7.1.2009 | 22:03
Helga hetja
Það er svo mikið rætt um kreppu, verðhækkanir, atvinnuleysi og allt sem því fylgir að mér datt í hug að skella hér eins og einni gamalli löggusögu þótt margir séu eflaust orðnir dauðleiðir á þeim.
Það var laugardagskvöld og tilkynnt um hópslagsmál fyrir utan Hollywood. Bíllinn sem ég var í var næstur svo við komum fyrst á staðinn og sáum strax að það var allt vitlaust. Það var þó ekki um annað að ræða en að skella sér í slaginn. Ég var búin að snúa niður mann og var að fara að járna hann þegar skyndilega var rifið í handjárnin hjá mér og mér svipt til. Ég leit upp og sá þá þann alstærsta mann sem ég hafði á ævi minni séð. Ég meina það, hann var eins og Esjan, eða það fannst mér allavega við þessar aðstæður.
Ég sá strax að í þennan risa hafði ég ekkert að gera og varð vægast sagt skíthrædd. Svo heyrði ég alveg svakalega litla og mjóróma rödd: "Viltu gjöra svo vel að sleppa handjárnunum mínum." Jú, þetta var ég að tala, bara ekki með minni venjulegu rödd. Tröllið horfði á mig smástund, sleppti svo handjárnunum og labbaði burt. Ég kláraði að járna hinn manninn og koma honum inn í bíl og prísaði mig sæla.
Stundum borgar það sig bara að vera kurteis.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...kurteisin er yfirleitt sterkasta vopnið
Sigrún Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 22:22
Snéri niður mann og bræddi annan
Svakaleg hetja ertu
Guðrún Þorleifs, 7.1.2009 kl. 22:51
Haha þetta er mjög góð löggu saga(vopna saga)Hafðu það sem best.Kv
Guðrún Pálína Karlsdóttir, 7.1.2009 kl. 22:53
Haha, já kurteisin borgar sig alltaf. Það er ekki hægt að fá leið á sögunum þínum, alltaf jafn skemmtilegar
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.1.2009 kl. 23:35
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2009 kl. 23:44
Fæ aldrei leið á sögunum þínum.
Hrönn Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 08:55
þessi er góð.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 8.1.2009 kl. 13:11
Frábært hjá þér Helga mín. Þetta var mjög flott. Þú ert hetja.
Bestu kveðjur og knús.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 16:32
Oftast er það svo.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 8.1.2009 kl. 17:11
innlitskvitt - gaman að sjá kunnugleg andlit - sendi á þig línu til að segja þér hver ég er
Rebbý, 8.1.2009 kl. 22:28
Ég sá strax að í þennan risa hafði ég ekkert að gera og varð vægast sagt skíthrædd. Svo heyrði ég alveg svakalega litla og mjóróma rödd: "Viltu gjöra svo vel að sleppa handjárnunum mínum." Jú, þetta var ég að tala, bara ekki með minni venjulegu rödd. Tröllið horfði á mig smástund, sleppti svo handjárnunum og labbaði burt. Ég kláraði að járna hinn manninn og koma honum inn í bíl og prísaði mig sæla.
Helga mín stundum geturðu verið óborganlega fyndin en þetta er alveg rétt hjá þér. Minn maður var í afleysingum í löggunni eitt sumar, hann sagði að það hefði alltaf gefist best að klappa æsingamönnum á öxlina og tala hlýlega til þeirra. Hann sagði sama um dyravörslu en hann var dyravörður á dansstað í mörg ár.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 11:25
Stórar raddir geta komið frá litlum búkum. Eða er það ekki...?? Þú hefur komið þér vel á óvart...ekkert betra fyrir Egóið.
Halla Rut , 10.1.2009 kl. 00:35
Ég er sko ekki orðin leið á löggusögum eða öðrum sögum, get altaf hleigið eins og biluð af þeim, þú ert bara frábær, skemtilegustu bloggin eru frá þér Helga min
Kristín Gunnarsdóttir, 10.1.2009 kl. 09:54
Helga skjol, 10.1.2009 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.