Afmæli, tralalala

Eins og alþjóð veit á ég afmæli í dag. Þegar maður á afmæli í byrjun mars er allra veðra von. Systur mínar sáu sér því leik á borði og töldu mér trú um að það væri vont veður á afmælinu mínu vegna þess að ég hefði verið svo óþekk allt árið. Ég fékk því alltaf samviskubit á afmælinu mínu þangað til að það rann upp fyrir mér ljós að það væri líka oft vont veður á afmælinu hans pabba í desember og hann hafði sko ekki verið óþekkur allt árið.

Tvö afmæli eru mér skýr í minni frá barnæsku og tengjast þau bæði pabba. Þegar ég varð fjögurra ára kom pabbi heim seint um kvöld eða nótt. Ég var vakin og farið með mig fram í eldhús og ég man eftir að hafa setið í fanginu á honum alsæl og grútsyfjuð að opna pakka. Í pakkanum var leikfangaúr og afskaplega fallegur mokkabolli með skelplötuáferð og ekta gyllingu. Ég á þennan bolla enn og er hann því 51 árs í dag. Það var ekki fyrr en nýlega sem það hvarflaði að mér hvernig pabbi hefði komist yfir þetta þar sem hann kom beint af sjónum og kemst líklega aldrei að því.

Hitt var nokkrum árum seinna þegar ekkert þótti afmæli með afmælum nema það væri leikið leikrit og vitanlega var afmælisbarnið i aðalhlutverki. Ég var í miðri ákaflega dramatískri senu, örugglega prinsessa eða eitthvað slíkt, þegar pabbi kom inn úr dyrunum. Ég datt gjörsamlega úr karakter og stökk upp í fangið á honum. Af afmælisskeytum sem ég á frá honum af sjónum sýnist mér að þetta hafi verið einu skiptin sem hann var í landi á afmælinu mínu þegar ég var krakki og unglingur.

Til hamingju, ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Innilega til hamingju með daginn, Helga!    Þú hefur greinilega verið mikil pabbastelpa.

Þú þekkir hann ekki - en þessi eðalmaður og leiðsöguskólabróðir minn á líka afmæli í dag. Hann er löggiltur en neitar að setjast í helgan stein eins og sjá má. Enda hress og sprækur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.3.2009 kl. 22:38

2 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

til hamingju með daginn

Ólafur Th Skúlason, 5.3.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Innilega til hamingju með afmælið Helga

Þær hafa örugglega verið ansi stríðnar tvíburarnir....ég man vel eftir einum grikk sem Svanhildur gerði mér

Sigrún Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 22:57

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ynnilegar hamingjuøoskir meå daginn i gær Helga min, vonandi var hann -øer gøoåur.

Kristín Gunnarsdóttir, 6.3.2009 kl. 05:27

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Kem með þetta aftur, var með dnska liklaborðið á Ynnilegar hamingjuóskir með daginn í gær Helga min, vonandi var hann þér góður

Kristín Gunnarsdóttir, 6.3.2009 kl. 05:29

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með gærdaginn

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 07:34

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Enn einu sinni til hamingju.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2009 kl. 09:26

8 identicon

Innilega til hamingju elsku Helga mín með afmælið í (gær). Ég var því mður bara ekkert eiginlega á blogginu í gær, nema aðeins á minni síðu. Ég kíkti ekki á neinar aðrar síður í gær. En allavega Helga mín. Innilega til hamingju með afmælið í gær. Ég vona að þú hafir átt ánægjulegan og góðan dag með fjölskyldunni. Ég vona að þú hafir það sem allra, allra best.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 10:06

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með afmælið sem leið Helga mín.  Ekki skemma sögurnar þínar heldur fyrir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2009 kl. 10:48

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Innilega til hamingju með afmælið  Meiri prakkararnir þessar systur þínar  Ég man eftir svona leikritum í afmælum. Man sérstaklega eftir einu þegar við vorum með skuggamynd að herma eftir Baldri Brjánssyni.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.3.2009 kl. 16:26

11 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Til hamingju með það Helga mín.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 18:49

12 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:40

13 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Til hamingju með gærdaginn svo og alla daga

Guðrún Þorleifs, 6.3.2009 kl. 22:21

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með afmælið elsku Helga mín (þó seint sé) og með hann pabba þinn það hefðu ekki allir pabbar hugsað fyrir því að senda skeyti í land.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2009 kl. 20:41

15 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Til hamingju.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 16.3.2009 kl. 17:43

16 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Til hamingju með afmælið þótt seint sé

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.3.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband