Einu sinni átti ég kött...

...sem hét Branda. Við áttum hana í rúm 11 ár og var  hún nær alla sína ævi til háborinnar fyrirmyndar. Einu sinni þegar við Styrmir vorum á leið í veislu var ég komin út í bíl og hann var eitthvað leiðinlegur í gang. Styrmir kom út á tröppurnar, rak upp heljarinnar vein og stökk að bílnum. Hann hafði séð köttinn hendast undan vélarhlífinni og burt. Við kíktum ofan í húddið og þá kom  í ljós að báðar viftureimarnar voru slitnar og vélin öll í kattarhárum.

Ekki kom kisa um kvöldið og ekki daginn eftir. Við vorum að hugsa um að auglýsa eftir henni en vorum ekki viss um hvað ætti að standa í auglýsingunni. Helst datt okkur í hug að hún gæti hljómað einhvern veginn svona: Sköllóttur köttur með viftureim um hálsinn hvarf frá Nökkvavogi 44.

Næsta kvöld var ég á leið niður í þvottahús og heyrði þá eymdarlegt mjálm úti á tröppum. Þar var Branda blessunin komin með mölbrotið læri. Hún var fimm vikur á dýraspítalanum og á endanum var pöntuð stálplata frá Noregi og sett í hana og þá lagaðist hún loksins. Þetta var alveg fokdýrt en samt þess virði. Þetta var þvílíkur draumaköttur.

En svo urðum við að láta lóga henni, þessari elsku. Þegar Úlfar fæddist tapaði hún sér af afbrýðisemi. Sat um að stökkva  upp í vögguna hans og það sem verra var, hún fór að skíta úti um allt. Þetta stýri var svo útsmogið að hún skeit alls staðar þar sem ekki var vinnandi vegur að þrífa eftir hana nema með stórátaki. Innst  í skápum, á bak við miðja hillusamstæðuna og fleiri staði fann hún sér. Við reyndum eins og við gátum að umbera þetta í þeirri von að hún jafnaði sig en svo var nú aldeilis ekki. Hún varð að fara og það var mikil eftirsjá að henni. Núna eigum við hana Trítlu sem verður vonandi sem lengst þar sem ekki er von á fleiri barneignum hjá okkur hjónum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það sem hendir ekki á þínu heimili....... :)

Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 22:55

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú segir svo skemmtilega frá Helga  Afprýðisöm dýr geta víst verið stórhættuleg.

Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 22:59

3 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Góða kvöldið.Mikið er gaman að lesa pistla þína.Þú gerir söguna svo lifandi maður sá aumingjans köttinn fyrir sér ofaní húddinu sköllóttan eða búinn að tína skottinu.Og svo bíða eftir því að hann kæmi heim,í hvaða ástandi.Æi en svo að verða svona afbrýðisamur,það var ekki gott.Jæja þakka fyrir mig,hlakka til næsta pistils.Hafðu það sem best.Kær kveðja kvitt kvitt

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 15.1.2009 kl. 23:01

4 Smámynd: Helga skjol

Þau eru ótrúleg þessi dýr

Helga skjol, 16.1.2009 kl. 08:22

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff blessunin bæði með lærbrotið og afbrýðisemina.  Ekki gott mál, þegar dýr verða afbrýðisöm út af mammabörnunum, þegar þau sjálf eru orðin vön því að vera í fyrsta sæti.  En hún hlýtur að hafa verið lík honum Brandi mínum í útliti 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2009 kl. 09:54

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Æ æ aumingja kisa að lærbrotna. Ég grét meira en kisinn minn þegar hann missti fótinn. Slæmt að verða svona abbó, hún hefur vonast til að þú mundir skila Úlfari  Takk fyrir skemmtilega frásögn.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.1.2009 kl. 11:31

7 identicon

Æ, leiðinlegt að kisa hafi lærbrotnað. Það er ömurlegt að lenda í þessu Helga mín. En þú ert sterk og gerir nú allt saman fyrir kisu þína sem þú getur. Það er ég viss um. Þú ert svo góð og hress við kisu þína. Það er ég viss um.

Gangi þér sem best Helga mín og eigðu æðislegan dag.

Með bestu kveðju og knús.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:12

8 Smámynd: Kallý

Einu sinni ég átti kött

Einu sinni ég átti kött

Hún fékkst ekki til þess að eltast við mýs

en át bara kökur og rjómaís..

þetta lag átti ég á plötu.. eitthvað eldgamalt en ég er búin að vera raulandi það síðan ég sá titilinn á færslunni

Kallý, 16.1.2009 kl. 13:28

9 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Æi Helga þetta er sorglegt með hana Bröndu en maður getur ekki varist brosi þegar þú talar um hvernig auglýsingin gæti hljómað..sköllóttur köttur með viftureim um hálsinn hahah ég get ekki hætt að hlægja.

Ásta Björk Hermannsdóttir, 16.1.2009 kl. 14:19

10 identicon

Helga, farðu nú að koma í briddsið,  bridgebase.com

ég er femsaluki

segðu mér nikkið þitt og ég hjálpa þér að læra á forritið, virkar smá flókið fyrst en trúðu mér þetta er skemmtilegasta bridds-síða sem ég hef prófað.

Guðrún Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:34

11 Smámynd: Rebbý

Merkilegt hvar þessir kettir koma sér fyrir .... ég tapaði kisunni minni reglulega og þegar ég sá hann einu sinni koma undan rúminu mínu fór ég að skoða málið og sá að hann hafði gert gat undir botninn á rúminu og fór þangað til að hvílast

Rebbý, 17.1.2009 kl. 13:22

12 Smámynd: Ragnheiður

Haha æj veslings kisa, auglýsingin hefði samt verið flott hehe

Ragnheiður , 17.1.2009 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband