Sjóarasögur

Ég hef verið löt að blogga undanfarið og nú þegar ég ætla að láta til skarar skríða dettur mér ekki neitt í hug nema nokkrar sjóarasögur ef einhver nennir að lesa þær.

Stýrimaður hjá pabba í mörg ár var hann Dóri. Dóri var hörkuduglegur og góður sjómaður en þó var sá ljóður á ráði hans að hann átti það til að taka drykkjutúra. Hann vissi sem var að pabbi myndi aldrei hleypa honum drukknum um borð þannig að hann bara hringdi, sagðist ætla að vera fullur á næstunni og bað pabba um að finna afleysingamann, ekkert mál. Einu sinni tilkynnti hann konunni sinni að hann væri farinn í "bíó". Hann kom heim aftur eftir tvo daga, illa til reika og búinn að týna húslyklunum. Hann hringdi því dyrabjöllunni og kom konan hans til dyra. Hún horfði hæðnislega á sjúskaðan eiginmanninn og sagði svo: Hva, er bara komið hlé í bíó?

Önnur saga af þessum sama Dóra er þegar Sæborgin strandaði í vondu veðri. Við erum strand, allir upp á dekk var öskrað niður í lúkar. Viðbrögð mannanna urðu þau að þeir ruku allir upp til handa og fóta og fóru að leita að tóbakinu sínu. Í miðri leit kom þá frá Dóra: Hvað er þetta eiginlega, ætlum við allir að koma reykjandi til helvítis?

Og ein sem er ekki nema svona 15 ára. Þegar Stjáni minn var á Engeynni var eldri maður þar líka. Þetta var lítill snaggaralegur karl og vægast sagt fremur frumlegur í háttum. Í hvert einasta skipti sem ég kom til að sækja Stjána kom karlinn til mín og horfði á mig undrunar- og aðdáunaraugum, svo kom: Þú ert SVO stór, ég hef ALDREI séð svona stóra konu. Svo skoðaði hann mig í krók og kring og gekk svo dæsandi burt. Einu sinni gerðist það loks að hann kom til mín hróðugur og ánægður með sig: Nú veit ég af hverju þú ert svona stór. Þú ert dóttir hans Magnúsar Grímssonar. Eftir þetta leit hann á mig þegar ég kom að sækja Stjána íbygginn og drýldinn en sagði ekki neitt. Hann var búinn að leysa lífsgátuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha má ég stela frá þér í gleðibankann?

Knús Ragga

Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 20:02

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gjörðu svo vel, Ragga mín, hnuplaðu bara því sem þér þóknast.

Helga Magnúsdóttir, 18.3.2009 kl. 20:07

3 Smámynd: Ragnheiður

Ha ha ha já ég er að safna í sarpinn og stel því sem gleður mig héðan og þaðan...

www.gledibankinn.blog.is

Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 20:21

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðir

Sigrún Jónsdóttir, 18.3.2009 kl. 20:44

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krúttmaður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2009 kl. 20:50

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ha ha ha...

Það er vonandi ekki komið hlé hjá  þér

Skemmtilegar sögurnar þínar

Guðrún Þorleifs, 18.3.2009 kl. 21:02

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ahahahhahahah

Hrönn Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 21:15

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Gaman að þessum kynlegu kvistum.  Flott tilsvar hjá konunni hans Dóra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2009 kl. 21:45

9 Smámynd: Auður Proppé

 Æ hvað var gott að hlæja svona í morgunsárið, takk fyrir þessa!

Auður Proppé, 19.3.2009 kl. 04:35

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þessar eru frábærar Helga mín og þú lumar á ýmsu þykist ég vita.
Knús í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2009 kl. 07:55

11 identicon

Hahahaha.

Frábært. Hafðu það sem best Helga mín.

Frábært.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 17:28

12 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Flott svar hjá frúnni  Hún hefði kannski bara átt að fá sér "afleysingamann" eins og skipstjórinn!

Það eru margar skondnar og skemmtilegar sögur til af sjóurum

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.3.2009 kl. 22:08

13 Smámynd: Eygló

Helga, þú ert að verða einn af mínum eftirlætis höfundum :)    E.s. Ég er sex fet!!!

Eygló, 20.3.2009 kl. 00:49

14 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert bara frábær , svo gaman að lesa eftir þig. Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 21.3.2009 kl. 06:51

15 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

frábært að lesa þetta

Ásta Björk Hermannsdóttir, 25.3.2009 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 58641

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband