Vökustaurar

Við fjölskyldan sátum bara og horfðum á sjónvarpið í gærkvöldi og ekkert svo sem fréttnæmt við það. Heimilisfaðirinn fór í rúmið um miðnætti en við Úlli sátum áfram og spjölluðum saman. Svo fórum við að geispa og ég hélt að klukkan væri örugglega orðin 2 eða eitthvað. Þá kom í ljós að klukkan var orðin hálf sex, takk fyrir pent. Sem betur fer átti Úlli ekki að mæta í skólann í morgun þar sem það var starfsdagur hjá kennurum. Mér finnst það nú eiginlega lýsa einbeittum brotavilja að halda ekki bara vöku fyrir drengnum alla nóttina heldur að bera það á borð fyrir alþjóð á blogginu. Þetta er svo sem ekkert í fyrsta skipti sem svona gerist. Þegar við Úlli byrjum að spjalla á annað borð er eins og við getum ekki hætt. Frábært að eiga svona skemmtilegt barn sem getur haldið manni uppi snakki klukkutímum saman.

Ég fékk í jólagjöf einhverja albestu gjöf sem ég hef fengið á minni ævi. En það er Ipod og ársáskrift að audible.com. Audible.com er alveg frábær síða þar sem hægt er að hlaða endalaust niður góðum bókum ef maður er áskrifandi. Stjáni er alveg alsæll að hafa gefið mér þetta því nú þarf hann ekki að hlusta á hljóðbækurnar sem ég hef spilað af segulbandi á náttborðinu hingað til. Ég var orðin svo háð þessu að um leið og spólan var búin settist ég upp og sneri henni við. Stjáni heldur því fram að ég hafi ekki einu sinni hætt að hrjóta á meðan. Fann það bara í gegnum svefninn að það var enginn að lesa fyrir mig. Ég hugsa að ég sé búin að hlusta svona fimm hundruð sinnum á allan Harry Potter og hefur aldrei leiðst eitt augnablik. Ég elska Harry Potter. En það er ekki ónýtt að geta náð sér í alla nýjustu reyfarana og skriðið með þá upp í rúm og ekki einu sinni verið að trufla Stjána. Merkilegt hvað hann er búinn að vera þolinmóður þessi elska. Ég held að hann sé jafnhrifinn af Ipodinum og ég þótt af öðrum orsökum sé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

Stjáni hefur nú virkað á mig sem mjög þolinmóður strákur sem er ekkert að stressa sig á hlutunum .... en það voru auðvitað bara fyrstu og önnur kynni
Hlakka bara meira til að hitta Úlla fyrst hann er svona skemmtilegur spjallari

Rebbý, 3.2.2009 kl. 12:46

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég efast ekki um að þetta hefur verið skemmtilegt spjall.  Hefði örugglega verið gaman að vera "fluga á vegg" þarna í smátíma

Til skamms tíma voru reyfarar mitt besta "svefnmeðal" nú er ég búin að finna út að sjónvarpið dugar mér vel......verst að það er aldrei neitt í sjónvarpinu þegar ég verð andvaka að nóttu til, ætti kannski að prófa útvarpið í þeim tilfellum

Sigrún Jónsdóttir, 3.2.2009 kl. 20:57

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Gaman að þið mæðgin náið svona vel saman. Hehe, þú minnir mig á mömmu vinkonu minnar. Hún varð svo glöð þegar hún eignaðist sjónvarp með fjarstýringu. Þá þurfti hún ekki lengur að vakna til að skipta um stöð

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.2.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gerðist stundum hjá mér í denn, að klukkan var orðinn morgun þegar ég áttaði mig.

Nú orðið finn ég það á boddíinu ef ég sit of lengi fram á nótt.

Til hamingju með hljóðbókasafnið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2009 kl. 11:13

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er brilljant notkun á ipodinu... Hvað ætli þeir kosti nútildags? Það er svo langt í afmæli og jól hjá mér. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.2.2009 kl. 12:41

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Stundum gengur klukkan svo skrambi hratt.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.2.2009 kl. 14:23

7 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Vááá hvað þú ert dugleg að vaka! Ég er algjör aumingi í þessum efnum. Ég vakna 3 - 4 morgna vikunnar um klukkan 06:00 og hef ekkert úthald á kvöldin. Eitt kvöld í vikunni var ég komin í rúmuð uppúr 09:30 og sofnuð 10 mínútnum seinna. Í bjarsýni minni hafði ég kveikt á útvarpinu til að heyra fréttir klukkan 22:00 en hrökk upp klukkan 22:30 - búin að sofa af mér fréttir. Og ég svaf í einum dúr til klukkan 05:55. Leið dásamlega þegar ég vaknaði!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 6.2.2009 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband