21.12.2008 | 17:50
Ţađ á ađ gefa börnum brauđ
Börn eru aldrei yndislegri en á jólum og í ađdraganda ţeirra. Ţegar hann Styrmir minn var 6-7 ára ákvađ ég ađ halda smá jólabođ fyrir hann og ţau systkinabörn mín sem voru á svipuđum aldri og hann. Ég tók til smákökur og hitađi kakó og leigđi jólateiknimynd. Ţessi jólamynd var um lítinn strák sem átti lítinn asna. Asninn var svo lítill ađ pabba stráksins fannst ekki nokkurt gagn ađ honum. Ţví skipađi pabbi stráksins honum ađ fara til borgarinnar og selja asnann og ţađ slátraranum ef ekki vildi betur.
Stráksi var vitanlega óskaplega sorgmćddur yfir ţessu og lagđi af stađ međ asnann. Ţegar til borgarinnar var komiđ vildi enginn sjá ţennan litla asna svo allt leit út fyrir ađ hann myndi lenda hjá slátraranum. En í ţann mund sem slátrarinn er ađ kaupa asnann koma ung hjón og konan barnshafandi. Ţau voru fátćk en vildu gjarnan kaupa asnann ţví hann var svo ódýr. Myndin endađi svo á ţví ađ ţessi hjón, sem marga er aflaust fariđ ađ gruna hver eru, leggja af stađ í langferđ undir skini stćrrar stjörnu.
Ég held ađ ég hafi sjaldan gert meiri mistök en ţegar ég leigđi ţessa spólu. Krökkunum fannst ţetta allt saman svo sorglegt ađ ég sat uppi međ fulla stofu af háskćlandi börnum og ţurfti ađ snýta og hugga í lengri tíma.
Mörgum árum seinna keypti ég jólateiknimynd, mađur lćrir ekki af reynslunni, handa Úlla en ţađ var Jólasaga Dickens međ Andrési, Jóakim, Mikka og öllu genginu. Jóakim var ađ sjálfsögđu Scroooge og var hinn versti ef eitthvađ var minnst á jól. Úlli horfđi opinmynntur á myndina og sneri sér svo ađ mér og sagđi stórhneykslađur: "Rosalega er hann Jóakim mikil jólahatönd." Viđ höfum horft á ţessa mynd fyrir hver jól síđan og alltaf fćr Úlli ađ heyra brandarann um jólahatöndina.
Um bloggiđ
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.12.2008 kl. 20:35
Ć, Jólahatönd !!!
Ţetta minnir mig á ţegar sonur minn sagđi, mjög lítill; "Nú höfum viđ hér mikil jól, en enga gleđi"
Ţá var sko pabbi hans búinn ađ vera ađ saga jólatrésfót til í marga klukkutíma, í rosalegu geđvonskukasti. Viđ barniđ fórum undan í flćmingi međan heimilisfađirinn skrattađist á tréfćtinum međ sögina. Ţegar loksins var búiđ ađ koma trjáfjandanum í upprétta stöđu var afar lítiđ eftir af jólagleđinni..
Hildur Helga Sigurđardóttir, 21.12.2008 kl. 23:14
Helga skjol, 22.12.2008 kl. 07:12
Gleđileg jól og farsćld á nýju ári, óska ég ykkur Helga mín. Jólakveđja
Kristín Gunnarsdóttir, 22.12.2008 kl. 08:03
Jólahatönd...ţetta er ágćtis nafn á hann...
Ásta Björk Hermannsdóttir, 22.12.2008 kl. 13:35
ég er búin ađ leita út um allt ađ teiknimyndinni ţar sem Jóakim er Scrooge. Langar miiiiikiđ ađ sjá hana ţví ég horfđi alltaf á hana ţegar ég var krakki... er séns á ađ fá hana lánađa???
Kallý, 22.12.2008 kl. 22:09
Gleđileg jól, Helga mín, og takk fyrir allt liđiđ!
Guđrún Bjork (IP-tala skráđ) 23.12.2008 kl. 15:20
Gleđileg jól og farsćlt nýtt ár, međ von um góđa bloggvináttu á nýju ári.
Jólakveđja Brynja og Emma.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 23.12.2008 kl. 19:32
Gleđilega hátíđ Helga mín. Óska ţér og ţínum farsćldar og friđar á nýju ári sem og bara alltaf. Knús og kram á ykkur öll ..
Tiger, 24.12.2008 kl. 21:11
Vid bordum endur á jólunum, hvort sem thćr heita Joakim eda Andrés..... hahahha....
Gledileg jól og farsćlt komandi ár.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 25.12.2008 kl. 23:20
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.12.2008 kl. 18:29
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.