Landi er viðbjóður

Í kjölfar kreppunnar hefur landaframleiðsla farið að stinga upp kollinum á nýjan leik. Eins og allir vita miða landasalar aðallega á unglingana og eru því stórvarasamir.

Fyrir um það bil 15 árum síðan ætlaði Daddi, vinur hans Styrmis, að vera ægilega lúmskur og lauma landaflösku innan á sér inn í herbergið hans Styrmis. Ekki fór betur en svo að hann missti flöskuna sem brotnaði á parketinu í stofunni. Aumingja Daddi fór alveg í kerfi, stamaði og afsakaði sig og fór svo fram og náði í tusku og þurrkaði allt upp.

Nú héldum við að málinu væri lokið. Aldeilis ekki. Bletturinn sem landinn fór á var alveg glerháll í langan tíma á eftir. Það fékk okkur virkilega til að velta því fyrir okkur hvað hefði verið í þessu eiginlega. Hvað getur það verið í landa sem gerir parket glerhált í lengri tíma? Daddi viðurkenndi á endanum að hann væri dauðfeginn að hafa ekki látið þetta ofan í sig eftir að þetta kom í ljós. Enda átti hann bara nokkrar vikur í tvítugt til að geta keypt sér áfengi löglega.

Við vörum Úlfar og vini hans kröftuglega við því að koma nokkurn tíma nálægt landa. Ekki það að þeir séu farnir að sýna einhvern áhuga á áfengisdrykkju en betra er að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Gísli Gylfason

Þetta hefur verið eitthvað bévítans sull því landi gerður af metnaði, þá helst frá einhverjum sem hann býr til einkanota er bara hinn ágætasti drykkur.

Björn Gísli Gylfason, 19.1.2009 kl. 22:23

2 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Þessi ánaskoti er stórhættulegur hef smá reynslu eftir að vera geskomandi sem þetta var haft um hönd.Stór hættulegt, las um að þetta hafi rekið á land fólk drukkið og orðið blint.ÓÞURI STÓRHÆTTULEGT

Sel það ekki dírari en ég keifti það hehe

Blíðlegt birtu knús til þín

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 19.1.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég þekki ekkert til landa.  En stend í þeirri trú að hann sé svipaður vodka.  Þar fyrir utan er varasamt fyrir unglinga að kaupa drykk sem er lagaður í heimahúsi af ókunnugu fólki.

  Mér er minnistæð gömul frétt af því er lögregla á Austurlandi stöðvaði bíl með þremur gömlum mönnum.  Þeir voru allir blindfullir að drekka gambra.  Allskonar drasl flaut í gambranum.  Meðal annars dauðar flugur og pöddur.  Löggan spurði hvernig þeir gætu drukkið þennan viðbjóð.  Svarið var:  "Við látum grön sía."

  Kallarnir voru sem sagt allir með ósnyrt skegg sem óx yfir munn þeirra og gat þannig myndað síu.

Jens Guð, 20.1.2009 kl. 03:19

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Landi er viðbjóður og engin ætti að drekka þennan óþverra, ekki mundi ég lata þetta inn fyrir minar varir. Eigðu góðan dag Helga min

Kristín Gunnarsdóttir, 20.1.2009 kl. 09:54

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann var örugglega betur kominn í parketinu en í maga drengjanna Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 11:14

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það var heppilegt að strákarnir drukku ekki þetta sull. Fræðsla er góð forvörn og um að gera að ræða þessi mál við börnin.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.1.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband