Fóstureyðingar frá ýmsum sjónarhornum

Reglulega koma upp umræður um fóstureyðingar. Virðist fólk skiptast algjörlega í tvo flokka hvað þetta málefni varðar: Annars vegar réttur konunnar til að ráða yfir eigin líkama og svo þar sem fólk talar um fóstureyðingar sem morð. Það eru fleiri hliðar á þessu máli sem ég þekki af eigin raun.

Þegar ég var tæpra 17 ára varð ég ófrísk. Það var algjört áfall, ég hafði bara sofið hjá þessum eina strák og við höfðum farið svo varlega að því er við töldum. Stærsta skrefið og mesta áhyggjuefnið var að færa foreldrum mínum tíðindin. Þau tóku þessu af stóískri ró og spurðu mig hvað ég vildi gera. Ég sagðist alls ekki vilja eignast barn og því var farið að leita leiða til að koma í veg fyrir það. Vitað var á þessum tíma um nokkra lækna sem tækju slíkt að sér í skjóli myrkurs en það fór tvennum sögum af þeim og foreldrar mínir vildu ekki leggja mig í þá hættu sem ólöglegri fóstureyðingu kynni að fylgja.

Því var haft samband við systur mína sem bjó í London og hún beðin um að undirbúa komu mína. Svo flaug ég til London nokkrum dögum seinna. Við systur fórum á læknastofu í Harley Street. Það var svo ekið með mig og aðra stelpu í limmósínu með skyggðum gluggum á sveitasetur fyrir utan London. Þar var fullkomið sjúkrahús sem aðeins sinnti fóstureyðingum. Eintóm sérherbergi með litasjónvarpi og lúxus. Þarna var ég í tvo sólarhringa en hélt svo aftur til London. Pabbi hafði látið mig hafa ríflegan farareyri og var ég hjá systur minni í hálfan mánuð og verslaði á daginn og skemmti mér á kvöldin.

Það sem mér finnst þessi saga sýna að það eru fleiri hliðar á fóstureyðingum en þær sem ég taldi upp hérna fyrst. Hún sýnir að þær snúast ekki bara um rétt kvenna og barnadráp. Frjálsar fóstureyðingar koma í veg fyrir félagslegt og fjárhagslegt misrétti. Ég var eina barnið sem var eftir

í hreiðrinu hjá vel stæðum foreldrum. Ef dæmið snerist við og ég hefði verið elst af mínum sex systkinum og pabbi verið háseti hjá sjálfum sér hefði ég eflaust orðið að eignast barn 17 ára gömul. Ég hef talað við margar konur sem hafa farið í fóstureyðingu og iðrast þær einskis fremur en ég. En konur sem hafa neyðst til að gefa barnið sitt frá sér eru alltaf með stórt sár í hjartanu. Við verðum að geta valið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég er sammála því að konur verði að fá að hafa þetta val sjálfar og telst það til almennra mannréttindi. Afar fáir eru þó á móti fóstureyðingum hér á landi. Jón Valur, Gunnar í Krossinum og nokkrir fleiri. Meirihluti fólks styður hins vegar þennan sjálfsagða rétt kvenna.

Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 02:04

2 identicon

Sammála þér Helga mín. Þetta er svo rétt hjá þér. Hafðu það sem best vinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 05:23

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Gott innlegg hjá þér nafna um þetta málefni.  Flest slík fela nefnilega í sér illa dulinn undirtón, sem hefur ekkert með "hagsmuni fóstursins" að gera.  Enn síður annarra.

Vona bara að þú fáir ekki alla vitleysingana yfir þig eftir þessa færslu þína.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.3.2009 kl. 09:50

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helga mín þetta er mikið rétt hjá þér.  Ég hef gert þetta líka en það var af öðrum ástæðum ég var einstæð móðir með tvö börn.  Ég hef líka misst fóstur, og ég lít á þessa tvo atburði alveg sambærilega.  Sem betur fer var þessi aðgerð gerð hér á sjúkrahúsinu af góðum lækni, vegna félagslegra aðstæðan eins og það var látið heita.  Og svo var botnlanginn tekinn í leiðinni, svona til að ég gæti gefið ástæðu.  Boð og bönn eru mér fráhverf á hvaða braut sem það er.   Við verðum alltaf fyrst og fremst að bera ábyrgð á okkar eigin lífi og tilfinningum.  Það gerir enginn fyrir okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2009 kl. 11:08

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fóstureyðing er eitthvað sem hver kona á að ákveða fyrir sig, því það er hún sem gengur í gegnum ferlið og elur önn fyrir barni.

Mér finnst þetta tiltölulega einfalt mál.

Ekki þar fyrir að mér hrysi hugur við að gera þetta, en sem betur fer hef ég ekki verið í þessari aðstöðu.

En fyrst og fremst er þetta réttur konunnar til að ráða yfir líkama sínum.

Og þeim rétti fylgir ábyrgð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2009 kl. 11:25

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú klikkar ekki fremur en fyrri daginn Helga mín

Hrönn Sigurðardóttir, 31.3.2009 kl. 22:02

7 Smámynd: Auður Proppé

Sammála þér, konur verða að hafa valið.

Auður Proppé, 1.4.2009 kl. 06:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 58641

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband