf í nokkurs konar tímaskekkju. Mér finnst ég alls ekki eiga að bera ábyrgð á því að allt sé hreint og fínt, skrautið komist á sinn stað, kökur bakaðar og svo framvegis.
Í desember verð ég aftur barn. Ég vil ekki bera ábyrgð, ég vil bara njóta. Fá að fara með í búðir á Þorláksmessu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort maður hafi nú efni á þessu öllu saman. Ég vil fá í skóinn. Ég reyni ennþá að vera þæg og góð í desember svo ég fái nú örugglega í skóinn, sem ég fæ vitanlega ekki. Ég vil líka fá dagatal sem ég opna um leið og ég vakna á morgnana. Ég kaupi mér að vísu alltaf jóladagakerti sem ég kveiki á á hverju kvöldi og horfi í logann og læt mig dreyma.
Þessi tímaskekkja kemst svo í hámark íá aðfangadag. Þá á ég ekki að standa sveitt í eldhúsinu við að koma jólamatnum á borðið, steikja hamborgarhrygginn, laga meðlætið, gera forréttinn tilbúinn og gera eftirréttinn. Og passa upp á að allt verði örugglega tilbúið og komið á borðið klukkan 6. Hún mamma á að sjá um þetta allt saman.
Ég aftur á móti á að vera sett í jólabað, klædd í blúndukjól, sportsokka og lakkskó. Ég á að vera inni í stofu að bíða spennt eftir að verði kveikt á jólatrénu og pota í pakkana. Ég á ekki að vaska upp. Það eiga eldri systur mínar að gera á meðan ég hleyp um eins og hauslaus hæna og rek á eftir þeim svo hægt verði að fara að opna pakkana.
Hvernig gat allt mitt jólalíf farið svona úrskeiðis? Þetta er vitanlega hluti þess að eldast. Mig langar ekki að vera fullorðin í desember.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Brilljant færsla og svo sönn. Ég er einmitt alltaf að velta þessu sama fyrir mér. Hver stal af okkur jólunum?
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2008 kl. 19:55
Ég er líka föst í þessari tímaskekkju, borðhaldið var stundum kvöð og tók allt of langan tíma, jólapakkar og síðan farið gangandi með mömmu og pabba í Ferjuvoginn. Vá hvað ég sakna þess að fylgjast með þegar jólatréð var skreytt og hlusta á sögur um allt skrautið því hver "fígura" átti sitt ævintýri.
linda frænka (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 20:00
frábær!! Alveg sammála þér!!
alva (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 23:48
Ég var víst oft búin að opna pakkana, áður en allir voru búnir að borða og stela namminu úr þeim...
alva (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 23:49
Svoooo satt Hvenær hættum við eiginlega að vera yngsta barnið í fjölskyldunni?
En það kemur aftur að því að það verður stjanað í kringum okkur um jólin....vittu til ....því tvisvar verður gamall maður barn
Sigrún Jónsdóttir, 4.12.2008 kl. 00:49
Alveg sammála þér - maður ætti ekki að standa í stresskasti í Desember heldur verða aftur barn og njóta tímans, ljósanna og gleðinnar.
Ég ólst upp við það að allir hjálpuðust að - strákarnir og stelpurnar - pabbinn og mamman - svo allir fengju sömu hvíldina og gætu notið sömu hlutanna alltaf saman. Það er yndislegt að geta leyft sér að labba niður laugaveginn alla þorláksmessuna í faðmi fjölskyldunnar - áhyggjulaus og allt búið sem á að vera búið - bara augnablikið eftir til að njóta og gleðjast yfir - þar til klukkurnar hringja ...
Flott færsla hjá þér - og vel yfirfæranleg á mömmurnar - pabbana og jafnvel eru það oft elstu börnin sem þurfa að "fullorðnast of fljótt" og missa því oft af því að vera raunverulegt barn á jólunum ...
Tiger, 4.12.2008 kl. 03:10
ég þekki þetta ekki. Á mínu heimili sér mamma um matinn og ég sit við tréð og heimta að fá að opna pakka fyrir mat
og ef maturinn verður ekki til klukkan 6 þá skamma ég mömmu
Kallý, 4.12.2008 kl. 09:28
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 11:16
Ég hef grun um að flestir þekki þessa tilfinningu...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.12.2008 kl. 13:49
Hahaha en hvað ég skil þig. Skemmtilega sett fram hjá þér. Spurning um að gera sitt besta til að varðveita jólabarnið í sér og ekki fara á límingunum yfir jólastússinu heldur bara njóta þess.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.12.2008 kl. 10:51
Góð Ég hef ennþá gaman af að horfa á jólabarnamyndirnar í sjónvarpinu. Ég fékk aldrei í skóinn sjálf, svo ég sakna þess ekki. En maður er á tauginni um það hvort jóli láti sjá sig til að setja í skó barnanna. Ég samdi við þann stóra að jólasveinninn myndi gefa honum eina stóra gjöf í skóinn á aðfangadag, hann var bara feginn, en hann ætlar í staðinn að hjálpa jólasveininum að setja í skóna hjá litlu tátunum okkar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2008 kl. 10:59
Þetta er frábær færsla Helga mín, viljum við ekki allar hafa það eins og þú. Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 5.12.2008 kl. 12:01
Frábær
Heiða Þórðar, 5.12.2008 kl. 20:19
Voru það ekki fullorðinsárin sem stálu af okku jólunum ?
Reyndar er það svo í minni fjölskyldu að við högum okkur afar barnalega á aðfangadagskvöld. Faðir minn lék t.d. jólasvein þangað til við systkinin vorum komin vel á þrítugsaldur -og nú gegnir bróðir minn sama hlutverki, þó að það séu ca. sex ár síðan Óðin Pál fór að gruna að það væri eitthvað samhengi milli þess að Óli frændi léti sig hverfa eftir matinn og að þessi skrýtni, freki, jólasveinn mætti og skrattaðist á útidyrahurðinni -með gjafirnar í grófum poka...
Svo hvað -öll höfum við jafn gaman að dæminu. Ekki síst Jólasveinninn.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 07:28
Bara snilld, eins og venjulega.
Knús
Helga skjol, 6.12.2008 kl. 08:13
Þú ert bara flottust, en á mínu heimili erum við ætíð 5 á aðfangadagskvöld og allir hjálpast að en það er yfirleitt allt vel undirbúið um hádegisbil, bara eftir að brúna og gera sósu, hér er það siður að við mæðgur spilum tveggja manna vist um miðbik dagsins og gert mikið grín og gaman úr því, verst að hún vinnur mig alltaf skjóðan mín stóra.
Knús kveðjur í helgina þína Helga mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.12.2008 kl. 09:45
Mikið er ég sammála þér.
Ef maður bara fengi ein svona jól aftur
Hulla Dan, 6.12.2008 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.