Eineltisforvarnir

Ég hef verið að lesa bloggið hennar Hólmfríðar sem lenti í einelti í Varmárskóla. Einelti er viðurstyggð og það þarf að taka á því strax í leikskóla.

Úlfar minn var í Steinahlíð sem var einstaklega góður leikskóli. Þar fékk hann kennslustund sem hann gleymir aldrei og ég er viss um að hann mun aldrei nokkurn tíma taka þátt í einelti, þökk sé fóstrunum í Steinahlíð.

Einu sinni þegar ég sótti hann var káti og glaði strákurinn minn daufur í dálkinn. Ég reyndi að hressa hann við en ekkert gekk og skýringin kom þegar við vorum komin upp í rúm. Þegar hann loks ákvað að útskýra depurð sína dró hann sængina upp fyrir haus og talaði undan henni: Hann Siggi girti niður um Óla í dag. Nú, sagði ég, og var hann ekki skammaður? Jú, sagði Úlli minn. Af hverju ert þú þá svona dapur? Þá byrjaði hann að háskæla og sagði: Ég hló. Fóstrurnar sögðu að það væri alveg jafnslæmt. Við ræddum þetta lengi vel og loks var hann orðinn sáttur, leið betur eftir játninguna, og hann sofnaði.

Við vorum einmitt að ræða þetta í gærkvöldi og hann man eftir þessu ennþá. Forvarnirnar skila sér greinilega stundum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Góða kvöldið kæra vina.Ég kannast við allt sem þú ert að skrifa hér.Og tel ég þetta vera allt rétt sem þú segir.Þú sér þetta er en ferst í minni hans.Það á að byrja í Leikskólanum nóu snemma þau eru svo mótækileg  á þessum tíma.Þakka þér fyrir þetta inngrip hjá þér hér á blogginu.Það má aldrei hætta að ræða þetta mál ég sjálf og fjögur börn mín lentu í þessu (því miður)

Hafðu það sem allra best.

Blíðlegt birtu knús vina

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 18.1.2009 kl. 20:02

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.1.2009 kl. 21:34

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Forvarnir gegn einelti eiga að byrja á heimilinu

Sigrún Jónsdóttir, 18.1.2009 kl. 22:50

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Satt er það, Sigrún, en leikskólinn getur líka komið sér vel.

Helga Magnúsdóttir, 18.1.2009 kl. 23:05

5 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 19.1.2009 kl. 06:48

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Einelti er ljott í hvaða mynd sem er

Kristín Gunnarsdóttir, 19.1.2009 kl. 08:20

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

já það er eins gott að allir séu á varðbergi fyrir þessum fjanda, foreldrar, skólayfirvöld og kennarar.  Reglulega ljótt og andstyggilegt.  Gott að þinn drengur fékk aðvörun sem hann man eftir, að færi betur að flestir væru svona vel bólusettir gagnvart þessu atferli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2009 kl. 13:51

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var að svara henni Helgu og tölvan ákvað bara að svarið kæmi hér en ekki þar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2009 kl. 13:52

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Djísús nú er ég alveg heillum horfinn, ég er hjá Helgu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2009 kl. 13:53

10 identicon

Sæl Helga mín.

Ég þekki einelti að eigin raun. Það er bara ógeðslegt að lýsa því hvernig það var. Ég var bæði barinn og það var sparkað í mig. Þetta upplifði ég alla mína skólagöngu. Þetta var ömurlegt. Enda gekk námið mitt ekki vel. Ég náði ekki öllum prófunum og svona.

Einelti er viðbjóður sem kennarar taka líka þátt í. Kennar lögðu mig nefnilega líka í einelti. Ekki bara nemendur og krakkar. Svo fór ég út á vinnumarkað og þar hélt eineltið áfram. Einelti er viðbjóður sem verður að uppræta. 

Það er sárt að hafa orðið fyrir þessu. Krakkarnir eiðilögðu minn persónuleika og ég varð dapur og dró mig inn í skel vegna eineltisins. Þannig að einelti er svo miklu meira en bara stríðni og það allt saman. Það hefur miklu víðtækari áhrif.

Hafðu það sem best Helga mín og þakka þér kærlega fyrir að lýsa sögu þinni hér á netinu. Þetta mættu aðrir gera.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 58686

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband