7.12.2008 | 17:04
Glaðningurinn sem mistókst
Þegar ég var fimm ára ákváðu systur mínar heldur betur að gleðja mig og sýna mér jólasveininn. Ég fór vitanlega snemma í rúmið því það gerir maður í desember til að fá í skóinn. Ég man það eins og það hefði gerst í gær að ég var að lesa Selinn Snorra.
Svanhildur systir mín setti á sig jólasveinaskegg og húfu en til þess að ég myndi alls ekki þekkja hana greip hún til þess ráðs að setja upp sólgleraugu. Síðan var stigi reistur upp að herbergisglugganum mínum og það fór um mig þegar ég heyrði þetta skark fyrir utan gluggann því vitanlega var ég alveg viss um að þarna væri jólasveinninn á ferð og beið spennt.
Svanhildur dró gardínuna til hliðar til að ég sæi hana vel og örugglega og hún var vægast sagt skuggaleg með þessi svörtu sólgleraugu.
Þegar Svanhildur var komin aftur inn komu allir inn til mín til að sjá hvað ég væri hamingjusöm að hafa fengið að sjá jólasveininn. En það var nú eitthvað annað. Ég var flóandi í tárum og stjörf af skelfingu og rétt náði að stynja upp: "Þetta var sko enginn jólasveinn, þetta var draugur. Hann hafði engin augu!" Það tók langan tíma að hugga mig og Svanhildur varð að játa á sig glæpinn en ég trúði henni ekki fyrr en hún hafði aftur sett upp múnderinguna til að sanna fyrir mér að þetta hefði verið hún. Ég held að ég hafi sjaldan orðið eins skelfingu lostin á ævi minni og pabbi varð að sitja hjá mér þangað til ég sofnaði því ég þorði ekki að vera ein.
Svona getur það misfarist þegar gleðja á lítil börn.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 17:18
heheheheh spurning um að gefa þessar systur þínar.......... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 21:16
Ég sé Svanhildi fyrir mér....bæði sem Jólasvein og eins að hugga litlu systur á eftir
Sigrún Jónsdóttir, 7.12.2008 kl. 21:47
Systrahrekkur, kannast við það.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 7.12.2008 kl. 22:15
<æi en sæt saga.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.12.2008 kl. 22:33
Ótrúlega uppátækjasamar systur þínar. Jólasveinahræðsla getur líka gert vart við sig þegar krakkar sjá "alvöru" jólasvein.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.12.2008 kl. 10:38
Hahahaha nú hló ég svo að ég táraðist, Helga mín, þessar yndislegu sögur þínar eru orðnar ómissandi. Þú ert frábær
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2008 kl. 12:16
Þú ert milljón, svo gaman að lesa
Kristín Gunnarsdóttir, 8.12.2008 kl. 16:09
Hahaha ... alveg ótrúleg snilld. Svo satt - stundum getur það svo mikið mislukkast þegar maður er að reyna að gleðja - þannig séð. Maður getur aldrei fyrirframreiknað út hvernig börnin taka á "óvæntum" uppákomum sko ...
Knús og kram á þig skottið mitt ...
Tiger, 8.12.2008 kl. 16:28
Jesús hvað þær máttu skammast sín og vonandi hafa þær bætt þér upp miskann.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.12.2008 kl. 17:25
Þær ætluðu sko ekkert að hrekkja mig. Þetta var allt í góðu gert og ætlað til að gleðja litlu systur. En hún reyndist þá þessi ótrúlega kveif sem ekki þoldi að sjá jólasvein með sólgleraugu.
Helga Magnúsdóttir, 8.12.2008 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.