18.12.2008 | 20:47
Jólahjól
Ég, prívat og persónulega, hef ekki gert neitt fyrir komandi jól nema upphugsa nokkrar jólagjafir, en ekki enn gengið svo langt að kaupa þær. Ég hef ekkert skreytt, ekkert bakað og alls ekki gert hreint eða annast nokkra tiltekt.
Samt er búið að skreyta heima hjá mér, baka helling, Úlli og Stjáni baka bara og baka. Ég er farin að hafa áhyggjur af því að á Þorláksmessu verði þeir fluttir bakandi á Klepp. Ég sit þá ein heima með allar kökurnar. Ég held að hún mamma hafi ekki einu sinni bakað svona mikið með 8 manna fjölskyldu.
Svo kemur heimilishjálpin bara rétt fyrir jól og tekur allt í gegn. Það finnst mér best. Vil frekar leggja á mig að vinna meira að því sem ég kann og finnst ekkert leiðinlegt og fá svo einhvern annan til að gera effing húsverkin. Nú er ég búin að vera í vinnunni í 11 klukkutíma. Hvað ætli verði búið að baka margar sortir þegar ég kem heim?
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ohh ...bakandi á Klepp ?
Njah..ég skal taka við þeim í svona tvo daga áður en þeir fara á Klepp.
Djö ertu heppin kona, ég þarf að vera stjóri yfir öllu hérna!
Ragnheiður , 18.12.2008 kl. 21:38
Ég er þá ekki ein um að vera svona róleg í þessu öllu....ég er reyndar búin að kaupa eitthvað af gjöfum og er rétt í þessu að plata mig áfram til að nenna pakka þeim.....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.12.2008 kl. 21:41
Jáááá - spurning hvort ég fái þá lánaða í ca einn dag á undan Röggu!
Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 21:51
Sendu þá bara á bloggvinahópinn, þegar þeir eru búnir hjá þér
Sigrún Jónsdóttir, 19.12.2008 kl. 00:27
Ég tek númer - líka fyrir húshjálpina. Næst þetta allt fyrir jól?
Lára Hanna Einarsdóttir, 19.12.2008 kl. 01:47
Vá spennandi, halda þeir geðheilbrigðinu eða ekki? Lalalala.
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2008 kl. 09:11
Fylgist spennt með.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.12.2008 kl. 13:56
Þetta eru flottir feðgar. Það væru ekki allir sem væru búnir að standa í þessu. Þú sendir þá bara með smákökur í Hjálpræðisherinn frekar heldur en að senda þá á Klepp
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.12.2008 kl. 18:14
Þetta eru meiri luxus feðgarnir sem þú átt og svo bara hreingerning, Bara yndi fyrir þig Helga mín. Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 20.12.2008 kl. 14:14
Ha ha sendu þá til mín- ég kann ekki að baka- stóru systkyni mín halda því fram að ég geti harðsoðið vatn!!.
Dísaskvísa, 20.12.2008 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.