Ekki keyra á gamlar konur

Fyrir þó nokkuð mörgum árum var ég að keyra eftir Langholtsveginum í snjómuggu og lélegu skyggni. Skyndilega birtist vera fyrir framan bílinn og skellur sem gaf til kynna að ég hefði keyrt á einhvern. Ég hentist út úr bílnum og sá að ég hafði keyrt á gamla konu. Hún var illa haldin, blóðug á höfði og fótbrotin. Ég beið eftir lögreglu og sjúkrabíl og hef aldrei á ævinni skolfið jafnmikið.

Næstu daga keyrði ég aftur og aftur yfir konuna. Þegar ég var að sofna hrökk ég upp og fannst ég hafa keyrt á hana aftur. Þegar mér tókst að sofna fékk ég endalausar martraðir af sama toga. Ég var almennt svo gjörsamlega miður mín að ég endaði með að fá róandi og svefnlyf hjá lækninum mínum til að geta náð að jafna mig eftir þessar hrakfarir.

Tveimur til þremur dögum seinna fór ég upp á spítala með blóm til að biðjast afsökunar og Stjáni kom með mér til halds og trausts.

Ég stamaði og hikstaði og leið alveg ferlega illa. Ég komst að því að blessuð konan bjó í nágrenni við mig og þá fæddist þessi endemis setning: Láttu mig bara vita  ef ég get gert eitthvað fyrir þig, ég er nefnilega á bíl eins og þú veist. Hver vissi betur en Þessi kona að ég væri á bíl. Ég fattaði strax hvað ég hafði látið út úr mér og kvaddi í flýti og forðaði mér út. Stjáni skammaði mig ekki einu sinni fyrir vitleysuna þar sem hann sá hvað ég skammaðist mín og að á það væri ekki bætandi. Sem sagt: Ekki keyra á gamlar konur. Það kann ekki góðri lukku að stýra

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hugsa sér þá sem verða fyrir þeirri ógæfu að bana einhverjum í umferðinni. Um það heyrist aldrei en það hlýtur að hvíla á mönnum ævilangt.  Og getur komið fyrir hvern sem er.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.4.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Ragnheiður

Æj...vont þegar maður segir eitthvað alveg óviðeigandi. Óvart og út úr stressi

Ragnheiður , 7.4.2009 kl. 23:49

3 Smámynd: Eygló

Fínt ég las þetta, hafði nefnilega verið að pæla í hvort ég ætti...

Eygló, 8.4.2009 kl. 01:32

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaha "ég er nefnilega á bíl eins og þú veist...." Ferlega fyndið!

Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 08:56

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér finnst að þú eigir að skrifa eina sögu á dag. Sögurnar þínar eru hver annarri betri! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.4.2009 kl. 11:42

6 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt - gott að lesa bloggið þitt.

Sigrún Óskars, 8.4.2009 kl. 12:05

7 identicon

Sorry en þetta með að þú sért á bíl er alveg bráðfyndið :) heheheh

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:41

8 Smámynd: Eygló

inná með Helgu. Ein saga á dag, kæmi skapinu í lag (þótt ekki væri nema sossum einu sinni í viku - hálfsmánaðarlega - einu sinni í mánuði. Prútta ekki meir. :)  Takk fyrir "hingað til" þótt þú gegnir okkur ekki í neinu.

Eygló, 8.4.2009 kl. 13:30

9 identicon

Hæ elsku Helga mín. Það er ávalt gaman að kíkja hérna á bloggið hjá þér vinur. Það er rosa fínt að heyra hljóðið í þér og sjá að þú ert svona hress. Takk vinur fyrir gott blogg og hresst.

Bestu kveðjur.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 20:49

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Smellin saga og gleðilega páska!

Edda Agnarsdóttir, 9.4.2009 kl. 11:40

11 identicon

Erfið reynsla fyrir ykkur báðar , þú ert með góðan húmor fyrir þér sem er gott.Gleðilega páska

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 13:36

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég lenti nú í því í gær að láta út úr mér svo óviðeigandi setningu við eina vinkonu mína að ég er ekki enn búin að jafna mig.

En hún hló og hló.

Ég þekki bara skemmtilegt fólk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 58640

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband