Æðibunugen

Við í minni fjölskyldu erum allajafna mesta rólegheitafólk. Samt er það svo að ef hlutirnir ganga ekki eftir okkar höfði verðum við óskaplega óþolinmóð og vöðum út í ótrúlegustu hluti. Sjálf er ég eins og bústin dröfnótt hæna og yfirleitt húki ég í rólegheitunum á mínu priki. En ef eitthvað verður til þess að raska ró minni verð ég alveg brjáluð. Þeytist um hænsnahúsið með gaggi og fjaðrafoki. Svo þegar það er yfirstaðið kem ég mér bara aftur fyrir á prikinu mínu og gleymi því sem gerði mér gramt í geði.

Hann pabbi til dæmis. Einu sinni endur fyrir löngu var komið með 150 lítra olíutunnu sem átti að fara um borð í Sæborgina. Mönnunum sem komu með tunnuna gekk ekki vel að ná á henni taki og áttu þeir í mesta basli við að koma tunnunni um borð. Þá fuðraði pabbi í loft upp, tók tunnuna, skellti henni á öxlina á sér og fór með hana um borð. Hann var allur blár og marinn á handleggnum og öxlinni. En tunnan komst um borð og þá var allt í góðu. Allavega betra en ef hann hefði fengið hjartaslag af æsingi.

Ég held samt að hann Grímur, föðurafi minn, eigi metið. Afi varð 86 ára og alltaf eldhress, enda þekktur athafnamaður vestan af fjörðum. Amma var yngri en hann, en hafði líka verið mikill skörungur á yngri árum. Hún eltist mun verr en hann og átti orðið mjög erfitt með gang og notaði tvo stafi. Seinustu árin voru þau á Hrafnistu. Eitt sinn þegar þau komu úr mat var biðröð við lyftuna. Slíkt var þeim gamla ekki að skapi. Hann ákvað því að fara stigana þrátt fyrir mótmæli ömmu. Hann dró hana miskunnarlaust upp alla stigana upp á fjórðu hæð. Þegar

þangað var komið var amma slæm í öxlinni, svo slæm að það var kallaður til læknis. Þá kom í ljós að í öllum hamaganginum hafði afi rifið hana ömmu úr axlarliðnum. Afi var samt besti kall, bara dálítið óþolinmóður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

  Já, það hefur ekki verið að fordæmalausu, sem málshátturinn "kapp er best með forsjá" varð til

Sigrún Jónsdóttir, 16.2.2009 kl. 21:58

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Kannski bara týpikal vestfirðingar, ganga í hlutina. eða (ganga með hlutina)

S. Lúther Gestsson, 16.2.2009 kl. 22:13

3 Smámynd: Auður Proppé

Ja hérna, ég hélt þú ætlaði að segja að hann hefði skellt ömmu þinni upp á öxlina eins og tunnunni forðum.  Ákveðinn maður hann afi þinn

Auður Proppé, 16.2.2009 kl. 23:24

4 identicon

Hæ elsku Helga mín. Langaði bara að senda þér góða strauma fyrir nóttina. Ég er bara að fara bloggvina hringinn hjá mér. Það er gott hljóðið í þér Helga mín. Sendi þér mínar bestu óskir um að nóttin verði þér og þínum rosalega góð.

Eigðu rosalega góðan morgun dag.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 00:25

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó, það er eins gott að halda sér á mottunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.2.2009 kl. 00:59

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hann afi þinn hefði bara átt að taka hana ömmu þína í fangið, hefði örugglega getað það Helga min

Kristín Gunnarsdóttir, 17.2.2009 kl. 07:31

7 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Ha ha bara pínu óþolimóður hahaha.Aumingja amma en svo má líta á málið frá hans sjónarhóli haha.Getur verið að við séum skildar móðir mín var svona haha.Reinar eru við öll skild hér á klakanum

bestu bestu kveðjur

takk fyrir innlitið hjá mér

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 17.2.2009 kl. 11:15

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábær frásögn hjá þér Helga mín, ég var að lesa hana fyrir Gísla minn og hló hann dátt og sagði mig vera líka þér með lætin, þau kalla þetta reyndar stjórnsemi í minni ætt. Kannski þetta tengist því að vera að vestan.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2009 kl. 13:30

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Vá, hvað ég hló núna! 

Smá ættfræðiforvitni:  Hvers son var hann afi þinn og hvaðan af Vestfjörðum var hann?

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.2.2009 kl. 22:31

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Bústin dröfnótt hæna !   Eins gott að gæta sín á slíkum !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.2.2009 kl. 04:03

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hann afi minn var Grímur Jónsson Hermannssonar Bjarnasonar frá Skjaldarbjarnarvík. En hann var útgerðarmaður og hreppstjóri í Súðavík.

Helga Magnúsdóttir, 18.2.2009 kl. 18:35

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú ert semsagt strandverskur aðall. Og greinilega skyld Grími Atlasyni, eða hvað?

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.2.2009 kl. 01:42

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hann Grímur er bróðursonur minn.

Helga Magnúsdóttir, 19.2.2009 kl. 21:36

14 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

 Alltaf jafn gaman að lesa sögurnar þínar. Sé þig alveg fyrir mér á prikinu, haha, góð samlíking hjá þér.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.2.2009 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 58686

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband