Háklassahórur

Sá um helgina þátt í sjónvarpinu um háklassahórur, eða svokallaðar fylgdardömur. Sumar komu fram með gímu eða stór sólgleraugu til að þekkjast ekki. Tvær komu fram ódulbúnar og undir fullu nafni. Önnur þeirra var gift og móðir fjögurra táninga. Hún segir mann sinn og börn hafa verið smátíma að samþykkja þessa starfsemi hennar - og skyldi engan undra - en allir væru nú sáttir og glaðir með sitt. Ég held þó varla að eiginmaðurinn og börnin kunni henni miklar þakkir fyrir að koma svona fram í sjónvarpinu. Börn hafa lent í einelti af minni sökum.

Önnur var stórglæsileg og sagði að þetta starf hentaði henni svo vel því hún þénaði vel, umgengist ríka og áhrifamikla menn sem kæmu vel fram við hana. Sú fer reglulega í myndatökur til rándýrs ljósmyndara til að uppfæra heimasíðuna sína. Heimasíður virðast í miklum mæli hafa tekið við af dólgunum.

Svo var háskólanemi sem kostaði námið sitt með vændi. Hún sagðist selja sig ódýrt til að fá fleiri viðskiptavini. Ég hefði nú talið að skynsamlegra væri að hækka verðið og þurfa að afgreiða færri karla. Hún lét þó ekki illa af starfinu og sagðist mundu stunda það þar til hún hefði lokið námi og fengið sér betri vinnu.

Ég trúði varla eigin augum og eyrum. Ótrúlegt að konur skuli segjast gera það sjálfviljugar að liggja  undir hinum og þessum körlum gegn greiðslu.  Nú á tímum aukins jafnréttis og aukinnar menntunar og fjárráða kvenna að nokkur skuli reyna að telja manni trú um að þetta sé bara ágætt. Þær sögðust fátt eiga sameiginlegt með þeim starfssystrum sínum sem harka á götuhornum. Ég held að það sé nú bara stigsmunur en ekki eðlis.

Svo voru nefndar svimandi háar tölur sem kynlífsiðnaðurinn veltir í Bretlandi einu. Það voru sko engir smáaurar.

Mér finnst það allavega mjög ótrúlegt að nokkur kona geri það sjálfviljug að selja líkama sinn og sjálfsvirðingu. Ég er kannski bara svona forpokuð, en þessi þáttur vakti ekki neitt með mér nema viðbjóð og samúð með þessum konum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veistu að mér fannst þessi þáttur algjört prump.  Þetta átti að vera heimildarmynd sem gerð var í kjölfarið af þáttunum um sama efni.

Þarna var engin venjuleg heimildarmynd á ferð.  Ekki talað við neinn sem hafði farið illa út úr vændi eða stundaði það til að fjármagna neyslu og sitthvað.

Þarna var talað við konur sem mér fannst bersýnilega vera kolruglaðar.  Mamman með 4 börnin var stór biluð.

Gef ekki fimm aura fyrir upplýsingagildi svona þáttar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Nei, upplýsingagildið var ekki upp á marga fiska. Ótrúlegt samt hvernig þeim tókst að þefa uppi þessa rugludalla.

Helga Magnúsdóttir, 21.7.2008 kl. 20:59

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er þetta ekki bara svona eins og "raunveruleikaþættir"  allt leikið og prógrammerað fyrirfram. Sá þetta ekki og vil ekki sjá það.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 21:04

4 Smámynd: Tiger

Ég vil á engan hátt dæma konur sem kjósa að fara í vændi af fúsum og frjálsum vilja, það er alls ekki mitt hlutverk. Aftur á móti er ég auðvitað alfarið á móti mannsali eða nauðungarvændi - slíkt á skilyrðislaust að uppræta.

Skil aldrei fólk sem telur að engin geti stundað slíkt og verið ánægt eða heilbrigt - ef það stundi vændi þá hljóti það að vera bilað í hausnum.

En, mitt álit er svo sem bara mitt álit - hverjum og einum er frjálst að gera það sem hann/hún vill með líf sitt og svo framalega sem engin er neyddur í eitthvað - hver væri ég þá að dæma?

Knús og klemm á þig Helga mín ...

Tiger, 21.7.2008 kl. 21:10

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég var búin að senda þér mail til baka..skilaði það sér ekki ?

Ragnheiður , 21.7.2008 kl. 22:01

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Tek undir hvert orð, að gera þetta sjálfviljugur er ótrúlegt....ég fullyrði að sá sem stundar vændi getur ekki haft góða sjálfsvirðingu, og hún er aftur lykillinn að vellíðan

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.7.2008 kl. 23:06

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 21.7.2008 kl. 23:12

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.... og engin þeirra saumaði gardínur.....?

*fliss...........*

Já - ég er enn að flissa að því ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 23:26

9 Smámynd: Kolgrima

Þetta er bara bull. Það eru tugir milljóna kvenna sem hafa stundað vændi á síðustu áratugum, eru enn á lífi og gætu sagt frá. Sjálfviljugar? Örugglega hellingur, jafnvel meirihluti skv. skilningi fjölmargra.

Öðru hverju er káta hóran dregin fram í dagsljósið og hún dásamar hlutskipti sitt, fjölyrðir um hversu gott þetta sé nú fyrir fjölskyldulífið, huggó fyrir börnin og karlinn kátur og þessar konur fá ótrúlega umfjöllun.

Lítið er hins vegar gefið fyrir þær sem þegja þunnu hljóði, harla lítið fjallað um barnavændi og karlhórur nánast aldrei nefndar á nafn.

Svo hef ég mínar efasemdir um heiðarleik þessara frétta; hver veit hvort eða hvað þær fá til dæmis borgað, eitt svona show gæti verið 50 karla virði. Eða það sem verra er, með hverju er þeim ógnað? 

Kolgrima, 22.7.2008 kl. 03:46

10 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Sammála með þáttinn, hann var ekki sá besti. 

Knús og eigðu góðan dag.

Elísabet Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 10:54

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sammála Jenný (aldrei sem fyrr) Sá þáttinn og konurnar allar voru meira og minna með frávik í framkomu og eða framburði. Engin eðlileg. Eitt prump.

Edda Agnarsdóttir, 22.7.2008 kl. 15:56

12 identicon

Og skjár einn var að sýna framhalds þátt um eina hamingjusama hóru.Hef ekki hitt neina enn.Jú ég hef hitt nokkrar.Prump

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband