4.1.2009 | 15:29
Gleðilegt ár
Loksins má ég vera að því að blogga út af veisluhöldum og hátíðum. Vaktirnar hjá mér lágu svo vel að ég er nánast búin að vera í fríi síðan fyrir jól. Ekki mjög slæmt.
Ég og fjölskyldan öll fengum svo mikið af bókum í jólagjöf að í raun má ég ekkert vera að því að vinna fram að páskum. Við Linda frænka vorum ákaflega samstiga og gáfum hvor annarri Mamma Mia í jólagjöf á DVD. Þegar maður horfir aftur á hana fattar maður hvað þetta er skratti góð mynd burtséð frá allri tónlistinni. Aðalhlutverkin aldrei þessu vant í höndum miðaldra kvenna sem fara alveg á kostum. Sjálfstæðar, klárar og fullfærar um að sækjast eftir sínu. Donna hafði sofið hjá þremur körlum yfir skamman tíma svo hún vissi ekkert hver væri faðir dóttur hennar. Ekkert sjálfsagðara og engar siðapredikanir um þannig hátterni. Ein þeirra vílar það ekki fyrir sér að taka kornunga og myndarlega barþjóninn á ströndinni á löpp og gefa honum svo langt nef daginn eftir. Hún var búin að fá það sem hún vildi og ekki meira takk. Eintóm skemmtun þessi mynd sem sýnir að til er líf eftir fertugt í þessari æskudýrkun sem tröllríður öllu.
Vinkonur hans Úlfars vilja sko ekki að hann forkelist. Ein gaf honum handprjónaðan trefil og önnur sokka og vettlinga. Mér finnst unglingar gefa hver öðrum miklu fleiri jólagjafir er tíðkaðist þegar ég var ung. Þá voru það bara þeir nánustu sem maður gaf en nú er það öll klíkan sem skiptist á gjöfum.
Á gamlárskvöld vorum við Stjáni með lokað inni í stofu og horfðum á sjónvarpið eftir eitt því þá kom allt liðið hans Úlla og skaut upp því sem eftir var og skemmti sér vel. Við vitum ekkert hvenær þau fóru að sofa en Úlli og Lárus voru allavega steinsofandi þegar við gamla liðið skreiddist á fætur á nýársdag. Ekki misskilja mig það var ekkert áfengi eða vesen á þessum elskum, þau bara skemmtu sér vel.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár :) Var farin að sakna þín.
Hrönn Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 15:32
gleðlegt ár
Ólafur Th Skúlason, 4.1.2009 kl. 15:45
Gleðilegt árið Helga mín. Það þarf nu ekkert brennivín til að skemta ser á gamlárskvöld
Kristín Gunnarsdóttir, 4.1.2009 kl. 16:21
Gleðilegt ár Helga mín og ég seigji eins og Hrönn, var farin að sakna þín.
Knús
Helga skjol, 4.1.2009 kl. 16:41
Gleðilegt ár helga mín og gott að þú skemmtir þér við mamma mía það gerði ég nefnilega, líf eftir fertugt er sko til því get ég lofað þér.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 19:09
Gleðilegt ár mín kæra.
Ég svaraði póstinum þínum strax um daginn, ég skal endursenda en gáðu í trash....
heyrðu..ég afrita hann bara og sendi innan bloggkerfis
Ragnheiður , 4.1.2009 kl. 22:01
Gleðilegt ár mín kæra bloggvinkona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2009 kl. 00:13
Gledilegt ár
Hulla Dan, 5.1.2009 kl. 00:19
Gleðilegt ár til þín og þinna Mín upplifun er líka að mesta skemmtunin er áfengislaus
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.1.2009 kl. 11:26
Sammála með Mamma Mía, yndisleg mynd. Krakkarnir elska hana lika, en aðallega lögin þó. En sagan og leikurinn er ekki síðri en lögin. Kærleikskveðja til þín Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2009 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.