Hvað skyldi hann hafa dreymt?

Þegar faðir minn var ungur maður vestur á fjörðum var stúlka að nafni Margrét afskaplega hrifin af honum og fór ekki með það í grafgötur að hún ætlaði sér hann fyrir mann þegar þar að kæmi. Pabbi fór snemma að heiman í skóla, fyrst á Laugarvatn og þaðan til Reykjavíkur í Verslunarskólann og þaðan í Stýrimannaskólann og átti Margrét því óhægt um að leggja fyrir hann snörur sínar. Þegar allri þessari skólagöngu var lokið kom pabbi vestur aftur með mömmu og elstu systur mína Margréti til lítillar gleði. Margrét giftist aldrei og var ákaflega drykkfelld.

Þegar pabbi hóf svo störf sem skipstjóri á eigin skipi fór hann að dreyma Margréti reglulega. Í draumunum var hún drukkinn og var að reyna við pabba og koma honum í rúmið með sér. Eftir að hafa dreymt þennan draum nokkrum sinnum fór hann að taka eftir því að þeim fylgdi undantekningalaust aftakaveður. Pappi fór því að taka mark á draumunum og lét hífa trollið og sigla í var eða í næstu höfn. Oft rauk hann svona upp í blíðskaparveðri og jafnvel rétt búinn að kasta trollinu. Áhöfnin hélt stundum að "kallinn" væri orðinn vitlaus en sá fljótlega að hann hafði alltaf rétt fyrir sér. Eftir því sem Margrét komst nær því að taka pabba á löpp, þeim mun verra varð veðrið. Þótt pabbi hefði tekið þessa drauma marktæka grínaðist hann oft um það að þegar henni tækist að koma honum í rúmið með sér væri hann feigur. Þess vegna langar mig svo að vita hvað hann dreymdi síðustu nóttina á Vestfjörðum en hann lést í bílslysi á leiðinni heim.

Foreldrar mínir bjuggu ekki lengi á Vestjörðum og fluttu til Reykjavíkjur um miðjan fimmta áratuginn. Þegar þau og Margrét voru komin vel á sextugsaldur flutti Margrét til Reykjavíkur, drykkfelld sem fyrr. Hún hóf þá að ofsækja aumingja mömmu, ýmist hringdi eða kom til að segja henni að pabbi hefði gert mikil mistök með því að giftast mömmu en ekki Margréti. Lét hún einnig í veðri vaka að ekki væri of seint að leiðrétta þau mistök. Aumingja Margrét hafði sem sagt haft pabba á heilanum allt sitt líf og aldrei fékk hún hann. Nema ef vera skyldi í seinsta draumnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi saga er bæði áhugaverð og sorgleg.  Það hlýtur að vera bágt að sitja og fá ekki þann sem mann dreymir um.  En mikið er það sorglegt að hún skyldi ekki komast yfir ástina, því alltaf má fá annað skip og annað föruneyti.  Sennilega hefur drykkjan orðið til þess að hún bjó ein það sem eftir var.  Takk fyrir þessa frásögn Helga mín,  þær eru margar áhugaverðar frásagnirnar þínar og vel sagðar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2009 kl. 19:16

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Blessuð konan...hún hefur verið raunveruleg martröð fyrir pabba þinn  Takk fyrir þessa áhugaverðu frásögn Helga mín.

Sigrún Jónsdóttir, 2.3.2009 kl. 20:41

3 Smámynd: Eygló

Þú ert flottur sögumaður! : )

Eygló, 2.3.2009 kl. 23:59

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff, ég fékk hroll niður eftir bakinu.

Minnir mig á myndina með Glen Close, man ekki  hvað hún heitir.

Takk fyrir þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2009 kl. 08:35

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - ég fékk hroll. Kerlingaranginn að komast aldrei yfir þetta!

Við skulum vona að pabba þinn hafi ekki dreymt hana síðustu nóttina. Var slæmt veður þegar hann lést?

Hrönn Sigurðardóttir, 3.3.2009 kl. 09:42

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Nei, það var mjög gott veður. Jeppinn fór út í lausamöl sem varð til þess að honum hvolfdi.

Helga Magnúsdóttir, 3.3.2009 kl. 16:01

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Altaf er jafn gaman að lesa þig Helga min, þú ert svo góð að koma þessu frá þér

Kristín Gunnarsdóttir, 3.3.2009 kl. 16:44

8 Smámynd: Helga skjol

Vá alveg mögnuð frásögn og þú alveg meiriháttar hvernig þú seigjir frá Helga mín

Helga skjol, 3.3.2009 kl. 19:44

9 Smámynd: Rebbý

úfff mér var hugsað til "ást á tímum kóleru" við að heyra þessa frásögn
hlýtur að vera skelfing að lifa við óendurgoldna ást allt sitt líf

Rebbý, 3.3.2009 kl. 20:20

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þetta er ótrúleg saga! En konugreyið, hún hlýtur að hafa átt mikið bágt, fyrst hún gat ekki látið mömmu þína í friði.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 4.3.2009 kl. 09:44

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sérkennileg saga, en til eru þær fleiri í þessum dúr.
Fyrir margt löngu var kona ein mikið skotin í afa mínum, amma dó er ég var 2 ára og var hann afi einn í mörg ár þar til hann giftist stjúpömmu minni, hét hún Margrét, en hin konan varð bara vinur fjölskyldunnar í staðin.
Ljós til þín

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband