8.6.2009 | 19:29
Forboðna mígildið
Í hittifyrra fórum við fjölskyldan að heimsækja Bolla bróður minn til Sjanghæ í Kína. Sjanghæ er mjög skemmtileg borg og margt að sjá en toppurinn á fríinu var samt lúxusferð sem Bolli bauð okkur í til Peking.
Í Peking var endalaust hægt að skoða, múrinn, sumarhöllin, hin ýmsu hof og svo vitanlega Forboðna borgin. Ég mun aldrei gleyma Forboðnu borginni af ýmsum ástæðum. Þegar við vorum rétt komin inn byrjaði mér að verða mál að pissa. Það jókst stöðugt þangað til ég var komin alveg í spreng. Þá kom ég auga á nokkra skúra sem hýstu klósett - eða þannig sko. Ég stökk inn og þá var þetta bara moldarkofi með gati á gólfinu. Fýlan var ólýsanleg. En ég bara VARÐ að pissa. Á meðan á þvagláti stóð skalf ég og titraði af viðbjóði og kúgaðast látlaust. Öll þessi ókyrrð varð svo auðvitað til þess að ég endaði með því að pissa utan í buxnaskálmina mína. Þaðan skjögraði ég út og stóð innan um allar gersemarnar skærgræn, skjálfandi og pissublaut í ofan á lag. Mér leið ömurlega. En buxurnar þornuðu, flökurleikinn lét undan síga svo ég gat loks notið þess að skoða allt það sem Forboðna borgin hefur að geyma sem er ekki lítið.
Þessi saga hefur sem sé sérstakan boðskap. Farið og skoðið Forboðnu borgina ef þið mögulega getið en í guðanna bænum munið að pissa fyrst.
Ef þú lest þetta, Bolli bróðir minn, vil ég enn og aftur þakka þér fyrir að gera þessa ferð ógleymanlega. Þú ert bestur.
Um bloggið
Helga Magnúsdóttir
Bloggvinir
- berglindnanna
- mammzan
- hross
- ragnhildur
- skessa
- gattin
- gurrihar
- landsveit
- larahanna
- asthildurcesil
- konukind
- skjolid
- jensgud
- eddaagn
- jenfo
- heidathord
- jonaa
- amman
- rebby
- hallarut
- ringarinn
- gunnarkr
- birtabeib
- brylli
- olapals
- snar
- stormur
- krummasnill
- lindalinnet
- bifrastarblondinan
- skordalsbrynja
- danjensen
- hneta
- hildurhelgas
- gudrunp
- gleymmerei
- brandarar
- astabjork
- holmfridurge
- jaherna
- drum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert óborganleg Helga mín Takk fyrir skemmtilega frásögn frá heimsókn til forboðnu borgarinnar
Sigrún Jónsdóttir, 8.6.2009 kl. 22:32
hahahahha þú ert frábær
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2009 kl. 23:58
Var þetta ekki bara forboðinn kamar?
Eygló, 9.6.2009 kl. 03:51
Frábær, Helga mín. Alltaf góð. Eigðu góðan og ljúfan dag elsku vinur. Eigðu góðar stundir í dag.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 08:41
Helga mín þú ættir að gefa þessi minningarbrot út á bók, ég myndi vilja kaupa fyrsta eintakið. Þú er alveg einstaklega skemmtilegur penni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2009 kl. 14:22
Haha, já, klósettin í Kína geta verið ævintýraleg!
Ástapásta (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 18:35
Þú ert flottur og skemmtilegur penni Helga mín og uppfull af fróðleik ert þú, svo ég tek undir orð Ásthildar með að þú ritir bók.
Þú mundir selja hana
Knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2009 kl. 12:35
Lúmsk...Mjög lúmsk
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 21:54
Snilldarfærsla :)
Knús
Guðrún Jóhannesdóttir, 14.6.2009 kl. 18:47
Hef heyrt um þessa skítaholur. Ef ég er eftir að þurfa að nota svona aðstöðu er ég hrædd um að ég fái bæði þvag og hægðartregðu.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.6.2009 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.