Fótbolti og fleira

Það er um fátt meira talað en landsleik Íslendinga og Skota. Það minnir mig á að fyrir mörgum árum komu Skotar til Íslands að leika landsleik. Vitað var að heilu flugvélarnar hefðu komið til landsins fullar af æstum skoskum fótboltabullum. Aðeins viku fyrr höfðu Skotar tapað á útivelli og gerðu stuðningsmenn þeirra allt vitlaust eftir þann leik, ruddust um borgina með skemmdarverkum og látum. Vegna þessa var allt tiltækt lögreglulið kallað út til að vera viðbúið ef Skotar skyldu nú tapa. Ég held að allir lögreglumennirnir á vellinum og ég þar með talin hafi óskað þess heitt og innilega að Skotar ynnu svo ekki yrði allt vitlaust í borginni.

Rétt áður en leikurinn hófst heyrði ég sagt fyrir aftan mig: Officer, officer. Ég tók það ekki til mín, enda fannst mér ég enginn andskotans offiséri. Þetta endaði með því að var pikkað í öxlina á mér og sagt geðvonskulega officer og þá fattaði ég að umræddur offiséri væri ég. Ja hérna. Ég var sem sagt orðin offiséri en skömmu áður hafði Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur kallað lögreglumenn "einkennisklædd villidýr í frumskógi næturlífs Reykjavíkurborgar". Þannig gat ég valið á milli þess að vera offiséri eða villidýr. Sá á kvölina sem á völina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert frábær...officer

Sigrún Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Ragnheiður

hehehe já, síðast þegar það var hérna leikur þá snarhresstust mínir menn, óku glaðir í bragði um með karla í pilsum..alveg vertíð hehe

Ragnheiður , 1.4.2009 kl. 22:49

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Bíddu..er einhver fótbolti framundan?? Fór alveg framhjá mér. Hefði kannski þurft einhvern officera til að pikka í mig og láta mig vita

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.4.2009 kl. 00:54

4 identicon

Hæ elsku Helga mín.

Mikið er nú alltaf gaman að kíkja hérna inn á bloggið þitt. En já eins og þú segir. Það er ekki um annað talað en landsleikinn. Þetta var frábær skemmtun þrátt fyrir tapið. Við þurfum að sætta okkur við það eins og annað.

Hafðu það sem best vinur og njóttu dagsins.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 10:58

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha það er aldeilis valið sem þú fékkst Helga mín.  en ég beið spennt eftir að vita hvernig leikurinn fór!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 58641

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband