Fjárans ferming

Hún Birgitta sonardóttir mín fermdist núna 5. apríl. Ţađ sem foreldrar ţeirra hafa aldrei búiđ saman og endalokin endaslepp ákváđum viđ Stjáni ađ halda aukafermingarveislu fyrir föđurfjölskylduna í Iđnó á laugardaginn. Ţađ verđur bara gaman.

Ţetta leiđir hugann ađ minni eigin fermingu sem er mér ekkert sérlega kćr í endurminningunni. Svanhildur systir mín, sem ţá bjó í London, var heima einhverra hluta vegna og vitanlega var tískudrósinni úr útlandinu faliđ ađ velja föt á mig og greiđa mér. Viđ byrjuđum á ađ fara í Rímu, sem ţá var besta skóbúđ bćjarins. Ţar sá ég rosalega flotta skó, grćna og svarta međ háum hćl og ţykkum botni. Ţessa skó vildi ég en Svanhildur tók ţađ ekki í mál. Ţeir vćru ekki nógu "fermingarlegir". Ţar sem Svanhildur hafđi alla tíđ ráđskast međ mig og ég orđin vön ţví voru keyptir svartir og hvítir lakkskór međ lágum hćl. Alls ekki ţađ sem ég vildi en ég lét mig hafa ţađ. Síđan var fariđ í kjólakaup og ţá upphófst sami söngurinn. Allt sem ég vildi var ekki nógu "fermingarlegt". Ţađ var keyptur á mig svartur kjóll međ hvítum líningum í hálsi og á ermum. Mér fannst ég alveg eins og stofustúlkan hjá afa og ömmu.

Ţegar pabbi kom í land til ađ vera heima í fermingunni ţekkti hann sína dóttur og fann ađ ég vćri ekki allskostar ánćgđ. Hann sagđi ţví ađ viđ tvö skyldum fara og kaupa kápu. Viđ fórum víđa og loks fann ég ćđislega kápu. Hún var beinhvít kasmírkápa, hrikalega flott. Viđ ţetta hresstist ég heldur.

Svo var ţađ hárgreiđslan. Ég vildi fá uppsetta lokkagreiđslu. En nei, ţađ kom ekki til greina, slíkt var löngu fariđ úr tísku í London. Ţađ varđ úr ađ Svanhildur greiddi mér fyrir ferminguna. Ég var látin sofa međ hrćđilegar rúllur í hausnum og um morguninn hófst svo greiđslan. Svanhildur var ákveđin í ađ slöngulokka skyldi ég hafa og ekkert annađ. Háriđ á mér var bćđi sítt og ţykkt og ţar af leiđandi ţungt. Ţess vegna ţurfti ósköpin öll af hárlakki. Slöngulokkarnir voru svo stífir ađ ţađ glamrađi í mér ţegar ég gekk og ég ţorđi ekki ađ snúa höfđinu snöggt svo fjandans lokkarnir sveifluđust ekki framan í mig. Ég hefđi örugglega fengiđ glóđarauga af högginu. Fermingin og veislan gengu svo sem allt í lagi fyrir sig en mér leiđ eins og vinnukonu međ ljósakrónu á hausnum.

Svanhildur beit svo höfuđiđ af skömminni daginn eftir ferminguna. Kvikindiđ atarna fór í Rímu og keypti skóna MÍNA handa sjálfri sér. Ég varđ vitanlega alveg brjáluđ en lét ekki á ţví bera og beiđ fćris. Í nćstu rigningartíđ ţegar allt var ekkert nema drulla og svađ stal ég skónum og fór í ţeim út í pollana og drulluna og eyđilagđi ţá. Ţađ var sćt hefnd.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er búin ađ veltast um af hlátri hér fyrir framan tölvuna  Takk fyrir mig.

Til hamingju međ sonardótturina

Sigrún Jónsdóttir, 15.4.2009 kl. 18:30

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Takk fyrir ţađ, Sigrún mín. Hún fékk ađ velja sín föt sjálf.

Helga Magnúsdóttir, 15.4.2009 kl. 19:03

3 identicon

Innilega til hamingju međ sonardóttur ţína Helga mín. Ţetta er ćđislegt og ţađ er ávalt gaman ađ lesa pistlana ţína. Eigđu rosa gott kvöld vinkona og njóttu nćstu daga vel og lengi.

Međ bestu kveđju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráđ) 15.4.2009 kl. 19:52

4 Smámynd: Ragnheiđur

Til hamingju međ sonardótturina.

...fermingarbasliđ af ţér sjálfri er svakaleg(a)(fyndiđ) lífsreynsla....

ég fékk ađ ráđa sjálf..en mamma fékk nćrri slag yfir hárinu. Settar rúllur og allt heila klabbiđ. Ţegar bláa simcan hans pabba stoppađi framan viđ fríkirkjuna í Reykjavík ţá leit háriđ út eins og vant var, óstýrilátar krullur í allar mögulegar áttir og ekkert skipulag á dćminu. Fína greiđslan lak úr á leiđinni úr Laugarnesinu

Ragnheiđur , 15.4.2009 kl. 21:35

5 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráđ) 15.4.2009 kl. 21:50

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, minnir mig á ýmislegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2009 kl. 23:26

7 Smámynd: Sigrún Ţorbjörnsdóttir

Til hamingju međ sonardótturina.  Haha, ţú segir alltaf jafn skemmtilega frá. Púkinn hún systir ţín

Sigrún Ţorbjörnsdóttir, 16.4.2009 kl. 01:03

8 Smámynd: Eygló

Takk

Eygló, 16.4.2009 kl. 03:42

9 Smámynd: Guđrún Emilía Guđnadóttir

Já elskan góđ skemmtun ţetta og til hamingju međ sonardótturina.

Gott hjá ţér ađ skemma skóna Ég hef alltaf sagt ađ ég vćri fegin ađ ég eignađist ekki systur á bara 4 brćđur og hef ćtíđ notiđ ţess í botn
Knús til ţín ljúfan
Milla.

Guđrún Emilía Guđnadóttir, 16.4.2009 kl. 19:18

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurđardóttir

Frábćr fermingarsaga.  Takk fyrir ađ deila henni međ okkur hinum.  Afar sátt viđ endinn.   Hann vekur ţörf fyrir játningar gamalla synda.   Ţekki t.d. konu sem gubbađi -á gamlárskvöld- í hlébarđastígvél kynsystur sinnar, ţannig ađ ekki sást fyrr en í ţau var komiđ.   "Fórnarlambiđ" átti óleikinn víst fyllilega skiliđ og hefur veriđ til friđs síđan

Hildur Helga Sigurđardóttir, 17.4.2009 kl. 02:55

11 Smámynd: Rebbý

já hefndin er sćt híhíhí
til lukku međ dömuna ..... biđ ađ heilsa í veisluna

Rebbý, 18.4.2009 kl. 11:49

12 Smámynd: Helga skjol

hahahahahaha bara snilld kona

Helga skjol, 18.4.2009 kl. 19:52

13 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Hahahahha Helga ţú ert alveg frábćr

Ásta Björk Hermannsdóttir, 20.4.2009 kl. 08:01

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ţú ert frábćr sögumađur Helga mín elskuleg takk fyrir mig  Ţetta međ slöngulokkana er óborganlegt. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 22.4.2009 kl. 11:18

15 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Skemmtilegar minningar sem ţú miđlar af og óhjákvćmanlega vekja upp minningar um fermingu mína. Takk fyrir og til hamingju međ sonardótturina.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.4.2009 kl. 14:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 58641

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband