Ég er svo aldeilis hissa

Við hjónin höfum styrkt barn hjá SOS-barnaþorpum í þó nokkurn tíma en fengum alveg stórundarlegan póst um daginn. Í póstinum kom fram að upp hefði komist að fjölskylda okkar stelpu hefði þegið aðstoð frá öðrum hjálparsamtökum líka og því var henni hent út úr skólanum og var ekki lengur á lista hjá þeim. HALLÓ! Má þetta vesalings fólk ekki sækja sér aðstoð hvar sem er? Er neyðin ekki nógu mikil þótt það kosti ekki refsingu að reyna að bjarga sér?

Okkur var boðið að velja okkur annað barn en að öðrum kosti færi okkar framlag í sameiginlegan sjóð fyrir þau börn sem engan styrktaraðila hafa. Við vorum algjörlega mállaus af undrun og veltum því fyrir okkur að hætta hjá SOS og styrkja eitthvað annað í staðinn. En fyrst það eru þarna börn sem  hafa engan stuðningsaðila og gætu fengið eitthvað frá okkur ákváðum við að velja okkur ekki annað barn, þetta hljómar eins og útsala, heldur láta okkar fé ganga í þennan sjóð. Hefur einhver annar lent í því að "þeirra" barni sé bara hent út á guð og gaddinn ef fjölskylda þess hefur reynt að nálgast einhverjar sporslur annars staðar? Ég er svo hneyksluð og reið út af þessu að ég hef ekki ennþá lagt í að senda bréf og spyrjast fyrir um þetta. Vil síður senda einhvern reiðilestur svo ég ætla að láta sjatna í mér áður en ég skrifa þeim.

Hugsið ykkur bara ef fólki væri vísað frá Mæðrastyrksnefnd af því það hefði einhvern tíma fengið hjá Fjölskylduhjálpinni líka. Ég er ansi hrædd um að þá myndu margir reka upp stór augu og þó er neyðin hér bara brotabrot af því sem hún er víða í Afríku. Læt ykkur vita þegar ég verð búin að skrifa þeim og hvaða svör ég fæ, ef þá nokkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Verður spennandi að fylgjast með hvort þú færð svör og hver þá skýringin er! Ég er svo aldeilis bit!

Hrönn Sigurðardóttir, 5.1.2009 kl. 18:29

2 identicon

Ég lenti í því að mínu styrktarbarni var hent úr þorpinu. Man nú ekki hver ástæðan var eða hvert hún fór enda nokkur ár síðan. Minnir að það hafi verið einhver uppreisn og að hún fór ekki eftir settum reglum og því fundin önnur úrræði fyrir hana en þori ekki að fara nákvæmlega með smáatriðin. Fékk síðan annað barn í öðru landi sem ég styrki ennþá.

En bjó styrktarbarnið þá hjá fjölskyldu sinni en ekki í SOS þorpinu? Eða hvernig gat fjölskyldan hennar þegið aðstoð annars staðar frá? Væri gaman ef þú fengir nánari skýringu á þessu. Í hvaða landi var þetta?

Sigrún Valsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 19:06

3 Smámynd: Halla Rut

Undarlegt, vægast sagt.

Halla Rut , 5.1.2009 kl. 19:12

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þettar er ótrúlegt alveg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2009 kl. 19:26

5 Smámynd: Halla Rut

Vinkona mín er nú við hjálparstarf í Afríku. Hún segir það vægast sagt undarlegt hvernig málum sé háttað og skipulagið ekki neitt.

Hve mikið af því sem við gefum skilar sér til þeirra sem þurfa. Ég hugsa að það sé ekki há prósenta.

Halla Rut , 5.1.2009 kl. 19:29

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir að samþykkja bloggvináttu.

Fékk hroll þegar ég las um refsingu stúlkunnar sem þið voruð að styrkja. Langar að fylgjast með hver rökin eru.

Guðrún Þorleifs, 5.1.2009 kl. 19:44

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gat verið, vestræn aumingjahjálp í hnotskurn.  Þakkaðu fyrir þig og vertu þakklát og ekki dirfast að leita á fleiri staði eftir hjálp.

Þvílík manngæska.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2009 kl. 23:07

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Nú er ég hissa  Ég mundi nú krefjast einhverra skýringa á þessu. Ég styrki barn í Pakistan í gegnum Abc og það hefur alltaf gengið snuðrulaust fyrir sig. Ég yrði súr að lenda í svona, þar sem ég er búin að tengjast mínu barni í gegnum bréfa og myndasendingar. Ég veit ekki betur en öll upphæðin fari í barnið, þ.e. það dugar fyrir skólagöngu, heilbrigðisþjónustu og máltíð á hverjum degi.

Er forvitin að heyra svarið síðar.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.1.2009 kl. 23:27

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta er ekki falleg saga sem að þú seigir her Helga mín, vonandi kemur eitthvað gott útur þessu

Kristín Gunnarsdóttir, 6.1.2009 kl. 08:54

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég verð að biðja ykkur innvirðulega afsökunar. Þetta barn var í ABC en ekki SOS. Maðurinn minn hefur algerlega séð um þetta þannig að mér varð þarna illa á í messunni. Þetta er hætt að vera Alzheimer light, þetta er Alzheimer full force.

Helga Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 13:16

11 identicon

Hæ elsku Helga min.

Það var áhugavert að lesa færsluna þína hér á áðan. Ég er ekki búin að lesa mikið en ég er svona rétt að byrja. Takk fyrir bloggvináttuna elsku Helga mín. Það verður án efa gaman að spjalla við þig hérna á commenta kerfinu á blogginu í framtíðinni.

Það er ekki gaman að heyra þetta með barnaþorpin. Það er ömurlegt að heyra. Þetta er ömurlegt. Algjörlega. Ég segi eins og þú.

Hvað er að??? Það er eitthvað meira en lítið að.

Það er alveg á hreinu.

Sendi þér mínar bestu kveðjur svona í lokin Helga mín og gangi þér sem allra, allra best.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:08

12 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Ég er alldilis hissa.Það er einsgott að fylgja með þessu.Kv

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 7.1.2009 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband