11.12.2008 | 21:44
Hann pabbi minn ætti að vera 89 ára í dag.
Pabbi minn var bestur, skemmtilegastur, fyndnastur, kátastur, stærstur og sterkastur
Þeim sem vilja fá fullvissu um tvennt þetta síðasta sé satt eru til sögur sem sanna það. Þegar við systurnar fórum að koma með stráka í heimsókm voru þeir kynntir fyrir pabba ef hann var í landi. Þegar þeir komust öruggt skjól í herbergi okkar systra sögðu þeir náfölir og skjálfraddaðir: Ég hef aldrei á ævinni séð aðra eins handleggi! Svo þegar ég var í lögreglunni prófaði ég að handjárna hann. Það var ekki hægt. Sem betur fer var pabbi hið mesta ljúfmenni sem bragðaði ekki vín. Ekki hefði ég viljað lenda í þessu heljarmenni fullu og vitlausu sem ekki einu sinni var hægt að járna.
Þegar pabbi kom heim var hátíð í bæ. Það var svo sem ekker haft í mat eða öðru síku, það var bara svo gaman. Við sátum í eldhúsinu á kvöldin og spjölluðum saman og pabbi sagði sögur. Hann sagði svo skemmtilegar sögur hann pabbi. Hann hefði getað orðið uppistandari eða leikari.
En það sem var best við að alast upp í Ferjuvoginum var hvað mamma og pabbi voru alltaf ástfangin, þegar pabbi kom heim af sjónum vissum við að hann hlakkaði alltaf mest til að hitta mömmu þó svo að hann knúsaði okkur og kyssti. Þegar hann fór á sjóinn, faðmaði hann mömmu og sagði alltaf: Góðar vættir gæti þín þar til ég kem heim, en þá tek ég við.
Mamma og pabbi kynntust þegar þau voru unglingar, þegar pabbi var hér í Reykjavík í Verslunarskólanum. Þau gengu saman í gegnum þykkt og þunnt og eignuðust 6 börn og 10 barnabörn. Þau höfðu bara alltaf verið saman.
Pabbi tók því mjög þunglega þegar mamma dó þó svo að augljóst hefði verið hvert stefndi. Hann byrjaði á því að fara í 18 mánaða heimsreisu til að skipta um umhverfi. Þegar hann kom aftur seldi hann útgerðina og fór að ferðast. Hann var mikið í Afríku. Eitt sinn leigði hann hús við vatn i Afríku í heilt ár. Hann réð sér ráðskonu og borgaði henni laun eins og háseta á góðum bát. Þetta þótti ekki lítið fé á þessum slóðum og allir vildu fá vinnu hjá honum. En hann hafði aðrir hugmyndir. Vatnið var fullt af fiski og þorpsbúar voru að reyna að fiska en fórst það óhönduglega og aflinn rýr. Þetta hugnaðist ekki gamla skipstjóranum sem gerði sér lítið fyrir og hafði samband við Hampiðjuna og lét senda sér mikið af efni til netagerðar. Síðan settu hann um lítið netaverkstæði á ströndinni og kenndi þeim að ríða net. Námið gekk vel hjá þeim og þegar netin voru komin kenndi hann þeim að nota þau. Aflinn rauk upp úr öllu valdi og brátt voru þorpsbúar farnir að selja fisk í næstu þorpum og hagur þeirra vænkaðist. Þetta var svona eins manns þróunarhjálp. Pabbi var rúmlega sjötugur þegar þetta var.
Þegar pabbi kom svo aftur heim fór hann að vinna við að kenna krökkum í grunnskólum sjóvinnu. Við systkinin höfðum nú hálfgerðar áhyggjur af því hvernig gömlum skipstjóra sem er vanur að vera hlýtt, tækist að hafa stjórn á heilum bekk af unglinum. Það tókst greinilega vel því við jarðarförina hans voru tugir unglinga.
22. ágúst var hann pabbi minn á leið heim frá Vestfjörðum. Jeppinn valt og pabbi sem var ekki í belti hentist út, jeppinn valt yfir hann og hann lést samstundis. Þetta var mikið áfall fyrir okkur en svona hefði hann viljað fara, í fullu fjöri og með hvelli.
Til hamingju með afmælið pabbi minn, hvar sem þú ert. Ég vona að hún mamma sé þér einhvers staðar innan handar.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með pabba þinn! Það er gott að orna sér við góðar minningar af stórmennum eins og svona pöbbum.
Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 21:49
Til hamingju með hann elsku pabba þinn
Helga skjol, 11.12.2008 kl. 22:08
Þú segir svo yndislega frá fólkinu þínu að maður verður sár yfir að hafa misst af að kynnast slíkum stór persónum. Til hamingju með afmælið.
Ragnheiður , 11.12.2008 kl. 22:12
Rosalega hefur hann verið mikill merkismaður hann pabbi þinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 23:13
Ég fékk gæsahúð við að lesa þetta. Stórbrotinn karakter, hann pabbi þinn!
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.12.2008 kl. 01:12
Til hamingju með afmælið hans pabba þíns. Hann hefur verið merkismaður mikill. Gaman að lesa þessar frásagnir hjá þér.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.12.2008 kl. 10:37
Segi það sama og Lára Hanna..gæsahúð..og tár í augun líka til hamingju með pabba þinn Helga mín og knús á þig
Ásta Björk Hermannsdóttir, 12.12.2008 kl. 10:50
Það er bara svo yndislegt að lesa sögurnar þínar. Pabbi þinn hefur verið svo góður maður.Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 12.12.2008 kl. 11:02
Til hamingju frænka!
Hann hefur verið frábær!
Gunnar Kr., 12.12.2008 kl. 16:57
Fallega skrifað Helga mín um stórbrotinn mann
Sigrún Jónsdóttir, 13.12.2008 kl. 02:12
sæl helga hvers son var pappi þinn
Ólafur Th Skúlason, 14.12.2008 kl. 17:19
Hann pabbi minn hét Magnús Grímsson
Helga Magnúsdóttir, 14.12.2008 kl. 20:00
Mikið er þetta falleg frásögn Helga mín, ég sit hér með tárin í augunum. Hve stoltur hefði hann orðið af þessum fallegu kveðjuorðum. Innilega til hamingju með hann pabba þinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2008 kl. 10:47
Til hamingju með pabba þinn
Dísaskvísa, 18.12.2008 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.