Þaulsetinn með afbrigðum

Alltaf er Davíð jafnlítillátur og ljúfur. Nú segist hann aldrei hafa hlaupið frá hálfkláruðu verki og ætli sér ekki að gera það nú. Er þjóðin sem sé bara hálffarin á hausinn? Þessi maður hlýtur að eiga margfalt heimsmet í hroka og frekju. Haggast ekki þó lagt sé að honum úr öllum áttum að pilla sig hið snarasta. Hangir á einhverju gati í lagasetningum og bifast ekki frekar en klettur. Ég veit að það er talað um að fólk sé traust eins og klettur. Þannig klettur er Davíð ekki. Hann er svona óþurftarklettur.

Væri bara ekki ráð að gera það sama og hann gerði við Þjóðhagsstofnun hérna um árið? Leggja bara niður Seðlabankann og losna við karlkvölina í leiðinni. Ég held svei mér þá að það sé eina ráðið til að koma þessari karlálft frá. Betra er autt sæti en illa skipað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég meina er hann ekki með 100.000 + 000 á mánuði? Þannig að hann ætti að una vel við sitt. Ég skal skipta á 100.000 + 000 og 130.000 kr,- á mánuði. Ekki málið.

Hafðu það sem best en ég vona að hann yfirgefi seðlabankann. Ég tek það fram að ég hef ekkert á móti DO að setja sem persónu. En sem stjórnmálamann. Nei takk... Ekki meira af því.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 19:37

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ elskan, hélstu eitthvað annað? Sammála því að leggja bara Seðlabankann niður og svo margt annað.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2009 kl. 20:21

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hann er svona frekar eins og sker, sem er stórhættulegt sjófarendum

Sigrún Jónsdóttir, 12.2.2009 kl. 23:58

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hann situr og situr og situr.... múhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.2.2009 kl. 00:26

5 Smámynd: Eygló

Bíðum nú við, ef hans embættisverk eða aðgerðaleysi er hluti af vandanum nú og hann ætlar ekki að fara frá hálfkláruðu verki - Ætlar hann þá að sjá til að við förum FULLKOMLEGA Á HAUSINN - það væri þá fullklárað verk!?

Eygló, 13.2.2009 kl. 00:43

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Við þurfum allavega ekki að reisa styttu af honum. Hann situr sem fastast á sínum stól og haggast ekki, ekki frekar en stytta

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.2.2009 kl. 09:46

7 identicon

Ég veit svo sem ekki hvað ég get sagt um Davíð.Er ekki búið að segja allt sem hægt er um hann?Ég væri löngu hætt í minni vinnu ef ég hefði fengið uppsagnarbréf.En svona erum við misjöfn eða þannig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 11:01

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sigrún góð! Og þú líka.

Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 11:09

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hann ætti að hafa vit á að koma ser í burtu og það ekki seinna en í gær. Knus Helga min

Kristín Gunnarsdóttir, 13.2.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband