29.1.2009 | 19:35
Vondar og góðar fréttir
Ég er alveg hæstánægð með að fá hana Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra. Nú er hennar tími svo sannarlega kominn. Hún hætti í Alþýðuflokknum eftir mikil átök við Jón Baldvin sem að eigin sögn hafði menntað sig til að verða forsætisráðherra. Nú verður Jóhann forsætisráðherra sem honum tókst aldrei að verða. Það veit sko enginn ævina sína fyrr en öll er. Ég vona að Jóhanna geti komið í veg fyrir meiri samdrátt í heilbrigðiskerfinu en nauðsynlega þarf. Það er að verða ansi kostnaðarsamt að fara til læknis. Ég þarf að fara til bæklunarlæknis í næstu viku og fyrsta skoðun kostar 8-15.000 krónur, takk fyrir. Bæklunarlæknar hafa víst ekki samning við TR og ég þori ekki einu sinni að hugsa um það hvað það kemur til með að kosta ef ég þarf að fara í aðgerð.
Kreppan herðir betur á klónni með hverjum deginum. Okkur hérna voru að berast þær fréttir að fækka eigi útgáfudögum blaðsins um einn, þannig að það kemur ekki út á mánudögum. Þá falla sunnudagsvaktirnar niður og með þeim lækka vitanlega launin. Þetta er sagt munu verða tímabundið en hvað verður það langur tími? Maður var nú ekkert of sæll af laununum sínum fyrir. Bjáninn ég að hafa aldrei farið í framboð. Kannski að ég hefði komist á þing og fengið fín laun og ennþá fínni eftirlaun. Svona er maður alltaf vitur eftir á.
Ég er strax farin að hlakka til kosninganna í vor. Kosningar eru með því skemmtilegra sem ég veit og þær verða vitanlega extra skemmtilegar núna. Verður fróðlegt að sjá hvað fylgið helst hjá Sjálfstæðisflokknum þegar hann verður farinn að kenna nýju stjórninni um allt sem aflaga fer og gleymir alveg sinni eigin valdasetu í 17 ár.
Sem betur fer hefur maður þó alltaf eitthvað til að hlakka til.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ elsku Helga mín.
Mikið er gaman að sjá pistil frá þér. Þú segir svo skemmtilega frá. En já ég er mjög ánægður með það að fá Jóhönnu Sigurðardóttur sem Forsætisráðherra. Það er bara frábært. Meiriháttar glæsilegt.
En með launin og það allt saman. Ég er að fá bætur frá Tryggingastofnun og ég get nú ekki sagt að ég sé eitthvað rosalega ánægður. Það er öðru nær. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt og dapurlegt líka.
Hafðu það rosalega gott Helga mín og gangi þér rosa vel.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 19:43
Hva... það er ekkert of seint fyrir þig að huga að framboði Helga mín
Sigrún Jónsdóttir, 29.1.2009 kl. 20:12
Hrikalega langt síðan ég hef hitt þig á göngunum. Sakna þín svooooo.
Vá, hvað það er dýrt að fara til bæklunarlæknis, ég trúði lengi vel að við byggjum við besta heilbrigðiskerfi í heimi en svo er sko aldeilis ekki.
Það er alls staðar verið að reyna að kroppa af okkur peninga. Ég kynnti mér nýlega hvernig ég ætti að fara að til að frysta húsnæðislánið mitt tímabundið til að auðvelda mér að greiða niður yfirdrátt, eða til að geta greitt hann niður. Ég þarf að sækja skattaskýrslur, launaseðla og slíkt og fara með til bankans sem sendir síðan beiðni til Íbúðalánasjóðs gegn 5.000 króna gjaldi. Ég vann einu sinni hjá Húsnæðisstofnun og það er ekki 5.000 króna virði að reikna saman meðaltekjur og skrifa eitt staðlað bréf. Hugsaði til fólks sem er atvinnulaust og hefur það ógeðslega skítt og að bankarnir hafi geð í sér til að plokka pening af því. Mér er engin vorkunn að borga þetta, með atvinnu, þetta ljót aðferð við að hafa fé að fólki, maður biður ekki um frystingu að gamni sínu.
Líst vel á að þú farir í framboð. Myndi kjósa þig, sama í hvaða flokk þú ferð. Ég vil reyndar fá að kjósa fólk, ekki flokka.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.1.2009 kl. 20:45
Ég myndi líka kjósa þig ..svakalega er læknirinn dýr ! Ja ég fór um daginn að fá augnvottorð og viðtal vegna endurnýjunar ökuskírteinis og það kostaði 4000 kall..
Ragnheiður , 29.1.2009 kl. 21:35
Ég þarf að mæta í eftirlit á Landspítalann á þriggja mánaða fresti. Fór fyrr í þessum mánuði og það kostar núna 8.300 kr. Ég borga það auðvitað brosandi, en mér finnst það dýrt. Svo er líka búið að hækka hámarkið til að fá afsláttarkort.
Ég skil nú ekki hvernig hægt er að rukka fólk um 5.000 kr sem er í greiðsluerfiðleikum... Finnst það bara fáránlega dýrt! Það er dýrt að vera fátækur
Leitt að þú tapir í launum. Því miður er það að gerast hjá alltof mörgum um þessar mundir.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.1.2009 kl. 00:14
Sögulegir tímar framundan.
Slæmt þegar þessi "venjulegu" laun lækka.
Kær kveðja
Guðrún Þorleifs, 30.1.2009 kl. 00:18
Ekki gleyma því að til að komast í þægilega innivinnu við Austurvöll, þarf sambönd, tíma og ómælda fjármuni. Að ógleymdum "gangandi kjörkössum" í viðkomandi kjördæmi.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 04:33
Meira að segja ég myndi tætast til DC og kjósa - sem ég hef aldrei gert! ..ég veit orðið svo lítið um stjórnmál heima, að ég kýs bara hér.
Elsku Helga bestafrænka, ég vona að allt gangi vel hjá lækninum, please keep me updated...
Stærðar knús frá Kattakerlingunni á Rafhlöðustíg
Kanavædda frænkan (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 19:16
Jóhanna er flottur stjórnmálamaður.Einnig horfi ég til hennar Katrínar VG ,hún lofar góðu.Ferlega er dýrt að fara til læknis.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:02
Kosningar verða spennandi en skuggi hvílir auðvitað yfir.
Helvítis kreppan.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 16:53
Já það er ekki gefins að fara til læknis og hefur svosem aldrei verið ef það eru sérfræðingar ..... en ekki síður skelfilegt að lesa um fimmarann til að fá gögnin sín send til íbúðarlánasjóðs því það er ekki þar með sagt að frystingin fáist (þó þeir séu mun liðlegri en bankarnir að aðstoða fólk).
Gangi þér vel hjá doksa ... vona að aðgerð sé ekki málið
Rebbý, 1.2.2009 kl. 11:00
Hafðu það sem best Helga mín. Þú ert æði. Mundu það. Það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Knús....
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.