Hversu lágt er hægt að leggjast?

Ég var að lesa frétt í vinnunni sem gekk gjörsamlega fram af mér og ég er fjúkandi reið. Samtökin Neisti sem ætluð eru til styrktar hjartveikum börnum höfðu með frjálsum framlögum og söfnunum tekist að öngla saman 90 milljónum á 12 árum. Þessi samtök eru mjög þörf þar sem mikið af hjartaaðgerðum á börnum þurfa að fara fram erlendis og einnig, eins og allir vita, verður fólk með langveik börn fyrir miklu tekjutapi því oft þarf annað foreldrið að vera heima til að sinna barninu. Um sjötíu börn fæðast hér á landi með hjartagalla á ári en aðeins þriðjungur aðgerða getur farið fram hér á landi.

Neisti treysti Landsbankanum fyrir peningunum sínum. Fóru sérstaklega fram á að fjárfestingin yrði að vera alveg örugg þar sem þetta séu peningar líknarfélags. Þeim var vitanlega ráðlagt að setja hluta peninganna í þessa frægu peningasjóði. Nú er Neisti búinn að tapa þriðjungi peninganna sem áttu að fara til að styrkja langveik börn og fjölskyldur þeirra. Ég er svo hneyksluð og reið að mér er skapi næst að stofna til mótmælafundar við Landsbankann og krefjast þess að þessum fjármunum verði skilað.

Er hægt að leggjast lægra en að stela peningum frá langveikum börnum? Ég held ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei - ég held ekki!! Hvað er að þessu fólki?? Hvar er siðferðiskenndin? Voru þau fjarverandi þegar henni var úthlutað?

Hrönn Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 19:45

2 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ømurlegt.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 8.12.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er skelfileg lesning !

Fann þetta hjá Heiðu:

Ég hefði sko verið til í að vera á þingpöllum ef ég  hefði bara vitað að það stæði til. Ég tók leigubíl í dag, það var svona leigubílstjóri sem er búinn að keyra í 25 ár, hann var svo hneykslaður á þessu að hann sagði: Þeir eiga eftir að drepa einhvern.

Það munaði engu að ég henti mér út á ferð yfir að vera í bíl með svona forpokuðum karli.

Verst að ég gat ekki sent þér víðsýnni mann en þennan í dag...  sowwwwwy

Ragnheiður , 8.12.2008 kl. 22:32

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

ÆÆ, og hann var frá BSR og allt. Fæ bara betri karl næst þetta hlýtur að vera gott starfsfólk þarna fyrst þú ert þarna, Ragga mín.

Helga Magnúsdóttir, 8.12.2008 kl. 22:42

5 Smámynd: Ragnheiður

Takk Helga mín

Ég þorði ekki að gefa mig fram í dag hehe ....ænó..æm sauður

Ragnheiður , 9.12.2008 kl. 00:17

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúleg illmennska, hvar er blaðaumfjöllun um þetta mál?  Eða kemur það sér of illa fyrir einhverja að þetta komist í hámæli Takk fyrir að vekja athygli á þessu Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2008 kl. 12:35

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er fjallað um þetta í DV í dag. DV alltaf fyrst með fréttirnar.

Helga Magnúsdóttir, 9.12.2008 kl. 17:22

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Björgólfur "eldri" hlýtur að bæta þeim þetta upp

Sigrún Jónsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:36

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Glætan, Sigrún, glætan.

Helga Magnúsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:42

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Verst að þessir þjófar eru stungnir af og eiga ekki eftir að þora að feisa framan í fólkið hér aftur  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.12.2008 kl. 23:11

11 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Svona er bara hryllingur ég vil að þessir menn svari til saka við saklaust fólk.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.12.2008 kl. 12:18

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er afar slæmt ef þeir ekki kippa þessu í lag.
Hvert fóru hinir meintu þjófar?
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.12.2008 kl. 17:34

13 identicon

Mín skoðun er sú að félög hvort sem það er Neistinn eða eitthvert annað góðgerðafélag geymi sína peninga á BANKABÓK og ekkert annað.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:41

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skelfilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband