Horfa fram á við

Við Stjáni héldum upp á ferminguna hennar Birgittu barnabarns á laugardaginn eins og kemur fram í síðasta bloggi. Við héldum veisluna í Iðnó og var allt til fyrirmyndar bæði salur og veitingar.

Þarna hitti ég föðurfólkið hans Styrmis sem mér líkar ágætlega við en hitti afar sjaldan. Seinast sá ég þetta fólk fyrir tveimur árum þegar yngsta stelpan var skírð. Mér finnst það eiginlega fyndið að hitta pabba hans Styrmis og hugsa til þess að við höfum verið gift. Þetta er vænsti maður en átti ekki upp á pallborðið hjá mér til lengdar. Þegar ég sé hann finnst mér eins og ég hafi lesið um þennan tíma í bók sem er á tungumáli sem ég skil ekkert sérstaklega vel. Er mér sem sagt hulin ráðgáta. Nú finnst mér hann miklu frekar vera maðurinn hennar Systu en eitthvað fyrrverandi minn. Svo fjarlægt er mér þetta hjónaband. Taka verður þó tillit til þess að ég er búin að vera gift honum Stjána mínum í 28 ár og því langur tími liðinn. En ég fékk þessa tilfinningu bara fljótlega eftir að við skildum. Skellti fortíðinni í lás og tók framtíðinni opnum örmum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt að heyra elsku Helga mín. Þetta hefur verið frábær ferminga dagur hjá ykkur. Þetta er meiriháttar að heyra. Til hamingju með Birgittu ykkar. Ininlega til hamingju.

Frábært að allt hafi gengið vel og að þið hafið notið dagsins. Það er svo frábært.

Eigðu gott kvöld vinur og Gleðilegt sumar Helga mín. Sumardagurinn fyrsti í dag.

Sumar kveðjur og knús frá mér til þín.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:57

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Takk, Valgeir minn.

Helga Magnúsdóttir, 23.4.2009 kl. 22:02

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Til hamingju með barnabarnið

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 23:19

4 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

góðan daginn flott uppgjör við  fortíðina til hamingju með barnabbarnið

Ólafur Th Skúlason, 24.4.2009 kl. 07:30

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Skil þig vel.  Til hamingju með ferminguna.  Er fegin að hafa lokið minni af í vor sem leið.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.4.2009 kl. 04:10

6 Smámynd: Ragnheiður

Já ég á einmitt svona fyrrverandi sem er alltannarrarkonumaðurídag og virðist alltaf hafa verið þannig hehe...þau eru mínir bestu vinir í dag og mikill samgangur á milli.

Til hamingju með barnabarnið og ferminguna

Ragnheiður , 25.4.2009 kl. 20:05

7 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Til hamingju með barnabarnið.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.4.2009 kl. 15:04

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hamingjuóskir með Birgittu  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.4.2009 kl. 23:13

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svona á að grea þetta.

Til hamingju með fermingarbarnið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 11:53

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með fermingarbarnabarnið þitt Helga mín.  Það er örugglega best að hafa þetta svona með fyrrverandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Magnúsdóttir

Höfundur

Helga Magnúsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Höfundur er prófarkalesari, eiginkona, mamma, amma, kattakelling og elskar bækur.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...elga_517475
  • ...elga_517474
  • ...elga_517473
  • Helga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 58641

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband